hux

Össur á flæðiskeri

Jakob Ólafsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, skrifar grein í Moggann í dag til þess að andmæla hugmyndum um flugvöll á Hólmsheiði. Jakob telur Lönguskerjaflugvöll betri kost þótt helst vilji hann flugvöllinn á sama stað. En hann skynjar þungann í kröfunni um að Vatnsmýrarlandið verði nýtt í þágu borgarinnar og segir:

Ef bráðnauðsynleg þörf er talin vera á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá er öllu skárra að hann flytjist þessa fáeinu hundruð metra út á Löngusker með þeim mikla tilkostnaði og fyrirhöfn sem því fylgir, en þar yrði veðurfar og flugtæknilegar aðstæður sambærilegar við þær sem eru á núverandi flugvelli og ekki síst yrði aðgangurinn að þjónustunni styttri og betri en uppi á Hólmsheiði. Á þetta ekki síst við um sjúkra- og neyðarflugið.

Jakob nálgast málið frá flugtæknilegu sjónarmiði og kemst að sömu niðurstöðu og Björn Ingi  Hrafnsson, Jónínu Bjartmarz og sá sístækkandi hópur sem sér að flugvöllur á Lönguskerjum er langlíklegastur til þess að sætta pólitískt þau sjónarmið að Reykjavíkurborg fái Vatnsmýrarlandið til nauðsynlegra nota en að höfuðborgin veiti landsbyggðinni áfram viðunandi þjónustu sem miðstöð innanlandsflugsins í landinu.

Össuri Skarphéðinssyni virðist ógna sú staðreynd að Löngukerjaleiðin, sem framsóknarmenn í Reykjavík báru fram í borgarstjórnarkosningum sl. vor,  á vaxandi fylgi að fagna í þjóðfélaginu, ekki síst eftir að samráðsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra gaf þeirri leið mjög góða einkunn í nýrri skýrslu. Því reynir hann að setja á spuna á bloggi sínu um málið en fer rangt með staðreyndir og eru útleggingarnar eftir því. Annað hvort hefur hann ekki séð kjördæmaþáttinn í Reykjavík suður og treyst ónákvæmri frásögn annars manns eða þá að hann hefur verið utan við sig þegar hann horfði. Ekki ætla ég honum að vilja fara rangt með staðreyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Nú ert nú meira leirskáldið, félagi, en afkastamikill, seiseijá.

Pétur Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband