22.4.2007 | 18:48
Össur á flæðiskeri
Jakob Ólafsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, skrifar grein í Moggann í dag til þess að andmæla hugmyndum um flugvöll á Hólmsheiði. Jakob telur Lönguskerjaflugvöll betri kost þótt helst vilji hann flugvöllinn á sama stað. En hann skynjar þungann í kröfunni um að Vatnsmýrarlandið verði nýtt í þágu borgarinnar og segir:
Ef bráðnauðsynleg þörf er talin vera á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá er öllu skárra að hann flytjist þessa fáeinu hundruð metra út á Löngusker með þeim mikla tilkostnaði og fyrirhöfn sem því fylgir, en þar yrði veðurfar og flugtæknilegar aðstæður sambærilegar við þær sem eru á núverandi flugvelli og ekki síst yrði aðgangurinn að þjónustunni styttri og betri en uppi á Hólmsheiði. Á þetta ekki síst við um sjúkra- og neyðarflugið.
Jakob nálgast málið frá flugtæknilegu sjónarmiði og kemst að sömu niðurstöðu og Björn Ingi Hrafnsson, Jónínu Bjartmarz og sá sístækkandi hópur sem sér að flugvöllur á Lönguskerjum er langlíklegastur til þess að sætta pólitískt þau sjónarmið að Reykjavíkurborg fái Vatnsmýrarlandið til nauðsynlegra nota en að höfuðborgin veiti landsbyggðinni áfram viðunandi þjónustu sem miðstöð innanlandsflugsins í landinu.
Össuri Skarphéðinssyni virðist ógna sú staðreynd að Löngukerjaleiðin, sem framsóknarmenn í Reykjavík báru fram í borgarstjórnarkosningum sl. vor, á vaxandi fylgi að fagna í þjóðfélaginu, ekki síst eftir að samráðsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra gaf þeirri leið mjög góða einkunn í nýrri skýrslu. Því reynir hann að setja á spuna á bloggi sínu um málið en fer rangt með staðreyndir og eru útleggingarnar eftir því. Annað hvort hefur hann ekki séð kjördæmaþáttinn í Reykjavík suður og treyst ónákvæmri frásögn annars manns eða þá að hann hefur verið utan við sig þegar hann horfði. Ekki ætla ég honum að vilja fara rangt með staðreyndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 536731
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ert nú meira leirskáldið, félagi, en afkastamikill, seiseijá.
Pétur Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.