22.4.2007 | 17:37
Tifandi tímasprengjur
Samfylkingin virðist heldur vera að hressast í skoðanakönnunum, sem öll kosningabaráttan snýst um, og hvarvetna varpa Samfylkingarmenn öndinni léttar því að nú virðast þeir loksins komnir upp fyrir VG í fylgi. En léttirinn er samt kvíðablandinn því að það vofa skuggar yfir kosningabaráttu flokksins. Í farangrinum eru tvær tifandi tímasprengjur, Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, tveir flokksformenn, tvær prímadonnur sem líkar illa að vera ekki lengur í aðalhlutverki og hafa með reglulegu millibili valdið flokksbræðrum sínum og systrum angist og vandræðum.
Jón Baldvin var einu sinni enn í Silfri Egils í dag, eftir opnuviðtal við Kolbrúnu ævisöguritara sinn Bergþórsdóttur í Blaðinu í gær. Það verður að segjast um Jón Baldvin að því meir, sem hann talar, því meir talar hann af sér. Í dag kallaði hann Þorgerði Katrínu ljósku í Silfri Egils, í Lesbókargrein fyrir röskri viku lýsti hann nánast yfir stuðningi við Íslandshreyfinguna og í kjölfarið fóru í gang kenningar um að hann yrði forsætisráðherraefni Ómars Ragnarssonar, komist Ómar í oddaaðstöðu eftir kosningar. JBH hefur líka lýst því yfir að sameining vinstri manna í Samfylkinguna hafi misheppnast. Það var verkið sem föður hans tókst ekki að ljúka á sínum pólitíska ferli en Jón Baldvin ætlaði að ljúka þess í stað, svona rétt eins og George W. Bush fannst að hann yrði að koma Saddam Hussein frá völdum af því að pabba hans hafði mistekist það. Nú virðist mega segja um Jón Baldvin það sem Bjarni Guðnason sagði um Hannibal gamla í aðdraganda þingrofsins 1974: "Hann er vestur á fjörðum og klýfur þar rekavið til þess að þjóna lund sinni." Kallinn hlýtur amk að vera kominn með vondan hiksta, svo illa tala fyrrverandi félagar hans og margir úr hópi lærisveinanna um hann nú orðið.
Össur Skarphéðinsson hefur allt síðan hann tapaði formannskosningu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu verið órólegur, fyrst stóð hann fyrir öflugri stjórnarandstöðu innan flokksins sem var með öðru ástæða þess að fylgi flokksins rauk niður úr öllu valdi. Eftir prófkjör flokksins á liðnu hausti hristi hann vopn sín framan í formanninn og stærði sig af því að hvarvetna hefðu hans menn haft sigur í prófkjörum en hennar fólk tapað. Þótt Össur hafi haft fremur hægt um sig undanfarnar vikur og helst farið á stjá af og til síðla nætur á bloggi sínu eru flokksmenn hans enn órólegir og telja að hvenær sem er megi vænta þess að hann sprengi einhverja fýlubombuna framan í eigin forystu. Í síðustu kosningabaráttu spáði Össur miklu samdráttarskeiði og talaði um viðskiptahallann sem tifandi tímasprengju. Sú sprengja sprakk aldrei. Nú talar Samfylkingin hins vegar um aðrar tifandi tímasprengjur, sem geti sprungið framan í flokkinn hvenær sem er, og það eru þessir tveir fyrrverandi leiðtogar hennar sem þá er átt við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.