hux

Þá er það ákveðið

Í Viðskiptablaðinu í dag er beint spurningum um ýmislegt sem að atvinnulífi snýr til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á alþingi. Fátt kemur á óvart í svörunum en þó er eitt sem mér finnst ástæða til að halda til haga. Allir fimm taka þeir líklega í þá hugmynd að atvinnuvegaráðuneytin, þ.e. sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti verði sameinuð í eitt. 

Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún og Jón Sigurðsson vísa öll til þess að þetta sé á stefnuskrá flokka þeirra. Steingrímur J segir að það kæmi vissulega til greina en þá sem hluti af víðtækari endurskipulagningu ef ég skil hann rétt. Hann segir að endurskipuleggja þurfi fleira og amk sameina lífeyrismál, félagslega framfærslu og þau mál í einu ráðuneyti sem nálgist að geta kallast velferðarráðuneyti og létta þannig á heilbrigðisráðuneytinu, einnig þurfi að styrkja umhverfisráðuneytið. Guðjón Arnar segir að frjálslyndir séu ekki mótfallnir sameiningu atvinnuvegaráðuneytanna þótt þeir hafi ekki beinlínis lagt það til. Þannig að mér sýnast allar líkur á að þetta ætti að geta gerst innan tíðar, - og þótt fyrr hefði verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Halldór Ásgrímsson var kominn langt með vinnu um endurskoðun stjórnarráðsins, en Geir H Haarde hefur greinilega stungið þeirri vinnu niður í skúffu. Framsókn er líka búin að vinna enn frekar í málinu og ég rek hér

Gestur Guðjónsson, 20.4.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég hef ekki lesið þessa umfjöllun. Aftur á móti er það mér í fersku minni þegar hér var atvinnumálaráðherra ..

Hlynur Þór Magnússon, 21.4.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Já Hlynur, er ekki núverandi fyrirkomulag byggt á lögum sem Bjarni Ben samdi árið 1969, ég held það, kominn tími á að breyta þessu.

Pétur Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 11:18

4 identicon

Það sést vel á athugasemd Steina Briem hvað umræðan um pólitík getur verið á lágu plani og lýsir best þeim sem skrifa slíkt, þegar saklausum börnum ráðherra og alþingsmanna er blandað inn í umræðuna.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband