20.4.2007 | 17:44
Guðni dagsins
Rétt hjá Guðna Ágústssyni að Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðum við kosningar. Athyglisverð þessi orð: "Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins talaði forsætisráðherra eins og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði landinu einn, það þóttu mér tíðindi."
Og Guðni túlkar stöðuna í Framsóknarflokknum þegar hann segir að stjórnarsamstarfið hafi að mörgu leyti verið gott en ef niðurstaða kosninganna verði í samræmi við skoðanakannanir verði framsókn ekki áfram í þessari ríkisstjórn og að hún þurfi 17-20% til að stjórna áfram með Sjálfstæðisflokknum.
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst kall greyið vera afar dapur í þessu viðtali, og undrar það mig alsekki.
Ég spái því samt að flokkurinn fái 8,5% í kosningunum.
Sigfús Sigurþórsson., 20.4.2007 kl. 17:55
Ég er alveg sammála Guðna, þetta er ekki sanngjarnt. Mér finnst eins og þetta hafi gerst áður.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2007 kl. 20:44
Þegar verkaskiptingin í ríkisstjórninni er með þeim hætti að vinnuráðuneytin sem taka óþægilegu ákvarðanirnar eru meira og minna öðru megin og veitendaráðuneytin, þau sem koma með gullið til þjóðarinnar eru meira og minna hinumegin, er ekki að undra að staðan sé svona.
Gestur Guðjónsson, 20.4.2007 kl. 22:27
Þetta er áhugaverð skýring hjá Gesti.
Miðað við að ráðuneyti framsóknarmanna standa fyrir 63% af öllum ríkisútgjöldum þá er þetta eitthvað alveg nýtt.
Óþægilegu ákvarðanirnar hafa ekki verið öðru megin eða hinu megin. Munurinn liggur í því hvernig menn hafa staðið að málum. Allt varð að veseni og drullu í höndum spunameistara Halldórs þegar hann tók við lyklunum í Lækjargötunni og féll svo aftur í ljúfa löð þegar Geir tók við. Getur ekki bara verið að betri menn hafi stýrt málum fyrir og eftir tíð Halldórs?
Friðjón R. Friðjónsson, 21.4.2007 kl. 02:47
Friðjón, Þú meinar að Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið sem fer með megnið af útgjöldum ríkissjóðs sé fislétt ráðuneyti sem skapi eintóma sælu?
Gestur Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 09:23
Æ er þetta ekki bara nettur væll í Framsóknarmönnum... Er ástæðan fyrir gagnrýninni á Framsókn ekki bara sú að hann hefur enga vigt í ríkisstjórninni og því er stefna ríkisstjórnarinnar mjög í línu við stefnu Sjálfstæðisflokksins og gjörðir hennar nákvæmlega í takt við það sem búast má við af þeim flokki.
Það er spurning hvort Guðni og Framsóknarflokkurinn væri ekki aðeins vinsælli ef hann hugsaði meira um hagsmuni allra landsmanna frekar en bara bændastéttarinnar í ráðuneytinu sínu, bara svona sem dæmi...
IG (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.