20.4.2007 | 11:30
Söfnun Framtíðarlandsins: og hvað svo?
Söfnun Framtíðarlandsins fór í gang með miklum hvelli, sjónvarpsauglýsingum, Vigdísi forseta, Sigurbirni biskup og fleira góðu fólki. Henni lauk daginn fyrir kosninguna í Hafnarfirði og höfðu þá aðeins safnast liðlega 8.000 undirskriftir. Líklega er kostnaðurinn meira en 1.000 kr við að afla hverrar undirskriftar. En hvað nú?
Ekkert hefur heyrst um það hvað aðstandendur Framtíðarlandsins hyggjast nú fyrir, hvað ætla þeir sér að gera með undirskriftirnar? Þær eru ekki lengur aðgengilegar á vefnum. Á að afhenda þær einhvers staðar og gera eitthvað með þetta eða er bara allt búið? Er eitthvað útspil í uppsiglingu eða var þetta bara flopp sem var látið fjara út? Spyr sá sem ekki veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað svo? Það verður ekkert hvað svo? Er bara þannig!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2007 kl. 13:17
Ekki gleyma að Stúdentaráð HÍ gerði undanþágu frá eigin reglum og dúndraði áskorun um að skrifa undir á alla nemendur við skólann, sem eru jú æði mörg þúsund.
En annars er þessi undirskriftafjöldi góður árangur fyrir samtök sem héldu tímamótafund í febrúar, hálfu ári eftir stofnun, um hvort þau ættu að bjóða fram eða vera áfram "grasrót", þar sem 7% atkvæðisbærra félagsmanna nenntu að mæta, innan við 200 manns. Ath., við erum ekki að tala um félagatal rótgróins stjórnmálaflokks, þar sem stór kjarni skráðra hefur verið það um áratugaskeið. 93% þeirra sem skráðu sig í Framtíðarlandið milli júní 2006 og febrúar 2007 nenntu ekki að mæta á fund þar sem tekin skyldi ákvörðun um framtíðartilvist samtakanna.
Addi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:32
Er ekki bara málið að það var orðið of neyðarlegt að hafa þetta á vefnum lengur. Betra að loka málinu og reyna að gleyma þessu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 20.4.2007 kl. 15:41
http://framtidarlandid.is/af-adalfundi-2
Hlynur Þór Magnússon, 20.4.2007 kl. 15:56
Hér einn af þessum 8000 sem skráðu sig:
Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 22:15
Sæll Pétur
Undirskriftasöfnunin fór fram á sama tíma og frumsýning Draumlandsins í Hafnarfirði.
Tveir bændur við Þjórsá sendu bréf til allra Hafnfirðinga.
Persónuvernd hóf rannsókn á okkur starfsmönnum Alcans og Sól í Efstaleiti var á fullu o.fl o.fl kannski allt saman ein tilviljun?
Kveðja
Andrés Ingi
Andrés Ingi Vigfússon (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.