hux

Leggja Hafnfirðingar út 1,5 milljarða vegna niðurstöðunnar?

Fróður maður fullyrti við mig í gær að sá kostnaður sem falla mun á Hafnarfjarðarbæ í framhaldi af niðurstöðum íbúakosningarinnar um álverið verði ekki undir einum og hálfum milljarði króna. Þar er um tvo liði að ræða. Ég skil þetta svona:

Annars vegar er bærinn búinn að selja Alcan lóðina þar sem Reykjanesbrautin liggur nú um. Vegna úrslita kosninganna er talið hæpið að vegagerðin vilji kosta flutning Reykjanesbrautarinnar þar sem engin nauðsyn beri til þess. Á hinn bóginn sé Alcan nú orðinn eigandi vegarins og hafi samið við bæinn um að losna við hann. Bærinn muni því verða fyrir um 600 milljóna kostnaði sem hann þurfi að bera vegna nýrrar Reykjanesbrautar. 

Hins vegar bauð Alcan korteri fyrir kosningu að kosta lagningu raflína í jörðu að stækkuðu álveri og auðvelda þannig ráðgerða skipulagningu að nýjum hverfum þarna í hrauninu. Nú mun það ekki gerast og bærinn sjálfur þarf því að bera þennan kostnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Þetta gerist þegar mál eru ekki nóg ígrunduð, ég fer ekki ofan af því að þetta var samfylkingin í hnotskurn, þessi flokkur er greinilega óhæfur til að taka afstöðu til stórra mála. Svo vill hann komast í ríkisstjórn, ég spyr verðum við þá að kjósa 10-12 sinnum á ári um eitthver álitamál með tilheyrandi kostnaði fyrir skattborgara vegna þess að stjórnmála menn vilja ekki taka ákvarðanir eða afstöðu? Tilhvers að hafa þá þing eða stjórn almennt?

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 20.4.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband