hux

JFM og Þorgerður saman á balli í Köben?

Lárus Vilhjálmsson, sem skipar 3ja sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Kraganum átti stærstu fréttina í leiðtogaþætti kjördæmisins á Stöð 2 í kvöld. Hvað var Lárus þriðji að gera í leiðtogaþætti? Egill Helgason spurði einmitt að því og ekki stóð á svarinu:

Lárus sagði að oddviti íslandshreyfingarinnar í kjördæminu, Jakob Frímann Magnússon, væri í Kaupmannahöfn að spila með Stuðmönnum á árlegum Kaupmannahafnartónleikum Stuðmanna og Sálarinnar. Lárus lét ekki þar við sitja heldur lét fylgja sögunni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í sama kjördæmi, væri líka á þessu balli. Hvort það er satt veit ég ekki en hitt veit ég að í hennar stað var Bjarni Benediktsson mættur í leiðtogaþáttinn en hann skipar einmitt 2. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

"Æ, æ, æ ljótur blönder" tuldraði ég og gretti mig þegar Lárus sagði frá þessu í þættinum. Ég var á staðnum og horfði á þetta gerast.

Sá stax fyrir mér menntamálaráðherra og Stuðmanninn fljúgandi í gróðurhúsalofttegundamengandi álflugvél með hinu þotuliðinu á vit gleðinnar í Köben þar sem stiginn var hrunadans við magnaða tónlist sem göldruð var fram úr rafhljóðfærum sem fengu orku sína úr sænsku kjarnorkuveri...

Umhverfisvænir Íslandsvinir á erlendri grundu sem máttu ekki vera að því að mæta eigin þjóð og kjósendum í sjónvarpsútsendingu vegna aðkallandi verkefna í dýrlegum fagnaði íslensku útrásarelítunnar sem lifir lífi sem almúginn á landinu bláa fær einungis heyrt og séð afspurnar á síðum Séð&Heyrt.

Þetta er Ísland í dag.

Magnús Þór Hafsteinsson, 19.4.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Talandi um flugvélar og 'blöndera' Magnús, hvar geymirðu 'spitfæerinn'?

Egill Óskarsson, 19.4.2007 kl. 00:59

3 identicon

það fyndna við þessa tónleika/ball er að fyrir það fyrsta það kostaði fúlgur fjár að fara og í öðru lagi þetta var á virku kvöldi. og samt sögðu menn að þetta væri fyrir okkur sme búum hér í kóngsins köben. en ef grant er skoðað kemur í ljós að þetta var sett upp svo að þotuliðið á klakanum hefði eitthvað að gera. ég persónulega hefði haft áhuga að fara með spúsu minni en við þurftum bæði að vakna snemma næsta dag þannig að við sátum heima

doddi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Lalli var langflottastur þarna í gær og auðvitað átti hann að segja frá þessu - Það þarf nú að dansa aðeins þó að það séu að koma kosningar - kannski ættu fleiri að huga að því að dansa aðeins þessa dagana þeir verða þá kannski aðeins léttari, skemmtilegri og jákvæðari á eftir.

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband