hux

Kenning dagsins

Guðmundur Magnússon er farinn að skrifa vikulegar kjallaragreinar í DV frá og með deginum í dag. Hann byrjar af krafti og varpar fram bombukenningu um málefni sem hér hefur verið til umfjöllunar

Kunnugt er að sá frægi klækjarefur, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur dregið Ómar okkar inn í reykfyllt bakherbergi og hvíslað ýmsu að honum. Einhverjir héldu að hann væri að biðja um að fá að vera á lista. Það var ekki. Hann er snjallari en svo. Hann ætlar auðvitað að verða forsætisráðherraefni flokksins í staðinn fyrir hinn reynslulausa Ómar ef svo færi nú að Íslandshreyfingin næði í höfn og hefði mannafla sem Samfylkinguna og Vinstri græna vantaði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Til eru jafnvel þeir sem trúa því að um þetta sé handsalað samkomulag. [...] Þeir sem lásu hina löngu grein Jóns Baldvins í Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn tóku eftir því að í lokin nefndi hann einmitt þann möguleika á stjórnarmyndun í vor, að Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar yrði í oddaaðstöðu svipað og Samtök frjálslyndra og vinstri manna  í byrjun áttunda áratugarins. Þá var framsóknarmaður valinn í stól forsætisráðherra í staðinn fyrir sigurvegara kosninganna, Hannibal Valdimarsson. Skiljanlega vill sonurinn ekki að slík mistök endurtaki sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Gleðilegt sumar, Steini minn.

Pétur Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband