18.4.2007 | 22:18
Kenning dagsins
Guðmundur Magnússon er farinn að skrifa vikulegar kjallaragreinar í DV frá og með deginum í dag. Hann byrjar af krafti og varpar fram bombukenningu um málefni sem hér hefur verið til umfjöllunar:
Kunnugt er að sá frægi klækjarefur, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur dregið Ómar okkar inn í reykfyllt bakherbergi og hvíslað ýmsu að honum. Einhverjir héldu að hann væri að biðja um að fá að vera á lista. Það var ekki. Hann er snjallari en svo. Hann ætlar auðvitað að verða forsætisráðherraefni flokksins í staðinn fyrir hinn reynslulausa Ómar ef svo færi nú að Íslandshreyfingin næði í höfn og hefði mannafla sem Samfylkinguna og Vinstri græna vantaði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Til eru jafnvel þeir sem trúa því að um þetta sé handsalað samkomulag. [...] Þeir sem lásu hina löngu grein Jóns Baldvins í Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn tóku eftir því að í lokin nefndi hann einmitt þann möguleika á stjórnarmyndun í vor, að Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar yrði í oddaaðstöðu svipað og Samtök frjálslyndra og vinstri manna í byrjun áttunda áratugarins. Þá var framsóknarmaður valinn í stól forsætisráðherra í staðinn fyrir sigurvegara kosninganna, Hannibal Valdimarsson. Skiljanlega vill sonurinn ekki að slík mistök endurtaki sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar, Steini minn.
Pétur Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.