hux

HS samþykkir orkusölusamning til Norðuráls: Gunnar Svavarsson sat hjá

Báðir fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja sátu hjá þegar stjórnin samþykkti í dag orkusölusamning við Norðurál.  Samfylkingin á tvo fulltrúa í stjórninni, annar þeirra er Gunnar Svavarsson, oddviti S-listans í Suðvesturkjördæmi, hinn er Björn Herbert Guðbjörnsson í Reykjanesbæ. Samningurinn var staðfestur með fimm atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna.

Samkvæmt samningnum skuldbindur Hitaveita Suðurnesja sig til að afhenda næga orku til að knýja 1. og 2. áfanga álvers í Helguvík. Mér tókst því miður ekki að verða mér úti um upplýsingar um orkuverðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Þeir eru yndislegir alveg þessir Samfylkingarmenn Kannski er þeim vorkunn þar sem formaður þeirra hefur lýst því yfir að ef hún kemst til valda þá skipti engu hvað sé búið að samþykkja hún muni stoppa það af hvort eð er

Guðmundur H. Bragason, 18.4.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Hvað er þetta eiginlega með Samfylkinguna þarna í Kraganum? Ekki þorðu þau að hafa opinbera afstöðu til Álversins í Straumsvík fyrir kosningarnar. Síðan þegar Gunnar Svavarsson var ítrekað spurður í kosningaþætti Stöðvar 2 nú í kvöld hvernig hann hefði greitt atkvæði um daginn þá fór hann undan í vandræðalegum flæmingi og vildi ekki svara! Alveg ótrúlegt að horfa upp á. Bjarni Benediktsson var hneykslaður á þessu og ég er alveg sammála.

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2007 kl. 21:54

3 identicon

Hafa það sem sannara skal. Samfylkingingarfulltrúarnir tveir lögðu fram frestunartillöguna á fundinum sem íhaldsmennirnir fjórir felldu. Ástæðan frestunarinnar var margþætt m.a. mikil óvissa um orkuöflun og arðsemi verkefnisins. Einnig sú stóra staðreynd að 15% af hlutafé ríkisins er á markaði og er beðið eftir tilboðum einkaaðila. Fulltrúi Árna Matt, fulltrúi ríkisins, sjálfstæðismaður úr Hafnarfirði, lét ekki sjá sig á fundinum enda ljóst að Árni veit ekki hvað hann vill í þessum málum m.t.t. yfirlýsinga um orkuna úr Þjórsá. Gunnar sem og aðrir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði tjáðu sig um deiliskipulagsverkefnið í Hafnarfirði á grundvelli íbúalýðræðis, það er eitthvað sem Magnús Þór Hafsteinsson og Bjarni Benediktsson eiga erfitt með að skilja, þeir munu hugsanlega gera það síðar á öldinni. Stjórnlyndið mun víkja fyrir samráðshugsun og aukinni þátttököku og upplýsingu til íbúa.

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband