17.4.2007 | 20:36
Þingmaður í þoku
Rétt í þessu var Birkir Jón Jónsson að lýsa því yfir í umræðuþætti í Sjónvarpinu að það væri skýr stefna Framsóknarflokksins að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni ætti að vera á sínum stað um alla framtíð. Hvað meinar Birkir? Hvílík reginfirra.
Getur verið að Birkir viti ekki að að í baráttunni vegna sveitarstjórnarkosninganna barðist Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fyrir því að flugvöllurinn yrði fluttur til, úr Vatnsmýrinni? Fulltrúar flokksins voru meðal 14 borgarfulltrúa af 15 sem greiddu atkvæði með undirbúningi að flutningi flugvallarins á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn í borginni á nú aðild að meirihlutasamstarfi sem hefur að markmiði að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni til þess að greiða fyrir nauðsynlegri þróun höfuðborgarsvæðisins og arðbærri nýtingu verðmætasta byggingarlands borgarinnar.
Í ályktunum flokksþingsins, sem haldið var í mars, er ekki orð um Reykjavíkurflugvöll eða að hann eigi að vera á sínum stað. Þetta á Birkir Jón Jónsson að vita. Ennfremur má upplýsa hann um, ef hann hefur ekki getað lesið Fréttablaðið um helgina, að það er komið fram að þjóðhagsleg hagkvæmni þess að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði er 38 milljarðar króna og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að flytja hann á Löngusker er 33 milljarðar króna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kostar það ekki feikna umhverfisspjöll að fara að færa flugvöllinn.?
Er það ekki það sem allt snýst um núna ég hélt það.
Ragnar Gunnlaugsson, 17.4.2007 kl. 21:29
Sæll Pétur.
Fyrir Reykvíkinga er vafalaust mjög skynsamlegt, um þessar mundir, að nýta Vatnsmýrina sem byggingarland.
Fyrir landsbyggðina (fjarlægari byggðarlög) er Reykjavíkurflugvöllur sennilega langbesta staðsetningin í Vatnsmýrinni, að öðrum stöðum ólöstuðum, með tilliti til höfuððborgarheitisins, staðsetningar stjórnsýslustofnananna, sjúkrahúsa, TR ofl. í dag, hvað sem síðar verður.
Hver segir, t.d., með einhverjum bitastæðum rökum (meira að segja þrátt fyrir að Alfreð eigi að stýra uppbyggingunni), að LSH sé best staðsett í þeim umferðarþrengingum, þröngum og erfiðum aðkeyrslum og mjög svo takmörkuðum bílastæðamöguleikum á þeim stað, sem því er hugsað við Hringbraut, í stað auðveldari aðgangengis, t.d. við Vífilstaði?
Þær stofnanir, allar saman, sem í dag eru í eða nálægt miðborg Reykjavíkur, má auðveldega flytja á næstu 30-50 árum til miðsvæða nágrennasveitarfélaganna, og skaffa Reykjavík með því ennþá meira byggingarland, ef æskilegt þykir.
Reykjavík er höfuðborg Íslands. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Höfuðborg ber að hafa sem bestar samgöngur, þar með talið flugsamgöngur, eins nálægt sínu stjórsýsluumhverfi og mögulegt er. Það er m.a. fórnarkostnaðurinn af því að vera höfuðborg. Hagnaðurinn fyrir Reykjavík og Reykvíkinga af staðsetningu, tekjum og rekstri stjórnsýslustofnanna og starfsemi þeirra í "höfuðborginni" kemur þar á móri.
En kannski, þarf Reykjavíkurborg ekkert sérstaklega að vera höfuðborg Íslands.
Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Hafnarfjörður, Vogar og Reykjanesbær geta auðveldlega tekið það hlutverk að sér í sameiningu eftir sameiningu. Kannski vilja þau sveitarfélög það meira að segja inna fárra ára, hver veit?
Reykjavík er í dag með ca. 115.000 íbúa. Ég spái því að framangreind nágranna sveitarfélög verði innan 20 ára, samtals, til muna fjölmennari en Reykjavík.
Stjórnsýslustofnanir landsins verða þá smám saman fluttar til þess nýja höfuðborgar miðsvæðis og flugvöllur fyrir það svæði, og nýja höfuðborg Íslands, er nú þegar til í Keflavík. Það er nú bara ca. 30-40 km vegalengd frá Reykjanesbæ til Kópavogs. Engum ofbýður það með góðum samgöngum.
Hugsanlegt er, að flugtæknilegir möguleikar leiði í ljós, eftir nákvæmar rannsóknir á næstu árum, að flugvöllur á Hólmsheiði sé ekki frágangssök. Við vitum það ekki ennþá, en það væri þá væntanlega bara gott mál. Ég efast hins vegar um að sú verði raunin, og þá á ég bæði við staðsetninguna og veðurfarið þar.
Löngusker verða aldrei, segi og skrifa aldrei, möguleg ásættanlega af hálfu flugrekstraraðila og þar með talið viðskipptavinanna, vegna sjávarseltu og kostnaðar. Spurðu bara sérfræðinga í því. Þá muntu m.a. komast að því að rekstur flugvéla á Keflavíkurflugvelli kostar flugrekendur morðfjár vegna "seltu tæringar" á flugvélum, og sá kostnaður fer beint inní farseðlaverð, þrátt fyrir miklu meiri fjarlægð frá sjó en Löngusker.
Vilji Reykjavík og Reykvíkingar vera áfram í forsvari, sem höfuðborg Íslands, þá verða Reykvíkingar og forráðamenn þess sveitarfélags að skilja það, að menn éta ekki bæði mjölkurkúna og nýta hana til frambúðar.
Birkir Jón Jónsson á heiður skilinn fyrir hreinskilni sína. Hann hefur mjög líklega lyft kjörfylgi Framsóknar í Norðvestur kjördæmi í gamalkunnar hæðir. Sama má segja um þá landsbyggðarþingmenn, sem láta ekki Reykjavíkurvaldið troða sér um tær í þessum efnum, þrátt fyrir fyrirgang nokkurra skammsýnna Reykjavíkurþingmanna, sem ég í fávisku minni hélt nú að tilheyrðu flestir, glamúrkenndum Samfylkingarlista höfuðborgarsvæðisins.
Bestu kveðjur.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:01
Þetta er lélegasta vísa sem ég hef séð hjá þér Steini, þú getur betur en þetta. Ég get ekki séð það vera stórmál að flugvöllurinn fari á Löngusker, bara ekki til Keflavíkur. En eins og segir í fyrstu athugasemd hér þá er þetta kannski bara spurning um umhverfisspjöll.
Ragnar Bjarnason, 17.4.2007 kl. 22:24
Guðmundur, Ragnar segir réttilega að stóra málið er að tryggja að flugvöllurinn fari ekki til Keflavíkur, þjóðhagslegur ábati af Lönguskerjum er 33 milljarðar, og með því móti verður aðgengi landsbyggðarinnar engu síðra en í dag. Þetta er í raun fyrst og fremst skipulagsmál í þessu sveitarfélagi hér og Reykjavík hefur ekki samkvæmt neinum lögum afsalað sér rétti til þess að stýra eigin skipulagsmálum og mun ekki gera það. Skýrslan, sem verður kynnt í fyrramálið, gefur Lönguskerjum hæstu einkunn í öllum þeim 10 liðum sem metnir eru og það eru engar ástæður til að ætla að hún sé verri kostur flugtæknilega, þvert á móti og veðurskilyrði eru talin algjörlega sambærileg við Vatnsmýri. 38 milljarða þjóðhagslegur ávinningur af Hólmsheiði hvílir m.a. að því er mér skilst á ákveðnum forsendum um verðmæti lands þar sem á eftir að gagnrýna, Löngusker eru fyllilega inni í myndinni en meginmálið er að völlurinn verði ekki færður til Keflavíkur. Besta umhverfisverkefni í borginni er að þétta byggðina með því að taka framtíðaruppbyggingu inn á Vatnsmýrarsvæðið og helst flugvöll á Löngusker.
Pétur Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 23:13
Ég votta þér samúð mína elsku nafni minn. Það er áfall að komast að því að þessi blessaði þingmaður ykkar veit yfirleitt aldrei neitt. Hann er eins mikill utangáttamaður og hægt er að vera. Hann veit ekki einu sinni hvað hans eigin flokkur er að reyna að rembast við að halda fram og líka standa við. Ja, svei!
Ættum við Raggi minn, Þingeyingar og Borgfirðingar að taka okkur saman og fara þess á leit við Pétur vin okkar að hann úthýsi svona þrugli sem ekki nær uppí það einu sinni að vera leiburður. Eins og nafngiftin gefur till kynna þá lekur eitthvað í burði leirsins.... menn skynjuðu að leirhnoðarinn hefði einhverja bragheyrn. En þegar brageyrað vantar á manninn eins og Briemaran þá er það verra en leir. Það meiðir. Og meiðsl viljum vér ekki hér því þetta er allt til gamans gert!!!
Pétur Tyrfingsson, 17.4.2007 kl. 23:38
.... gleymdi pólitíska málinu. Við eigum eftir að fá betri upplýsingar. Að óathuguðu máli þá líst mér betur á Löngusker einfaldlega vegna þess að ég veit að bestu veðurksilyrði (sem eru kunn) á svæðinu liggja í Vatnsmýrinu. Ég á erfitt með að trúa að veðurfarið sé á annan veg kippkorn frá. Svo þá er það úti. En, en, en.... Við þurfum auðvitað að skoða hvern fjárann þessi uppfylling í Skerjafirðinum muni þýða fyrir lífríkið, sjávarföll og allt það. Svo rólegir núna. Það er engin hætta á því held ég að innanlandsflugvöllur fari til Keflavíkur. Þetta er ekki bara hagsmunamál utanbæjarmanna, - Reykvíkingar gera uppreisn ef þeir geta ekki hoppað milli Akureyrar og Reykjavíkur eins og verið hefur án þess að gera það að utanlandsferðaveseni! Mér finnst algerlega fráleitt að reyna að halda því fram að það sé aðeins hagsmunamál sveitamanna að flugvöllurinn sé innan borgarlandsins eða í allra næsta nágrenni.
Pétur Tyrfingsson, 17.4.2007 kl. 23:51
Að sjálfsögðu þarf flugvöllurinn að fara úr Vatnsmýri sem fyrst, hann rekur fleyg í borgarskipulagið sem er þess valdandi að byggð er óþétt og sér í lagi, það má ekki byggja hátt, t.d. hátt hátæknisjúkrahús, og þannig nýta landið betur.
En ég skil ekki af hverju sumum er illa við að flugið fari til Keflavíkur, já og Landhelgisgæslan líka. Þar er öll aðstaða við hendina og langhagkvæmast að reka fullkomna flugþjónustu. Með góðum samgöngubótum er það ekkert lengra frá byggð en t.d. Hólmsheiði. Löngusker er skemmtilegur en dýr draumur.
Það er ekki bara það hvað kostar að byggja flugvöll heldur líka að reka þá svo vel eigi að vera. Ég fullyrða það, að Keflavíkurflugvöllur nánast borgar undir aðra flugvelli á landinu. Nú ef það þarf varaflugvöll á SV-horni, þá ættu menn að athuga þá möguleika að nýta Kaldaðarnes eða aðra staði, en ekki Vatnsmýrina.
Sumir spá því að innanlandsflug leggist af verði flugið flutt til KEF. Ef svo er þá er varla mikill grundvöllur fyrir slíka starfsemi. Hvað halda menn t.d. að Akureyrarflugið lifi lengi, t.d. norðurleiðin myndi styttast allverulega. Fólk meira að segja keyrir í dag norður frekar en að fljúga. Flýgur einhver til Sauðárkróks eins og gert var fyrir ca. 20-30 árum? Eða á Rif og Hellisand? Þingmenn og aðrir ættu að líta á heildarmyndina vegna framtíðarinnar, en ekki þetta atkvæðasnap dagsins í dag. Svo þegar menn tala um að flutningur innanlandsflugs er atlaga að landsbyggðinni, þá gleyma þeir því alltaf að einungis lítill hluti landsbyggðar notar flugvöllinn. Og staðsetning við sjúkrahús eru ekki góð rök, í bráðatilvikum eru notaðar þyrlur. Eða hvernig nýtist flugvöllur í Vatnsmýri Vestlendingum og Sunnlendingum vegna nálægðar við sjúkrahús. Í öllum þeim tilvikum er keyrt með sjúklinga, þyrlur yrðu notaðar í bráðatilvikum.
Með kveðju, Gísli
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 11:07
Ég nenni ekki og má heldur ekki vera að því að leita að gersamlega öndverðum niðurstöðum sem fram hafa komið varðandi Löngusker. Ef ég man rétt, og ég er vanur að muna rétt, þá hafa komið fram allt aðrar forsendur og allt aðrar niðurstöður í því máli.
Leyfði mér að skrifa nokkrar línur almenns eðlis um þetta mál á bloggið mitt, hvað svo sem mönnum kann að finnast um þau skrif. Eflaust verða þau að teljast miklu frekar tilfinningaleg en fræðileg.
Hlynur Þór Magnússon, 18.4.2007 kl. 12:48
Sammála. Ég sé einfaldlega ekki hvað er að því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og kannski Pétur útskýri nákvæmlega afhverju hann er svo á móti því? Best væri að selja svo landið í Vatnsmýrinni og nota ágóðann til að byggja háhraðalest á milli Keflavíkur og samgöngumiðstöðvar í Reykjavík. Hver ferðatíminn væri veit ég ekki gjörla en vonandi í mesta lagi 15-20 mín.
kv. Björn
Björn (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:46
Var hann virkilega í þoku?
Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2007 kl. 15:43
Þessi umræða um m.a. ný flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið stendur á brauðfótum. Formaður flugvallanefndarinnar, Helgi Hallgrímsson, hefur upplýst að veðurathuganir á Hólmsheiði eru nýhafnar en ekki hafnar á Lönguskerjum.
Þeir sem hafa stundað skíðalöndin austur af þekkja verðravítin strax handan við Rauðavatn, svo vísað sé í áþreyfanleg "vísindi", og þeir sem horfa daglega á Löngusker, eins og ég geri hér af 9. hæð í Þverbrekkunni, sjá hafrótið þar.
Keflavíkurflugvöllur er málið. Alvarlegt sjúkraflug er stundað með þyrlum og þarf ekki meira en þá bletti sem eru til eða bæta má við á sjoppuverði.
Herbert Guðmundsson, 18.4.2007 kl. 17:48
Vil minna á að flugvöllur fyrir innanlandsflug er ekki einkamál Reykvíkinga, ef hann yrði fluttur til Keflavíkur myndi stór hluti flugfarþega hætta að fljúga innanlands vegna fjarlægðar frá miðbæ Reykjavíkur. En það má líkja flytja hann og flytja þá stjórnsýsluna með
Bjarnveig Ingvadóttir, 18.4.2007 kl. 18:40
Hlynur, þetta er nú ekki sanngjarnt.
1. Samgöngumiðstöð: Staðsetning hennar hlýtur að vera háð framtíðarstaðsetningu flugvallarins, þegar sveitarfélagið er að vinna þá vinnu á ríkisvaldið ekkert með að vera að stíga einhver skref sem miða við að festa núverandi skipulag í sessi. 14 borgarfulltrúar af 15 hafa samþykkt að vinna að flutningi. Tók stórt upp í mig en sneiðin var ætluð ráðherranum sem er með sýndarútspil sem engin eftirspurn er eftir hér en ekki öðru.
2. Skýrslan sem kom út í dag sýnir að þótt Hólmsheiðin skili mestum þjóðhagslegum ávinningi eða 38 milljörðum er Löngusker mjög hagkvæmur kostur og þjóðhagslegur ávinningur áætlaður 33 milljarðar. Um leið fær Lönguskersleiðin í skýrslunni uppreisn æru eftir spunavæl andstæðinga í síðustu kosningabaráttu, hún fær - ein kosta - hæstu einkunn í öllum þáttum sem kannaðir eru, Hólmsheiði fær aðeins hæstu einkunn í tveimur þáttum af 10.
Meginmálið í mínum huga er: 1. Losa Vatnsmýrarlandið. 2. Flugvöllurinn fari ekki til Keflavíkur, einmitt vegna þess að ég vil að Reykjavík þjóni landsbyggðinni. Löngusker nái þessu markmiði best og mér finnst það þess virði að afsala sér muninum á 38 milljörðum og 33 milljörðum og velja þá leið. Það væri því best fyrir landsbyggðarfólk að fylkja liði um Lönguskersleiðina í stað þess að reyna að standa í vegi fyrir því að borgin nái að þróast með hagkvæmum og nauðsynlegum hætti.
Það er ósanngjarnt að saka mig um að horfa þetta eingöngu frá sjónarhóli Reykvíkinga, þá væri ég ekki í framsókn, ég hef stutt uppbyggingu vega og innviða samfélags t.d. á Vestfjörðum og lagst m.a. gegn vitleysu eins og vegi um Arnarvatnsheiði vegna þess að ég vil að hér sé ein þjóð í landinu og sameiginlegir hagsmunir séu í fyrirrúmi. En ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að Reykvíkingar neiti sér um að skipuleggja landnotkun í sínu sveitarfélagi og haldi áfram þeirri sóun á landgæðum sem fólgin er í því að flugvöllurinn sé áfram á þessum stað, allra síst nú þegar það stefnir í að annar raunhæfur kostur sé í boði, sem sagt Löngusker.
Pétur Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 22:37
Viðurkenni ósanngirni í þinn garð í téðri klausu. Tók stórt upp í mig - rétt eins og þú segir um sjálfan þig hérna rétt fyrir ofan ...
Hlynur Þór Magnússon, 18.4.2007 kl. 22:54
Flugvöllur á Lönguskerjum er ábyggilega í fínu lagi, en ég efast stórlega um að raunhæft sé að hafa hann á Hólmsheiði vegna veðurskilyrða
Bjarnveig Ingvadóttir, 19.4.2007 kl. 10:41
Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmisins gerir hana ekki að stefnu Framsóknarflokksins á landsvísu, það er reginmisskilningur í röksemdafærslu þinni, Pétur. Það að einn borgarfulltrúi Framsóknarmanna í Reykjavík hafi skoðun, gerir það ekki að yfirlýstri stefnu flokksins.
Einar Ben
Einar Ben (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.