hux

Samgöngumiðstöðina til Stykkishólms

Sturla Böðvarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra, er þessa stundina í fréttum Stöðvar 2 að tjá sig um samgöngumál í Reykjavík. Það mál sem Sturla ber helst fyrir brjósti fyrir hönd okkar Reykvíkinga er bygging samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni en það er plott sem hefur það að markmiði að reyna að tryggja flugvöllinn um aldur of ævi í hjarta borgarinnar og koma í veg fyrir þróun höfuðborgarsvæðisins og nauðsynlega nýtingu verðmætasta byggingarlands borgarinnar.

Ég veit ekki um nokkurn borgarbúa sem hefur áhuga á þessari samgöngumiðstöð hans Sturlu, held að það sé býsna almenn skoðun Reykvíkinga að brýnustu samgöngumál borgarinnar séu Sundabraut, flugvöllinn burt, Öskjuhlíðargöng og mislæg gatnamót.

Mín vegna er Sturlu velkomið að byggja þessa samgöngumiðstöð heima í Stykkishólmi, við hliðina á nýja Pósthúsinu, eða þá við munna Héðinsfjarðarganga, ég er alveg klár á því að hann er amk ekki að hjálpa flokksbræðrum sínum hér í borginni með þessu. Kannski gengur það í einhverja kjósendur hans úti í kjördæminu að halda áfram fjandskapnum við Reykvíkinga með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég var á Landsfundi með Sturlu.  Hann var spurður á föstudeginum, hvorrt ekki væri rétt, að nefndin sem hann og Vilhjálmur skipuðu, hefði komist að þeirri niðurstöðu, að versti kosturinn væri óbreyttur Rvíkurflugvöllur og næstversti kosturinn væri minnkaður flugvöllur í Vatnsmýrinni.

Hann svaraði því til, að nefndin hefði ekki enn lokið störfum og fór svo að fabúlera um veðurfarsathuganir, sem er ekkert annað en fyrirsláttur, þar sem Svifflugfélagið hefur verið þarna uppfrá eða ögn ofar en vellinum er ætlaður staður.

Á mánudeginum, var hann samt að kynna Flugstoðum niðurstöðu nefndarinnar!!!!!!!!!!! 

ÞEtta þýðir einfaldlega, að enn lýgur Sturla eða að nefndin hafi brett allsvakalega upp ermarnar og lokið vinnu sinni yfir helgina.

Hann sagði einnig ósatt, þegar í undirbúningi var, að lagfæra flugvöllinn sem var í Vatnsmýrinni.

Þá sagði hann nauðsynlegt, að byggja ( leggja) nýjan völ.  Hraðbrautaverkfræðingar höfðu samt sagt honum og öðrum í Samgönguráðuneytinu, að nægjanlegt væri, að leggja yfir brautirnar um 35 til 45 Cm lag af styrktu malbiki (trefjastyrktu) og væri kostnaðurinn á bilinu 300 til 450 milljónir króna.

Hann hlustaði ekkert á þetta, heldur setti 4.5 milljarða í nýlagningu brauta.

Svona menn þarf að losna við úr ráðherraliði okkar Sjálfstæðismanna og það hratt og örugglega.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.4.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þið megið alveg fara að átta ykkur á að það er landsbyggðin sem á þennan flugvöll en ekki reykvíkingar. Ef að flugvöllurinn á að fara eitthvað þá fer hátæknisjúkrahúsið með. Pétur það er löngu kominn tími á að endurnýja þessa kofa sem boðið er upp á sem flugstöð, og ef að þú hefur einhverntíman komið út á völl þá veistu það. Bjarni Kjartansson varst það ekki þú sem komst í pontu á sunnudagsmorguninn og mæltist til að landsfundarfulltrúar samþykktu þá tillögu sem var borin upp um samgöngur í lofti. Það er ekki stórkallalegt af þér að koma svo hér og kalla ráðherrann lygara. Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.4.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Blessaður Ingólfur taktu þessa eign þína sem fyrst og farðu eitthvert með hana. Hún var sett hér niður af setuliði breta og er kýli í borginni, þú mátt eiga völlinn ef þú vilt Ingólfur en lóðaleigunni er hér með sagt upp.

Pétur Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 15:05

4 identicon

Og endilega takið súpersjúkrahúsið í leiðinni úr Þingholtunum! Tek heilshugar undir orð þeirra sem hafa bent á hvílík reginfirra það er að hafa samgöngumiðstöð lengst í útjaðri borgarinnar - tala nú ekki um á meðan umferðin á Miklubrautinni silast áfram.  Hittumst á heiðinni og höfðanum. Oddný.

Oddný Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:25

5 Smámynd: Baldur Már Bragason

Sæll Pétur.  Takk fyrir þetta, ég er fullkomlega sammála þér.  Við höfum ekkert við þessa samgöngumiðstöð að gera og mér sýnist hún þjóna þeim tilgangi einum að festa flugvöllinn í Vatnsmýri.  Sem er reyndar mjög einkennilegt þar sem að það myndi fást mun meira fé fyrir landið sem hann er á núna en það kostar að byggja upp nýjan á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.

Baldur Már Bragason, 17.4.2007 kl. 15:30

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Pétur ríkið á landið en ekki Reykjavíkurborg þannig að það er erfitt hjá þér að segja upp leigunni

Ingólfur H Þorleifsson, 17.4.2007 kl. 21:19

7 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Forsenda eignarnáms er ríkir almannahagsmunir, þeir eru augljóslega til staðar, ég hef engar áhyggjur af því að dómstólar staðfesti ekki eignarnámsheimild ef út í það fer, Ingólfur, og skipulagsákvarðanir í sveitarfélaginu hafa verið teknar. Ég held að þeir sem vilja að pólitísk sátt ríki um ýmsar  framkvæmdir á landsbyggðinni ættu ekki að vinna gegn því að íbúar Reykjavíkur geti ráðið eigin skipulagsmálum og tekið hagkvæmar ákvarðanir um innri málefni sín, svo lengi sem flugvöllurinn er ekki færður til Keflavíkur, það eru hagsmunur landsbyggðarinnar að koma í veg fyirr það og þar ættu menn að draga línuna af því að það er von til þess að um það náist sátt.

Pétur Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 22:46

8 identicon

Ingólfur minn.  Þú hefur kanski ekki alveg áttað þig á því hversu lítill hluti landsmanna býr á þeim hluta "landsbyggðarinnar" sem notar flugvöllinn.  Það virðist ekki vera lengur rekstrargrundvöllur fyrir neinu flugi.  Mikið af því orðið niðurgreitt.  Það ætti hins vegar að vera hægur vandi að staðsetja nýja sjúkrahúsið nálægt nýja flugvellinum, hvar sem hann verður svo byggður.  Að vísu held ég að það sé miklu mikilvægara fyrir landsbyggðina að fá þyrluþjónustu staðsetta við helstu spítala og að byggja þá betur upp en að einbeita sér að "hátækni" sjúkrahúsi.

Guðmundur R. 

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband