hux

Garðar Thor á Upton Park

Það er athyglisvert að fylgjast með tilraunum Einars Bárðarsonar til að markaðssetja Garðar Thor Cortes, tenórsöngvara í Bretlandi. Hann hefur nú náð þeim merka árangri að Garðar fær að koma fram á Upton Park, heimavelli West Ham United og syngja þar tvö lög áður en leikur West Ham og Chelsea hefst annað kvöld.

Frá þessu er m.a. sagt í blaðinu Daily Star og frá því greint að Garðar sé landi Eggerts Magnússonar stjórnarformanns og mikill knattspyrnuáhugamaður, búsettur í Bretlandi. Hann mun syngja einkennislag Hamranna, I'm forever blowing bubbles, og svo Nessun Dorma úr Turandot eftir Puccini fyrir áhangendur, Eggert, Björgólf og aðra viðstadda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband