16.4.2007 | 19:45
Ræðan sem ekki aldrei var flutt
Benedikt Sigurðarson, sem tapaði baráttu um 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, fyrir Kristjáni Möller birtir á bloggi sínu ræðu sem hann flutti ekki á landsfundi Samfylkingarinnar og er það athyglisverð lesning, í senn uppgjör og manifesto. Áreiðanlega hefði landsfundurinn ekki orðið verri ef Benedikt hefði flutt þess bráðskemmtilegu ræðu. En það gerði hann ekki og því verða menn að lesa hana á loggi hens. Birti hér tvo kafla. Fyrst þennan:
Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með. Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég því hann hafði áður hjálpað mér til að skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú. [...] Nú veit ég auðvitað að þetta eru ekki stórmannlegar tilfinningar sem ég hér tjái því að í stórum jafnarmannflokki flokki allrar félagshyggju á Íslandi þarf að vera til pláss fyrir óþolandi fólk - meira að segja algerlega óþolandi fólk því eins og Guðmundur góði skildi á Skagafirði um árið að einhvers staðar verða vondir að vera þannig að nú hætti ég að blessa. (Svo þarf ég í rólegheitum að koma mér í karakter til að bakka upp ríkisstjórn þar sem Steingrímur Jóhann fær hlutverk og þá má ég auðvitað ekki sleppa mér alveg .)
Svo þennan:
Á þessum landsfundi Samfylkingarinnar les ég klofin viðhorf ég sé að nokkrar klíkurnar lifa góðu lífi ég sé að hér er ennþá fólk sem er í óða önn við að skilgreina sig til aðgreiningar frá öðrum menn beita hugtökum til að aðgreina sig frá hver öðrum tala um góða jafnaðarmenn tala um Natósinna tala um feminista og systur í kvennabaráttunni tala um umhverfis-sinna um öfgamenn tala um stóriðjusinna. Hér eru ennþá menn sem telja að það sé brýnt fyrir kosningarnar 2007 að berja í gegn ályktanir - með eða á móti NATÓ hér eru embættismenn flokksins eða eyða púðri í slíka vitleysu. [...] Hér eru einnig menn sem telja það meginmál flokksins að unnt sé að lýsa einhverjum sérstökum stuðning við álver á einhverri H-vík - til að fæla ekki frá kjósendur án þess að nenna að hafa fyrir því að útskýra stefnu flokksins í heildrænu samhengi Hér eru menn uppteknir af því að gamlir formenn eða fyrrverandi ráðherrar hafi eitthvað sérstakt til mála að leggja.
Afgangurinn er hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536615
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.