hux

Ræðan sem ekki aldrei var flutt

Benedikt Sigurðarson, sem tapaði baráttu um 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, fyrir Kristjáni Möller birtir á bloggi sínu ræðu sem hann flutti ekki á landsfundi Samfylkingarinnar og er það athyglisverð lesning, í senn uppgjör og manifesto. Áreiðanlega hefði landsfundurinn ekki orðið verri ef Benedikt hefði flutt þess bráðskemmtilegu ræðu. En það gerði hann ekki og því verða menn að lesa hana á  loggi hens. Birti hér tvo kafla. Fyrst þennan:

Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs  - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með.   Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég – því hann hafði áður hjálpað mér til að  skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga – enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú.  [...] Nú veit ég auðvitað að þetta eru ekki stórmannlegar tilfinningar sem ég hér tjái – því að í stórum jafnarmannflokki – flokki allrar félagshyggju á Íslandi þarf að vera til pláss fyrir óþolandi fólk – - meira að segja algerlega óþolandi fólk – því eins og Guðmundur góði skildi  á Skagafirði um árið – að “einhvers staðar verða vondir að vera” – þannig að nú hætti ég að blessa.   (Svo þarf ég í rólegheitum að koma mér  í karakter til að bakka upp ríkisstjórn þar sem Steingrímur Jóhann fær hlutverk – og þá má ég auðvitað ekki sleppa mér alveg…….) 

Svo þennan:

 Á þessum landsfundi Samfylkingarinnar les ég klofin viðhorf – ég  sé að nokkrar klíkurnar lifa góðu lífi – ég sé að hér er ennþá fólk sem er í óða önn við að skilgreina sig til aðgreiningar frá öðrum – menn beita hugtökum til að aðgreina sig frá hver öðrum – tala um góða jafnaðarmenn – tala um Natósinna – tala um feminista og systur í kvennabaráttunni – tala um umhverfis-sinna – um öfgamenn – tala um stóriðjusinna.   Hér eru ennþá menn sem telja að það sé brýnt fyrir kosningarnar 2007 að berja í gegn ályktanir  - með eða  á móti NATÓ – hér eru embættismenn flokksins eða eyða púðri í slíka vitleysu.  [...] Hér eru einnig menn sem telja það meginmál flokksins að unnt sé að lýsa einhverjum sérstökum stuðning við álver á einhverri H-vík -  til að fæla ekki frá kjósendur – án þess að nenna að hafa fyrir því að útskýra stefnu flokksins í heildrænu samhengi Hér eru menn uppteknir af því að gamlir formenn eða fyrrverandi ráðherrar hafi eitthvað sérstakt til mála að leggja.

Afgangurinn er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband