15.4.2007 | 21:31
Einir á báti - sjálfstæðismenn vilja enn slást um forsetaembættið
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi sínum að fella skuli málskotsrétt forseta Íslands úr gildi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ekki hef ég séð fréttir af umræðum við afgreiðslu þessa á fundinum. Þetta er að finna í ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál og birti ég málsgreinina í heild:
Stjórnarskrá lýðveldisins er kjölfesta stjórnskipunar landsins. Í ársbyrjun 2005 var skipuð nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Hún skilaði áfangaskýrslu í febrúar sl., en hefur ekki enn lokið störfum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að I. og II. kafli stjórnarskrárinnar verði færðir til nútímalegra horfs. Þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta lýðveldisins og myndun, eðli og valdheimildir ríkisstjórnar. Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi. Ennfremur að allar breytingar á stjórnarskrá Íslands séu teknar af auknum meirihluta þeirra sem ákvörðunina taka. Jafnframt verði hugað að almennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál og að breytingar á stjórnarskránni verði bornar undir atkvæði þjóðarinnar. Þá væri eðlilegt að endurskoða ákvæði V. kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.
Ákvæðið um málskotsréttinn sker í augu, hér er sjálfstæðisflokkurinn einn á ferð í íslenskum stjórnmálum, álíka einangraður að þessu leyti og frjálslyndir í málefnum útlendinga, satt að segja. Því vekur það athygli að flokkurinn telji skynsamlegt að spila þessu út í aðdraganda kosninga og bjóða upp á umræður og átök um forsetaembættið í kosningabaráttunni.
Ég spái því að þessu komi flokkurinn alls ekki inn í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, hvort sem þar verða með honum Samfylking, VG eða Framsóknarflokkur. En með þessu dregur vissulega úr þeim vonum sem menn geta bundið við að samstaða náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, amk ef Sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2007 kl. 09:52 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er spurning hvort þessi ályktun hefði komið fram ef Pétur Kr. Hafstein væri forseti en ekki Ólafur Ragnar Grímsson. Mottóið hjá Sjöllum gæti verið: "don't get mad, get even"
Guðmundur Örn Jónsson, 15.4.2007 kl. 22:08
Þetta verður að teljast nokkuð sérstakt já nema menn vilji endilega taka einhvern slag um þetta mál því maður hefði einmitt haldið að það gæti vakið svolitlar umræður og jafnvel sett menn í bakkgírinn.
Ragnar Bjarnason, 15.4.2007 kl. 23:01
FORSETI ÍSLANDS er eini fulltrúi þjóðarinnar sem kosinn er beint af henni og ef forsetinn kýs svo getur hann neitað að samþykkja lagafrumvörp og borið einstök mál undir þjóðina, því frá henni fær hann vald sitt, eins og þingmenn allir. Framkvæmdavaldið, þar á meðal ráðherrar, sækir hins vegar vald sitt til þingsins, þannig að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sækir ekki vald sitt beint til þjóðarinnar, heldur Framsóknarflokksins, því hann var ekki kosinn á þing.
Forseti Íslands heyrir þannig ekki undir framkvæmdavaldið, til dæmis einstök ráðuneyti, og þarf því ekki að bera athafnir sínar í embætti undir ráðherra, til að mynda stjórnarsetu á Indlandi. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt en ekki öfugt. Hann er kosinn beint af þjóðinni og er síður en svo valdalaus.
Enginn ráðherra getur sett forsetann af og það getur einungis þjóðin sjálf gert í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þingið hefur krafist hennar með þremur fjórðu hluta atkvæða, nú 48 atkvæðum. Og ef skerða ætti völd þjóðarinnar á einhvern hátt ætti að sjálfsögðu að bera það undir þjóðina sjálfa, því þingið sækir vald sitt til hennar. Og það er heppilegt fyrir þjóðina að hafa forseta sem hún hefur sjálf kosið beint og getur hvenær sem er lagt mál í dóm þjóðarinnar. Það væri mun þyngra í vöfum ef einungis meirihluti, jafnvel aukinn meirihluti, þingsins gæti skotið málum til þjóðarinnar. Það er því engin þörf á að breyta stjórnarskránni í þessum efnum.
Til dæmis hefði verið mun auðveldara fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta, að setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslu en Alþingi árið 1993 en hún kaus að gera það ekki. Þegar þingið leggur ekki einu sinni svo stór mál í dóm þjóðarinnar hvað fær hún þá að kjósa um?! Þar að auki þyrfti að öllum líkindum tvo þriðju hluta atkvæða þingmanna til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef forsetinn fengi ekki að gera slíkt, og hann væri skyldugur til að skrifa undir öll lagafrumvörp.
Það hefur ekkert upp á sig, nema gríðarleg fjárútlát fyrir þjóðina, að skipa hér stjórnarskrárnefndir og aðrar nefndir, því þær skila engum árangri. Það er eitt heljarinnar kaffibandalag með heilu fjöllunum af tartalettum og tíðum klósettferðum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:34
Sæll Pétur.
Það er mjög gild ástæða fyrir því að þú hafir ekki séð neinar fréttir af umræðum um þetta tiltekna mál - það voru engar umræður. Þessu var skotið inn í ályktunina í starfshópnum sem tók hana fyrir og síðan var ályktunin lögð fyrir landsfundinn. Enginn landsfundarmaður ræddi málskotsréttinn sérstaklega þegar ályktunin var til umræðu.
Ég fylgdist með landsfundinum fyrir Útvarpið á laugardaginn, þess vegna veit ég þetta :)
Hallgrímur Indriðason, 16.4.2007 kl. 09:39
Bestu þakkir fyrir þetta, Hallgrímur.
Pétur Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 09:50
Efast um að þjóðin vilji leggja niður málskotsréttinn. Það vantar lög um hverning hann skal notaður. Þörf er á meira en einföldum meirihluta (50%). Varla minna enn 75% verði að samþykkja með þjóðaratkvæði. Fjölmiðlar eru orðnir mjög sterkir og ekki lausir við að vera óvægnir í áróðri. Málefnaleg umræða mundi að líkindum verða möguleg ef ekki yrði einfaldur meirihluti.
Skynsamlegt af Vigdísi að setja ekki ESB í þjóðaratkvæði við umræddar aðstæður.
Það sama er tæpast hægt að segja um núverandi forseta. A.m.k. "dálítill pólitískur reykur" af ákvörðun hans.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 16:40
Það er tómt rugl að láta puntudúkku sem kosin er sem, slík en ekki sem pólitískur valdhafi hafa, málskotsrétt.
grímnir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.