hux

Fjórtán fróðleiksmolar

Á vef Sjálfstæðisflokksins má sjá hverjir náðu kjöri til miðstjórnar flokksins á landsfundinum í gær. Kjartan Gunnarsson varð efstur og hlaut glæsilega kosningu, 70,6% atkvæða. Aðrir sem náðu kjöri voru þessir:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 66,2 % -Unnur Brá Konráðsdóttir 66,2 %- Áslaug María Friðriksdóttir 62,9 % - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 60,6 %- Elínbjörg Magnúsdóttir 54,5 % - Þórunn Jóna Hauksdóttir 54,5 % - Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 53,1 % - Erla Ósk Ásgeirsdóttir 48,8 % - Helga Þorbergsdóttir 47,2 % -   Örvar M. Marteinsson 46,4 %

Góð útkoma kvenna vekur athygli, þær eru átta af ellefu, sem ná kjöri, og í hópi karlanna þriggja sem komast inn eru tvær landsþekktar kanónur, Vilhjálmur borgarstjóri, auk Kjartans. Á vefnum er hins vegar ekki lengur að finna nöfn allra sem buðu sig fram og af því að það kom ekki fram hverjur náðu ekki kjöri lagðist ég í smá rannsókn og hér er niðurstaðan: nöfn þeirra fjórtán sem ekki náðu kjöri í stafrófsröð, þetta eru 10 karlar og fjórar konur:

Birgitta Jónsdóttir Klasen - Carl Jóhann Gränz - Edda Borg Ólafsdóttir -Gísli Freyr Valdórsson - Gísli Rúnar Gíslason - Grímur Gíslason -  Gunnar Hrafn Jónsson - Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir  - Magni Kristjánsson - Skapti Örn Ólafsson - Steinn Kárason - Teitur Björn Einarsson - Valgerður Sigurðardóttir - Þrymur Guðberg Sveinsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Sonur Einars Odds er þarna úti. Og tveir ofurbloggarar.

Steindór Grétar Jónsson, 15.4.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og ég fæ ekki betur séð en að tveir þeirra séu virkir á Moggablogginu, Gísli Freyr og Þrymur.

Berglind Steinsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Um að gera að pæla í þessu. Enda skiptir það engu máli. Ef ég man rétt var verið að kjósa um þriðjung miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Veit einhver til þess að miðstjórnin hafi einhver raunveruleg völd og áhrif? Mér þætti gaman að sjá í andlitið á þeim sem getur staðfest það.

Herbert Guðmundsson, 16.4.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband