14.4.2007 | 20:25
Er þetta stefnan í málefnum Palestínu?
Ég fæ ekki almennilega botn í þetta ákvæði í ályktunum sjálfstæðismanna um að hafna "hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök" nema ég líti svo á að þetta sé það sem flokkurinn vill segja um málefni Palestínu. Hvar annars staðar í heiminum getur þetta átt við?
Að sjálfstæðismenn séu þarna að taka undir með Bandaríkjastjórn. Það sé útilokað að styðja sjálfstætt ríki Palestínumanna af því að allir skipulagðir pólitískir hópar í því landi sem njóta einhvers almenns stuðnings eru samkvæmt skilgreiningu Bush-stjórnarinnar hryðjuverkasamtök. Eða hvað?
Á síðasta þingi var samþykkt þingsályktunartillaga Jóns Kristjánssonar um að Íslendingar kosti sjúkrastöð í Palestínu. Ætli það framlag geti fallið undir "hvers kyns stuðning, að mati sjálfstæðismanna? Spyr sá sem ekki veit. Og hvaða þýðingu hefur þetta yfirleitt í íslenskum stjórnmálum nema sem yfirlýsing um takmörkun á þeirri mannúðaraðstoð sem flokkurinn vill að íslensk stjórnvöld veiti á alþjóðavettvangi?
Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki að villast, Pétur? Sjúkrastöð, er það "ríkisstjórn sem hryðjuverkahópar eiga aðild að eða sem fjármagnar hryðjuverkasamtök" ? Nei! Hitt er rétt hjá þér, að þessi samþykkt hlýtur að fela í sér, að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki styðja núverandi ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðis Palestínu (vegna aðildar Hamas að þeirri stjórn) né Írans (vegna stuðnings Íransstjórnar við Hizbolla). Ertu ekki sammála þeim skilningi?
Jón Valur Jensson, 14.4.2007 kl. 20:33
Þegar að íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi sínum við innrásina í Írak var einn af helstu punktunum sá að Ísland myndi styðja við uppbyggingu í landinu.
Núna er það óumdeilt að sumir þeirra sem aðild eiga að núverandi ríkisstjórn Íraks eru hryðjuverkemann skv. flestum skilgreiningum. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að skrúfa fyrir þann stuðning?
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 20:44
Pétur, orð þín minna á orðhengilshátt, eins og athugasemd Jóns Vals gefur í skyn. Fleiri ríki hafa ályktað í svipaða veru, ekki einungis Bandaríkjastjórn. Vangaveltur þínar hér eru vindhögg en næsta víst að sumir munu taka undir pilluna enda mörgum tamt að setja samasem merki á milli utanríkisstefnu Íslands og Bandaríkjanna. Yirlýsing ef þessu tagi er nú ekki erfið til skilnings og kemur ekki í veg fyrir mannúðarstarf sem ætlað er til hjálpar fólki - ekki yfirvöldum.
Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 20:59
Já, þið segir það. Þórir Hrafn, mér finnst þetta athyglisverður punktur hjá þér og vissulega eru hryðjuverkamenn aðilar að núverandi ríkisstjórn íraks, þannig að það er allt í einu spurninghvort sjálfstæðismenn ætli í raun að heykjast á þátttöku í uppbyggingarstarfi þar.
Jón Valur: Ég tel að sjúkrastöð og rekstur hennar hljóti að falla undir stuðning við stjórnvöld enda uppfyllir slíkur rekstur skyldur sem ella væru á hendi stjórnvalda. En varðandi hryðjuverkamennina minni ég á að ef þessi skilgreining hefði verið notuð yfir Ben Gurion, Abba Eban og Moshe Dyan hefði Ísraelsríki sennilega aldrei orðið til. Ólafur: ESB hefur stutt stjórnvöld í Palestínu með beinum fjárframlögum og skorið þau úr snöru vegna aðstoðu sem afstaða Bandaríkjanna kom þeim í. Flest Evrópuríki sem ég veit um vilja styðja við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Palestínu án þess að láta þá merkimiða sem Bandaríkjamenn útdeila standa þar í vegi. Og Jón Valur, jú ég er sammála þér um þann skilning að skv þessu vilji Sjálfstæðisflokurinn ekki styðja ríkisstjórn Palestínumanna og sennilega heldur ekki Íransstjórn, en hvað segir þú um Íraksstjórn? Heldur þú að hún falli undir þetta, eins og Þórir Hrafn bendir á?
Pétur Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 21:29
En Jón Valur: Hefur það einhvers staðar komið til tals að íslensk stjórnvöld veiti Íransstjórn einhvern sérstakan stuðning ?? Ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tímann komið til tals að íslendingar veittu Ahmedinedjad og félögum einhvern sérstakan stuðning? Er einhver að tala fyrir því?
Pétur Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 21:36
SJALLAR ÁLYKTA HÉR GEGN BANDARÍKJUNUM, því þau hafa fjármagnað hryðjuverkasamtök um allan heim áratugum saman. Stofnun Ísraelsríkis innan um óvinveitt Arabaríki var mistök frá upphafi og byggðist á því að Nasistar fengu leyfi heimsins til að strádrepa Gyðinga á fjórða og fimmta áratugnum. Palestína var því sárabætur heimsins til Gyðinga, svipað því að við Klakverjar myndum flytja aftur til Noregs, setjast að í Ósló og reisa heljarinnar víggirðingu allt um kring til að verjast hatursfullum Norðmönnum. Og nú vilja Gyðingar frekar búa í Þýskalandi en Ísrael.
Ísraelsk vinkona mín, Yehudit, sem býr í Borg Davíðs í Jerúsalem: "My brother Barak (a great warrior from the Bible) is going to be 19 in a few days. He finished high school and went to study in a "yeshiva", a place that teaches Judaism, anything that has to do with our religion, the Bible, different comantaries, Jewish law, faith, anything... When he decides that he is strong enough religiously he will go to the army."
Ísraelsríki var stofnað 15. maí 1948 og Arabar réðust strax á það. Þeir klikkuðu á að samþykkja árið áður tillögu Íslendinga í Stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í ríki Araba og Gyðinga. Framsögumaður nefndarinnar, Thor Thors, sagði meðal annars á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 26. nóvember 1947: "Hver sem ákvörðun þessa þings verður í dag skulum við vona að Sameinuðu þjóðunum megi takast að finna viðunandi, varanlega og heppilega lausn á þessu vandamáli, sem nú er eitt af þeim allra erfiðustu sem Sameinuðu þjóðirnar eiga við að stríða."
Steini Briem (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:29
1. Rekstur sjúkrastöðva er ekki alltaf á hendi stjórnvalda. Mannúðarstörf eru stundum forsenda uppbyggingar í sumum löndum, hvort heldur er horft til heilbrigðiskerfis, menntakerfis eða annars sem við á vesturlöndum teljum sjálfsagt að sé undir forsjá hins opinbera.
2. ESB verður að bera ábyrgð á eigin verkum en getur ekki falið sig á bakvið "snörulíkingar". Fleiri lönd en sem eru innan ESB hafa ályktað í svipaða veru.
3. Umræðan víða hefur verið í þá veru að erfitt eða ótækt sé að styðja stjórn Hamas - enda hafa verið settar kröfur um að Hamas legðu til hliðar fyrirætlanir um gereyðingu Ísraels. Forseti Palestínumanna hefur og tekið undir svipuð viðhorf.
4. Stuðningur Breta og annarra við t.d. stjórnmálaarm aðskilnaðarsinna á N-Írlandi hafa menn alla jafna ekki lagt að jöfnu við stuðning við hryðjuverkastarfsemi. Dæmin eru eins og gefur að skilja fleiri.
5. Stundum (og jafnvel all oft) er veruleikinn flóknari en svo að góður vilji eða almennar yfirlysingar ná að fanga kringumstæður. Eftir situr því hver gildin eiga að vera sem leiða eiga viljann til góðra verka.
6. Ef hægt er ad komu góðu til leiðar, verður stundum að leggja til hliðar minni hagsmuni fyrir meiri. Slíkt á við um Írak eins og víða annars staðar.
7. Tilvísan í "hetjur" Ísraelsmanna, sem á fyrri árum voru hluti "hryðjuverkasamtaka", sem sumir vilja á viðeigandi stundu kalla "frelsisbaráttusamtök", má allt eins líkja við fjölmarga aðra baráttu eða tilurð annarra ríkja. Vissi reyndar ekki að Ben Gurion hefði verið hluti vopnaðrar baráttu Síonista en fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Menachim Begin, var í forystu Irgun, vopnaðrar baráttu fyrir stofnun Ísraelsríkis. Hann hlaut reyndar friðarverðlaun Nóbels ...
Hér geta menn lengi rætt fram og aftur ágæti þeirra gilda sem leiða okkur í samstarf við aðrar þjóðir, sérstaklega ef um er að ræða aðstoð sem við teljum okkur geta veitt öðrum. Ályktun Sjálfstæðisflokksins er ágæt sem slík en stundum verða menn að taka mið af aðstæðum og jafnvel viðurkenna að ekki er allt með svo öllu vont að ekki boði nokkuð gott.
Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 22:43
Pétur! Fara rétt með - fara rétt með. Þú lætur þetta líta út eins og Jón Kristjánsson hafi einn komið því í gegn að íslendingar kosti sjúkrastöð í Palestínu. Þetta er nú ekki svo einfalt. Hér var á ferðinni þingsályktunartillaga sem var í þinginu í annað eða þriðja sinn og hljómaði svo: "Alþingi ályktar að fjármálaráðherra beiti sér fyrir því að fé verði veitt til kaupa og reksturs á færanlegri sjúkrastöð í Palestínu".
Jón var hvergi einn á málinu þó hann hafi verið flutningsmaður. Þarna voru þingmenn allra flokka NEMA Sjálfstæðisflokksins sem vildi hvergi koma nærri málinu.
Samþykkt var svo í lok þings nú um daginn að þetta mál skyldi afgreitt úr nefnd og því vísað til ríkisstjórnarinnar sem nú á fáa daga eftir ólifaða ef Guð og kjósendur lofa.
Forsaga þessa máls er að við þingmennirnir sem vorum á bak við þetta mál fórum saman til Ísrael og Palestínu til að kynna okkur málin þar (Sjálfstæðisþingmenn voru ekki með). Þá fæddist hugmyndin að þessu þingmáli enda mikil þörf fyrir svona stöð þar. Jón Kristjánsson var ekki með í ferðinni og hann var heldur ekki á málinu í upphafi heldur Jónína Bjartmarz. Hún fór svo af málinu þegar hún varð ráðherra en Jón kom í staðinn þar sem hann var orðinn óbreyttur þingmaður.
En bottom line er að Framsóknarflokkurinn getur ekki eignað sér þetta mál og á ekki að gera það heldur. Það er í raun of gott til að við förum að blanda því inn í pólitískt metorðakarp í kosningabaráttu.
Lifi frjáls Palestína!
Magnús Þór Hafsteinsson, 14.4.2007 kl. 23:22
Góð athugasemd Ólafur, margt vel sagt og réttilega, og ég hefði betur nefnt Begin fremur en Ben Gurion. En Hamas hlaut stuðning í almennum kosningum nýlega, það er vissulega vandi að líta fram hjá því ekki síst vegna þess að kosningarnar fóru fram að kröfu USA, ef ég man rétt. Auðvitað verða þeir að leggja til hliðar kröfu um gjöreyðingu Ísraels. Voru ekki einmitt Paisley og Adams að axla sameiginlega ábyrgð á dögunum? Eftir situr spurningin: hver eru gildin, eins og þú segir, og ég sé ekki hvaða gildi sem mér eða íslendingum almennt gætu verið kær ráða gjörðum, hasmunamati og afstöðu bandaríkjastjórnar í málefnum ísraels og palestínu eða mið-austurlanda almennt.
Pétur Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 23:22
Það var ekki ætlunin, Magnús, I stand corrected, glugga nú oft í þingtíðindin á vefnum en mundi bara að Jón var flutningsmaður að þessu máli og held ég muni líka að hann hafi verið með eitthvað svona í vinnslu í sinni ráðherratíð, en þegar þú nefnir það man ég eftir þessari ferð ykkar til Palestínu, fjarveru sjálfstæðismanna og viðtölum við ykkur heim komin. Og ekki líta svo á minn kæri að það sem ég segi hér feli í sér að framsóknarflokkurinn sé að tala, það er nú ofsagt, ha... en svo mun ég að sjálfsögðu ætlast til fyllstu sanngirni af þinni hálfu á móti í öllum umræðum um ríkisstjórnina og dragðu nú ekki undan staðreyndir þegar þú fjallar um hennar ágætu verk...
Pétur Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 23:31
Óháð því, hvort ríkisstjórn Íslands hafi verið beðin um stuðning við einhverjar hryðjuverkastyðjandi ríkisstjórnir eða stjórnvöld sem beinlínis eru að umtalsverðum hluta samansett af hryðjuverkaöflum, þá er meginregla landsfundarins ágæt, að við eigum að hafna "hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir sem hryðjuverkahópar eiga aðild að eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök".
Þér að segja ertu á mjög slæmri braut hérna, Pétur. Samkvæmt innleggi þínu kl. 21:29 ættu Versturlandamenn eða a.m.k. ríkisstjórnir þeirra að hafna öllu hjálparstarfi við bágstadda, þ.m.t. sjúkraaðstoð, í löndum þar sem hryðjuverkatengdar ríkisstjórnir eru við völd og jafnvel líka þar sem grimmar einræðisstjórnir sitja að ríkjum. Þannig hafa mannúðarhreyfingar aldrei starfað, að neita því að veita þjáðum lið, þótt stjórnvöld í landi hinna þjáðu séu hin mestu ofbeldisöfl.
Þú drepur þessu ekkert á dreif með því að tala um Ísrael fyrir nær 60 árum né "Íraksstjórn". Ég veit ekki til þess að nein hryðjuverkahreyfing eigi formlega aðild að þeirri stjórn, né að sú stjórn standi fyrir beinum hryðjuverkum, alla vega hefur engum hér þókknazt að koma með skýra og ótvíræða heimild fyrir því. En þakka þér fyrir að taka undir "þann skilning að skv. þessu vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki styðja ríkisstjórn Palestínumanna og sennilega heldur ekki Íransstjórn." Aðstæður geta svo auðvitað breytzt um Palestínu, ef Hamas missir völdin.
Já, klaufi varstu að bera hryðjuverk upp á hinn lýðræðislega Ben-Gurion, vin Ólafs Thors. En hvaða hryðjuverk viltu eigna séntilmenninu Abba Eban og herforingjanum Moshe Dayan? Þarf ekki að fara að fletta upp í sögubókunum?
Eitt að lokum: Þú segir: "ESB hefur stutt stjórnvöld í Palestínu með beinum fjárframlögum og skorið þau úr snöru vegna aðstöðu sem afstaða Bandaríkjanna kom þeim í. Flest Evrópuríki sem ég veit um vilja styðja við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Palestínu án þess að láta þá merkimiða sem Bandaríkjamenn útdeila standa þar í vegi." -- Þetta lítur út eins og ESB styðji Hamas-stjórnina, en því er þveröfugt farið! Þeir vilja það einmitt ekki! Að vísu er að koma upp möguleikinn á því, ef al-Fatah tekur fullan þátt í stjórninni, en Hamas eitt sér, nei takk! hafa þeir sagt í Brüssel. Ef þú ert með glýju yfir ESB, þarftu ekki að fara að kynna þér það betur? -- Með góðum óskum til þín og öllum til handa í Miðausturlöndum,
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 00:06
Þessi ályktun er einfaldlega common sence. Ekkert lýðræðisríki á að styðja við bakið á samtökum sem stefnir að því að koma lýðræði og lýðræðisríkjum í kné.
Pétur Gunnarsson hlýtur að vita að aðrar ríkisstjórnir en Hamas-Fatah skæruliðahópurinn í Palestínu hafa andlýðræðisleg málefni á stefnuskrá sinni. Hlustaðu bara á fréttirnar Pétur minn.
Færanleg sjúkrastöð Framsóknarfrjálslyndra er hið besta mál, en benda verður þeim sem hafa komið með þá tillögu á, að sjúkrabílar og bílar S.Þ. eru hærra á óskalista Hamas. Þeir nota slík ökutæki til að koma sjálfsmorðingjum á áfangastað svo þeir geti sprengt sig og aðra í tætlur. Þar kemur færanleg sjúkrastöð að litlu gagni, þó svo að hún sé frá Íslandi, sem leikur lykilhlutverk á meðal þjóðanna.
Mikið er nú hallærið á Íslandi ef farið verður að rugla um þetta mál fram að komandi kosningum. Er enginn áhugi á þeim sem geta ekki fengið vinnu á Fróni. Hvernig ætli þeim líði og er færanleg sjúkrastöð til fyrir þá? Hvað með öryrkjana og gamla fólkið? Hvað með færanlega sjúkrastöð fyrir útlendingana á Íslandi ef frjálslyndir færu nú að vinna í kosningunni? Það er víst víðar þörf á aðhlynningu en hjá þjóðinni sem varð til vegna þess að Ísraelsríki varð til.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2007 kl. 00:07
Þessi ályktun útilokar stuðning við helstu hryðjuverkaríki heims, BNA og Ísrael. BNA er eina ríki heims sem hefur af tveimur alþjóðlegum óháðum dómstólum verið dæmt hryðjuverkaríki.
Jens Guð, 15.4.2007 kl. 01:06
Hvaða dómstólum, og hver er lagaleg og stjórnarfarsleg staða þeirra dómstóla? Svar óskast ásamt nánari upplýsingum (tilefni eða sakarefni, dagsetningu, heimildum).
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 03:16
Nöturleg eru viðhorfin sem koma fram hjá Jens Guð. Í orðræðu um ágæti ályktunar um gildin sem mættu leiða utanríkisstefnu okkar skal þröngvað upp á lesendur hér fordómum um Bandaríkin og Ísrael. Eitt er að vera ósammála og jafnvel dæma hart en síbyljan um hryðjuverk þessara ríkja gerir að engu raunsanna frásögn af verkum þeirra og hlutverki í nútíð og þátíð. Hve mörg ríku, svo dæmi sé tekið, horfa framan í nágranna sem hafa á stefnuskrá sinni að gereyða löndum sínum og þjóðríki? Engir, nema vera skyldu Tíbetbúar að hluta. Bandaríkin eru, þrátt fyrir frumhlaup og hörmungar í Írak, sá aðili sem umheimurinn kallar eftir ef illa gengur. Á þeim bænum hafa margir óskað annars hlutverks en aðrir tekið því jafnvel fagnandi. Meira að segja hafa þeir þurft að stilla til friðar í bakgarði Evrópu og fórnað til þess lífi og limum hermanna sinna á meðan Evrópuríki stóðu máttvana hjá.
Ólafur Als, 15.4.2007 kl. 04:26
Í þessu efni má ekki gleyma því að grimmustu og hrottafengnustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda eru á nokkurs vafa ísraelski herinn. Hann hefur fellt þrisvar til fjórum sinnum fleira fólk frá því seinni Indifata uppreisn Palestínumanna hófst heldur en öll samtök Palestínumanna til samans. Ísraelar hafa drepið saklausa Palestínumenn í þúsundatali þar af mörg hundruð börn. Þeir hafa síðan reynt að koma einhverri sök á flestra þessara manna og nauðga orðinu sjálfsvörn með því að kalla fjöldamorð sín því nafni. Ísrael ber með réttu nafngiftina hryðjuverkaríkið Ísrael.
Við megum heldur ekki gleyma því að Ísraelar hafa hernumið Palestínu og haldið þeim hernumdum í marga áratugi. Allan þann tíma hafa þeir komið fram við þá af mikilli grimmd og hrottaskap. Þeir hafa drepið þá í þúsundatali, örkumlað þá í tugþúsndatali, eyðilagt heimili þeirra í þúsundatali og eru smám saman að stela landi þeirra. Barátta Palestínumanna er því frelsisbarátta. Þeir eru að berjast fyrir frelsi sínu og tilveru. Þeir mættu reyndar beina árásum sínum meira á hernaðarleg skotmörk en þeir gera en hins vegar hefur frelsisbarátta alltaf að hluta til beinst gegn borgaralegum skotmörkum. Það átti líka við um baráttu gegn hernámi Nasista í seinni heimstyrjöldinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson kemur hér fram með lygaáróður Ísraela um að sjúkrabílar í Palestínu séu notaðir til að ferja sjálfsmorðsárásarmenn. Þetta hefur Ísraelum aldrei tekist að sanna enda fátt, sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í þessum ásökunum. Þetta er meðal annars leið Ísraela til að gera lítið úr þeim hjálparsamtökum, sem aðstoða Palestínumenn. Það er gert til að reyna að draga úr trúverðugleika þeirra vegna réttmætrar gagnrýni og í sumum tilfellum fordæminga á framferði Ísraela, sem kemur frá þessum samtökum.
Ólafur Als talar um að Ísraelar horfi framan í óvinaríki, sem vilji gjöreyða ríki þeirra. Í því efni þurfum við að hafa í huga að þetta er ríki, sem var stofnað með því að stela landi frá arabaríkjum og er þetta því aðeins vilji til að endurheimta land sitt.
Ísraelar eru hernámsríki á þessu svæði og það mjög grimmt hernámsríki. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við horfum á ástandið þarna. Ef við tökum dæmi frá Evrópu í síðari heimstyrjöldinni þá eru Ísraelar Þjóðverjar Miðausturlanda.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 08:47
Jón Valur, þetta var út af því að BNA lögðu tundurdufl úti við hafnir Nicaragua á sínum tíma. Þú verður sjálfur að leita uppi á netinu eða annarsstaðar heimildir um það. Ég nenni því ekki. Þetta var það fyrirferðamikið í fréttum og fréttaskýringum að það er áreiðanlega auðvelt. Skrýtið annars að einhver skuli hafa gleymt því máli.
Jens Guð, 15.4.2007 kl. 10:39
Gleymi aldrei þegar átök voru mikil milli Palestínu og Ísrael. Þá sagði Utanríkisráðherra okkar þá, Halldór Ásgrímsson. ,,Ég fórdæmi hegðun Palestínu, og eg harma hegðun Ísraels". Er ekki alveg með þetta orðrétt fann það ekki. En þetta sýnir hvernig stjórnarflokkarnir eru hliðhollið Ísrael í deillu þessara þjóða. Hann vildi ekki fordæma Ísraels
E.Ólafsson, 15.4.2007 kl. 13:43
En ég sé að amk Vilhjálmur og sennilega Jón Valur líka túlka þessa ályktun sem eindreginn stuðning við Ísrael og að fullri ábyrgð sé varpað á Palestínu, það var einmitt það sem ég hélt og það sem varð til þess að ég setti þessa færslu inn.
En af því að ég var hér að nefna gengnar ísraelskar hetjur vil ég árétta að þar var einungis Abba Eban ofaukið, það sem ég sagði um þá sem "hryðjuverkamenn" virðist standa hvað varðar Ben Gurion, Moshe Dayan, að ógleymdum Menachem Begin.
Um Ben Gurion:1937, Ben-Gurion persuaded the Zionist Congress to accept the principle. In 1939 Britain changed its attitudes toward the Middle East, and adopted a strong pro-Palestinian line. Ben-Gurion called for the Jewish community to resist Britain and advocated "the fighting Zionist.
Um Moshe Dayan: Born of Russian parents in Israel's first kibbutz, he became a guerrilla fighter against Arab raiders during the period of the British mandate. Although jailed briefly by the British for his involvement with the Hagana organization, he lost an eye fighting alongside British forces in Syria during World War II (1939 – 45)
Um Begin: He moved to Palestine in 1940 and became the commander of the Irgun, a guerilla force responsible for terrorist acts against Arab and British military and civilian posts.
Að lokum, til Eiríks hér að ofan: Þú ert að rugla saman Halldóri og Bush, held ég Eiríkur, það er rangt að stjórnarflokkarnir báðir séu hliðhollir Ísrael umfram Palestínu, ég man t.d. eftir Halldóri og Arafat í faðmlögum í þætti hjá Jóni Ársæli.
Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 14:39
Þetta er lélegt hjá þér, Pétur, um Ben-Gurion sem "hryðjuverkamann". Í Wikipedia-greininni um hann segir t.d.: "he refused to be involved in terrorism of any kind, and insisted that violence only be used against military targets. Ben-Gurion initially agreed to Begin's plan to carry out the King David Hotel bombing, with the intent of humiliating (rather than killing) the British military stationed there. However, when the risks of mass killing became apparent, Ben-Gurion told Begin to call the operation off; Begin refused." -- Moshe Dayan var þarna (skv. frásögninni) í varnarliði gegn árásarmönnum (raiders) Araba. -- Hlut Begins að ljótu hryðjuverki neita ég ekki. Þessi upptalning sýnir þó, hve innistæðulaus þessi máttarstólpi pistils þín var, þ.e. sérstaklega þessi áburður á Ben-Gurion og sennilega Dayan líka. Vandaðu þig, maður!
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:13
Svo er rangt hjá þér, að ég myndi "túlka þessa ályktun [landsfundar Sjálfstæðisflokksins] sem eindreginn stuðning við Ísrael" -- það er einfaldlega ekkert minnzt á Ísrael þarna. Þetta er hins vegar ályktun gegn því að styðja nokkra stuðningsstjórnir hryðjuverka.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:16
"Ég nenni því ekki," svarar Jens mér! Hvílík heimildavinna! Og hve mörg eiga fórnarlömbin að hafa verið? Og sannanirnar, maður, komdu með þær.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:19
Sigurður M. Grétarsson segir Ísrael "ríki, sem var stofnað með því að stela landi frá arabaríkjum." Frá hvaða Arabaríkjum, Sigurður?
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:21
Ben Gurion hafnaði síðar hryðjuverkum en á tímabili hvatti hann til vopnaðrar baráttu.
"Guerilla fighter against arab raiders" kann að vera að þetta hafi eingöngu verið varnarsveitir, Jón Valur en það er nú ekki hin venjulega þýðing á guerilla, Jón Valur.
Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 15:23
Reyndu að hafa eitthvað skýrara í höndunum, Pétur. Skæruliði er hvort sem er ekki sjálfkrafa = hryðjuverkamaður, heldur fer það eftir því, hvernig hann hagar sér og gegn hverjum (t.d.: her eða saklausum borgurum?) hann beitir sér, eða hvað kallarðu skæruliðaandstöðu Norðmanna gegn Þjóðverjum? Varla hryðjuverk? -- Ertu ekki enn kominn lengra í því að sanna þetta upp á Moshe Dayan?
Ég þakka Ólafi Als innlegg hans kl. 4:26. Varðandi harkalega umræðu um Bandaríkin má vísa á þessa vefgrein mína: Feysknar stoðir stóryrða um Bandaríkin, sem áður var birt í styttri mynd í Fréttablaðinu (11. júní 2004).
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 15:46
Svo er þess auðvitað að geta, að jafnvel þótt Moshe Dayan hefði unnið eitthvert hryðjuverk áður en Ísraelsríki var stofnað fyrir 59 árum, þá setur það vitaskuld ekki ríkisstjórn Ísraels árið 2007 í hóp þeirra sem styðja hryðjuverkasamtök, standa sjálf fyrir slíkum hryðjuverkum eða eru með hryðjuverkasamtök sem aðila að þeirri ríkisstjórn.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 16:02
Mér þykir það nú hálfhlægilegt að menn geti gagnrýnt þessa ályktun um að það beri ekki að styðja þá sem koma fram á ódrengilegan og gjörsamlega ærulausan hátt.
Eru virkilega til Íslendingar sem vilja styðja hryðjuverkasamtök eða þá sem styðja hryðjuverkasamtök?
Eru þeir Íslendingar ekki í leiðinni að segja sig úr lögum við aðra Íslendinga þar sem þeirra siðferðiskennd og æra er á svo lágu stigi að þeir eru tilbúnir til að réttlæta og vilja styðja slíkan viðbjóð sem morð á óbreyttum borgurum
í pólitískum tilgangi eru.
Hvað þætti mönnum um ef einhver tiltekin stjórnmálaflokkur á Íslandi færi að sprengja matsölustað á háannatímai ef hann kæmi t.d. ekki manni að á þingi? Styður einhver slíkt?
Ef eitthvað er ekki í lagi á Íslandi þá ætti það að vera seint betra annars staðar.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 16:03
http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/Dayan.html
When he was only 14 years old, Dayan joined the Haganah, an underground organization that defended Jewish settlements from Arab attacks. In the Haganah, Dayan learned guerilla warfare from British Captain Charles Orde Wingate, who was a leader of night patrols organized to fight Arab rebel bands. During the riots of 1936-1939, he served with the special police force in the Jezreel Valley and Galilee. When the British outlawed the Haganah in 1939, Dayan was arrested and imprisoned for two years.
Af hverju gerði Bretar þessa hreyfingu útlæga ef hún var bara varnarhreyfing, skyldi það ekki vera af því að í augum þeirra hafði hún stöðu hryðjuverkamanna?
Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 16:09
Babú, babú. Sjúkarbíllinn kemur.
Sigurður M. Grétarsson. Þú ferð með ókvæði og ættir að athuga málin betur áður en þú lætur lygar hryðjuverkamannanna, sem þú styður, heltaka þig. Sjúkrabifreiðar eru afar vinsælar hjá Hamas og öðrum sjálfsmorðssveitum. Miklu betri gjöf en færanleg sjúkraskýli. Sjúkrabíll með öllu og helst U.N. merki er efst á óskalista allra hryðjuverkamanna.
Skoðaðu þetta með vinum þínum: http://www.youtube.com/watch?v=9ONKb9J2YeU
Myndin er tekin af Reuters og S.Þ. viðurkenndu að þarna hefði bíll þeirra verið í öðrum erindagjörðum en að sækja slasaða.
Skoðaðu svo þetta Siggi: http://bubblare.dk/fn_ambulance_i_pal_stina_henter_vaben/
Hér er einnig greinargerð http://www.standwithus.com/pdfs/flyers/UNAmbulance.pdf sem þú getur lesið, ef þú getur lesið annað en lygaáróður hryðjuverkamnanna.
Lestu þetta: http://www.mfa.gov.il/MFA/Government/Communiques/2002/Apprehension%20of%20ambulance%20harboring%20a%20wanted%20terro
og þetta:
http://michellemalkin.com/archives/005825.htm
og hafðu þetta:
http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/Terrorism/termed.html
Hvort þú trúir eður ei, er mér alveg sama um. Málstaður þinn er harla lélegur. Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um og ættir að kynna þér málið sem þú brennur fyrir betur áður en þú ferð með stór orð um aðra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2007 kl. 16:10
Pétur Gunnarsson: "Af hverju gerðu Bretar þessa hreyfingu útlæga ef hún var bara varnarhreyfing, skyldi það ekki vera af því að í augum þeirra hafði hún stöðu hryðjuverkamanna?"
Nei, þú getur ekkert gefið þér um það (og heldur ekki sannað með því, einu sér, beina aðild Dayans að neinu hryðjuverki). Bretar voru kunnir að hörku sem nýlenduveldi, og jafnvel þótt Palestína hafi verið verndarsvæði á þessum tíma fyrir stríð, í umboði Þjóðabandalagsins, þá þarftu ekki að ímynda þér, að þeir hafi viljað hafa vopnaða flokka Gyðinga og Araba á svæðinu. Það felur ekkert sjálfkrafa í sér, að þeir hafi verið hryðjuverkahópar; þú þyrftir að sanna það sérstaklega, studdur heimildum.
Svo er áberandi, að í hvert sinn sem þú tilfærir heimild um athafnir Dayans fyrir stofnun Ísraels, þá kemur í ljós, að árásaraðilarnir voru Arabar, en Dayan í hópi varnarmanna. Hvergi kemur heldur fram, að Dayan hafi ráðizt á saklausa borgara.
Ég er farinn að vorkenna þér, þú kemur hér með alls konar eftiráskýringar til að smyrja hryðjuverkum á Moshe Dayan, tekst það samt ekki enn og situr uppi með, að þetta er að verða áberandi klaufalegur málflutningur af þinni hálfu.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 16:26
Innlegg Péturs Guðmundar Ingimarssonar var svo gott, að nú ætla ég að biðja hann að gerast bloggvinur minn. Og Ólaf Als, ef hann er ekki þegar orðinn það. Vilhjálmi sleppi ég vegna andkaþólsku hans!
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 16:31
Hvað er þetta Jón Valur, ég dró samansemmerki milli hans og ýmissa pólitískra leiðtoga Palestínumanna, en bar ekki á hann aðild að hryðjuverkum, lestu aftur, sérðu ekki maður að ég var að andmæla þessari orðræðu og ekki annað, og hefurðu einhvers staðar t.d. séð hamas og fatah tala um sjálfa sig sem hryðjuverkamenn, tala þeir ekki um sig sem varnarsveitir palestínsks almennings gegn ísraelsstjórn sem þeir segja ólöglega. hefur þú sannanir fyrir aðild allra þeirra forystumanna persónulega að hryðjuverkum og drápum á ísraelskum borgurum. Það er enginn endir á þessum deilum meðan þær eru á þessu plani enda styttist óðum í allsherjarblindu og tannelysi í þessum heimshluta.
Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 16:34
Leiðtogar Hamas hafa réttlætt hryðjuverk; ég læt Vilhjálm um að sýna hér beina hlutdeild þeirra. M.a.s. ESB lítur á Hamas sem hryðjuverkasamtök, eða ertu nú farinn að afneita því?! Þú situr aldeilis í súpunni, og farðu nú að skrifa aðra grein, svo að þetta fíaskó þitt komist í skuggann. Og víst mátti skilja orð þín í innlegginu í gær kl. 21:29 á þann veg, að þú bærir hryðjuverkastarfsemi upp á Moshe Dayan; og hvað segirðu svo í dag kl. 14:39: "En af því að ég var hér að nefna gengnar ísraelskar hetjur vil ég árétta að þar var einungis Abba Eban ofaukið, það sem ég sagði um þá sem "hryðjuverkamenn" virðist standa hvað varðar Ben Gurion, Moshe Dayan, að ógleymdum Menachem Begin."
Bezt væri að þú drægir allar rangar ásakanir þínar formlega til baka, það væri drengilegast. Svo þarft að fara að lesa þér betur til.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 16:51
Skilar svona umræða nokkru?
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 17:57
Svona umræða skilar því að nokkrir ofsatrúarmenn á tvist og bast fá útrás - til morguns.
Herbert Guðmundsson, 15.4.2007 kl. 18:51
Kjánalegt innlegg, Herbert. Þú átt að geta betur en þetta. Og Sigurður, heldurðu að Pétur Gunnarsson hafi ekki fengið neina niðurstöðu út úr þessu?
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 19:01
Sigurður og Herbert þakka ykkur fyrir. Þið komið eins og friðarenglar sendir af himni ofan og lægið öldurnar. Ég var orðin allstrekktur yfir þessu. Kominn með tráma, tilbúinn að hringja í 911 eða William Shatner, jafnvel Óttar Sveinsson
Ein upplýsing að lokum til Péturs Gunnarssonar: Moshe Dayan var góðvinur föður Dorritar forsetafrúar. Show some Respect!
Við sem höfum básúnað okkur hér erum allir karlar kringum fimmtugt, give and take 10 ár. Við kunnum ensku viljum frið, góða tónlist og nóg að kynlífi.
En Mbl. bloggið er ekki rétti vettvangurinn til að leysa heimsfriðinn eða bæta kynlífið. Hins vegar er hér gaman að sjá hvað hugarfylgsni merkra manna geyma. Ég hef t.d. ekki skipts á skoðunum við Pétur síðan í Ísaksskóla, þegar við vorum í Indíánaleik og það ljótasta sem maður gat sagt var "arabinn þinn".
Jón Valur, sumir af bestu vinum mínum er kaþólskir.
Paxvobiscum
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2007 kl. 19:20
Það var ég sem lagði fram þessa tillögu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það er hægt að eiga samskipti við ríkisstjórnir án þess fjárhagslega eða pólítískt að styðja þær.
Í viðbót verð ég að benda á að menn geta fjármagnað sjúkrastöðvar, verkefni SÞ og annara samtaka á svæðinu án þess að styðja ríkisstjórnina.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:23
Gunnlaugur, helvíti ertu snjall. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug, enda ég ekki staddur á landsfundinum. En nú ertu búinn að hafa daginn af Pétri og Jóni Val og gera mig og aðra æsta.
Segjum nú að sjúkrastöð sé notuð til að fela hryðjuverkamenn; Að stöðin hafi verið gefin Palestínustjórn af íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Ísraelsmenn myndu örugglega ekki kenna Íslendingum um misnotkun þeirra. Þeir vita varla hvar Ísland er, er alveg sama og eiga ekki í deilum við Íslendinga.
En er ekki betra að senda sjúkrastöðina til Darfúr? Palestínumenn gætu freistast til að nota hana sem vopn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2007 kl. 19:36
Já, vorum við saman í Ísaksskóla, Vilhjálmur, tengdi ekki, við höfum þá verið nýbúnir með sex ára bekk þegar sex daga stríðið var háð, í þá tíð var enginn vafi á því að hver einasti maður á Íslandi stóð með Ísrael fram í rauðan dauðann.
Takk fyrir þetta, Gunnlaugur, þannig að það er þá ljóst að hugsunin með ályktuninni var að varða veginn í samskiptum Íslands og Palestínu í framtíðinni?
Pétur Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 20:18
Jón Valur, ég er undrandi á að einhver á þínum aldri muni ekki eftir hryðjuverkastríðinu sem BNA stóðu að gegn Nicaragua um og upp úr 1980. Þetta var á forsíðum dagblaða og tímarita árum saman. Það vakti ekki litla athygli þegar Reagan og hirð hans hafði varð uppvís af því að hafa selt Írönum vopn til að fjármagna ólöglega hryðjuverkastríðið gegn Nicaragua. Oliver North var dæmdur í fangelsi af bandarískum dómstól. BNA voru dæmd af Alþjóða dómstólnum í Hag o.s.frv. Þú hlýtur að hafa verið í óreglu á þessum árum fyrst að þú spyrð eins og fávís kona þegar þetta ber á góma.
Jens Guð, 15.4.2007 kl. 21:20
Þetta snýst ekkert um rétt eða rangt eða hver er vondur eða góður, þetta snýst bara um að Sjálfstæðisflokkurinn geti haldið áfram að taka þátt í hinu göfuga stríði gegn hryðjuverkum sem er að skila stórkostlegum árangri fyrir "Alþjóðasamfélagið" rétt eins og nornabrennurnar gerðu á miðöldum.
Brynjar (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:41
Í grein minni, Feysknar stoðir stóryrða um Bandaríkin, sem ég vísaði til hér í dag, sagði ég orðrétt: "Í skæruhernaði Contra-sveita gegn Sandinistastjórn Nicaragua 1981-88 munu nál. 30.000 manns hafa fallið í allt, en Contra-liðar voru studdir af Bandaríkjastjórn, og verður ekki hjá því komizt að telja hana samábyrga með stríðsaðilum." Ekki var þetta sagt til að leyna neinu. Jens getur vegið þetta og metið, eins og honum sýnist, en hann á ekki að komast upp með að sniðganga það í þessari umræðu. Hún hefur reyndar ekki staðið um Nicaragua af minni hálfu hér í dag að öðru leyti en því, að í innleggi nr. 14 spurði ég hann, af hvaða "tveimur alþjóðlegum óháðum dómstólum" Bandaríkin hefðu "verið dæm[d] hryðjuverkaríki" og hver væri lagaleg og stjórnarfarsleg staða þeirra dómstóla. Þessu hefur Jens ekki "nennt" að svara nema með óskýrri tilvísun til tundurduflalagna (sbr. innlegg 17 og 23) fyrr en nú, og hér segir hann Bandaríkin hafa verið "dæmd af Alþjóðadómstólnum í Hag [sic] o.s.frv." og finnst ég spyrja "eins og fávís kona", þegar ég leyfi mér að inna hann eftir heimildum hans. Hann sleppur ekki svo glatt með þetta svar, nú ætlast ég til þess, að hann sýni fram á, hver sá dómur hafi verið (tilvísun, takk!), hvort hann eigi að hafa falið í sér dóm fyrir "hryðjuverk", og ef svo var, spyr ég ennfremur, hve mörg fórnarlömb viðkomandi hryðjuverks hafi verið. Ef hann man þetta allt svona vel, þá hlýtur hann líka að geta nefnt hinn "alþjóðlega óháða dómstólinn" í leiðinni.
Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 22:06
Þetta var verulega þörf ályktun hjá Sjálfstæðismönnum. "Sjálfstæðisflokkurinn hafnar hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök."
Hérna var fundurinn greinilega að mótmæla listanum yfir hina staðföstu og stríðsóðu sem Davíð skellti okkur á eftir stutt símtal frá Bush. Bandaríkin hafa í gegnum tíðana stutt hryðjuverkasamtök til að lemja á óvinum sínum sbr. innlegg Jens og nýlegar fréttir um stuðning við uppreisnarhópa innan landamæra Írans.
Gott hjá landsfundinum að lauma inn ályktum um þetta ljóta mál. Spurning hvort forysta flokksins fer eftir þessu.
Björn Heiðdal, 15.4.2007 kl. 22:23
Þetta snýst ekki einungis um Palestínu eða önnur ákveðin svæði. Þetta snýst um prinsipp, og hver afstaða Íslands á að vera í þessum málum.
Varðandi stríði gegn hryðjuverkum, hefur þetta ekkert með það að gera. Í byrjun ályktunarinnar stendur eftirfarandi:
Stefna Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum miðar að því að hagsmuna Íslands sé gætt af festu á alþjóðavettvangi og að Ísland taki virkan þátt í samfélagi þjóðanna með gildi friðar, lýðræðis, mannréttinda og frelsis að leiðarljósi.
Það er grundvallar atriði að menn skilji að þótt við viljaum veita fólki í neyð aðstoð, viljum við ekki semja við menn sem taka skólabörn í gíslingu til þess að ná fram einhverju pólítísku markmiði. Ég trúi ekki að menngeta verið ósammála því...
Nú hvað varðar frekari útskýringar varðandi þessa ákvörðun landsfundar Sjálfstæðisflokksins mun ég kynna það í bloggi mínu á morgun.
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:47
Jón Valur, nú ert þú farinn að snúast í hringi. Ég verð að fara yfir þetta hægt. Mitt fyrsta innlegg var um að BNA hafi af tveimur dómstólum verið dæmt hryðjuverkaríki. Mér vitanlega er þetta álíka vel þekkt og morðið á Kennedy eða Watergate-hneykslið. Ég þarf ekki að kunna allt um svona almennt vitaða atburði. Ég er ekki að læra utan að dagsetningar, ártöl eða önnur nákvæmnisatriði.
Jón Valur, í þinu innleggi virðist þú ekki vita neitt um þetta. Krefur mig um hvaða dómstóla ég vitni til, lagalega og stjórnarfarslega stöðu þeirra. Þú vilt líka vita sakarefni, dagsetningar og heimildir.
Ég vísaði þá til þess að þú eigir að geta flett þessu upp á netinu eða annarsstaðar. Það eru klárlega til ótal heimildir um þetta. En ég frábið mér að leggja á mig slíka vinnu. Ég man eftir þessum atburðum úr fréttum en nenni ekki og hef engan áhuga á að leita uppi heimildir. Það stendur nær þeim sem ekkert veit um málið en er fróðleiksfús.
Næst krefur þú mig um sannanir. Sú krafa felur í sér að þú trúir ekki að ég fari með rétt mál. Mér er alveg sama. En það bendir til þekkingarskorts eða afneitunar af þinni hálfu.
Núna kemur þú fram með vitneskju um að þú hafir fært á blað eitthvað um Contrana. Ég sakaði þig ekki um að leyna neinu. En af öðrum orðum má ráða að vitneskjan um dómana yfir BNA varðandi þetta sé af skornum skammti.
Ég þarf ekki að leggja fram neinar upplýsingar um þennan blessaða dómstól í Hag. Það á að vera auðvelt að finna upplýsingar um hann á netinu. Og ég man ekki hver hinn alþjóða dómstóllinn er. Gæti giskað á einhvern mannréttindadómstól Sameinuðu þjóðanna. En ætla samt ekki að leita staðfestingar á því. Hinsvegar man ég að dómstóllinn í Hag dæmdi BNA í fésektir vegna hryðjuverka gagnvart Nicaragua.
Það er oftúlkun að ég muni allt svona vel. Þetta er bara almenn þekking í grófum dráttum á þætti BNA í hryðjuverkastarfsemi gagnvart Nicaragua án þess að ég hafi kynnt mér í smáatriðum eitthvað sérstaklega þar um.
Jens Guð, 16.4.2007 kl. 00:50
Jens, sem tekur svo mikið upp í þig -- einn Íslendinga frá landnámsöld -- að gefa þér þetta óverðskuldaða eftirnafn, sem þú stendur ekki undir, þú er hér ber orðinn að endemis-aulahætti. "Mér vitanlega er þetta álíka vel þekkt og morðið á Kennedy eða Watergate-hneykslið," segir þú og átt þar við, að Bandaríkin hafi "af tveimur dómstólum verið dæmt hryðjuverkaríki", en ekki tekst þér rétt vel að sanna þitt mál. Fellur það ekki í þinn hlut? Ef ég á að "geta flett þessu upp á netinu eða annarsstaðar," þá ættir þú að geta það líka, maðurinn sem þarf á því að halda að rökstyðja betur fullyrðingar sínar til að ljá þeim einhvern trúverðugleik. Sjálfur berðu því vitni, að þú munir ekki einstök atriði í þessu, og ef t.d. fjöldi fórnarlambanna hefði legið fyrir, af hverju manstu það ekki -- voru þau tvö eða tíu eða tvö hundruð? Fjarri lagi hygg ég, að menn muni þetta almennt eins vel og þú heldur hér fram.
"Og ég man ekki hver hinn alþjóða dómstóllinn er. Gæti giskað á einhvern mannréttindadómstól Sameinuðu þjóðanna," segirðu. Gizkaðu eins og þér sýnist. Kannski manstu þetta heldur ekki rétt, að um "hryðjuverk" hafi verið að ræða. Var þetta kannskei einfaldlega ólögmæt aðgerð Bandaríkjamanna í landhelgi annars ríkis, án þess að reynt hafi verið að terrorisera neinn né að drepa saklausa borgara, jafnvel án þess að nokkur hafi misst lífið? Þú hlýtur að geta svarað þessu, eins minnugur og þú ert; annars er bara að leita í heimildirnar.
Ég tek fram, að ég gef mér ekkert um staðreyndirnar. Man mætavel, að deilt var á framkomu Bandaríkjamanna í þessum skæruhernaði eða borgarastyrjöld. En ég er ekki í vinnu hjá þér að grafa upp heimildir, hef nógu öðru að sinna.
Jens, þú hefur ekki unnið heimavinnuna þína. Gerðu það, og komdu svo aftur með niðurstöðuna.
Jón Valur Jensson, 17.4.2007 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.