14.4.2007 | 19:33
Styrkir og stođir
Samfylkingin birti reikninga sína fyrir síđasta ár í dag og er allt gott um ţađ ađ segja, en frá og međ áramótum tók gildi ný og ströng löggjöf um fjármál flokkanna. Ţađ vakti athygli mína ađ síđasta ár hefur greinilega veriđ afar gott í rekstrinum og var ég svo sem farinn ađ átta mig á ţví viđ ađ fylgjast međ ţeim krafti sem einkennir kosningabaráttu flokksins, Samfylkingin hefur auglýst meira en allir ađrir flokkar til samans ţađ sem af er baráttunni.
Í reikningunum kemur fram ađ tekjur flokksins jukust um 37% frá árinu 2005 og námu alls 125,1 milljón króna. Á síđasta ári voru tekjurnar 91,3 milljónir. Ég fann svo á vef flokksins eldri ársreikninga og sá ţá ađ nú hefur framsetningu reikninganna veriđ breytt. Nú eru tekjurnar settar fram í einu lagi en eldri útgáfa međ yfirliti áranna 2001-2005 hafđi sundurgreint tekjurnar og greint á milli tekna frá ríkinu, tekna frá ţingflokki og frjálsra framlaga og styrkja. Síđastnefndi liđurinn, frjáls framlög og styrkir námu 9,1 milljón á árinu 2005, ađ ţví er fram kemur hér. Upphćđ frjálsra framlaga og styrkja á árinu 2006 kemur ekki fram í ţví sem kynnt var í dag, og af ţví ađ ég gef mér ađ ţađ hefđi ekki fariđ fram hjá mér ef tekjur frá ríkinu og tekjur frá ţingflokki hefđu aukist vegna lagasetningar á síđasta ári, ćtla ég ađ leyfa mér ađ ganga út frá ţví ađ ţessi 37% aukning á heildartekjunum hljóti ađ eiga rćtur ađ rekja til aukningar á liđnum frjáls framlög og styrkir.
Nú kann tvennt ađ skýra ţetta, annars vegar ţađ ađ Samfylkingin hafi eflt styrktarmannakerfi sitt stórlega á síđasta ári og ađ nú greiđi ţúsundir flokksmanna reglulegt framlag til flokksins. Hin skýringin, sem mér sýnist hugsanleg, er sú ađ flokkurinn hafi gert mikiđ átak í ţví ađ safna inn styrkjum frá fyrirtćkjum á síđasta ári til ţess ađ safna sem mestu í sjóđ fyrir áramót, en ţá tóku einmitt gildi lög sem banna hćrri styrki en 300.000 krónur frá einstökum ađilum. Kannski er ţetta samansafn af hvoru tveggja, en ef mađur gefur sér ađ eingöngu sé um aukningu á styrkjum ađ rćđa hafa ţeir aukist um 33,8 milljónir króna á síđasta ári, eđa úr 9,1 milljón í 42,9. Ćtli ţróunin hafi líka veriđ svona hjá öđrum flokkum í lok síđasta árs?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri fćrslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 20:08
Og svo bíður maður spenntur eftir því að Framsóknarflokkurinn birti sambærilegar upplýsingar um sinn rekstur...
IG (IP-tala skráđ) 15.4.2007 kl. 10:20
Ţessi fćrsla ţín fćr ekki stađist nýjustu upplýsingar frá Capacent, en ţar kemur fram ađ Framsóknarflokkurinn sé búinn ađ auglýsa mest.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151643/
Sigurđur Jónsson (IP-tala skráđ) 21.4.2007 kl. 15:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.