hux

JBH tekur undir kjarnann í málflutningi Ómars

Dæmi um hið pólitíska fréttamat á Mogganum kemur vel fram á forsíðu blaðsins í dag, þykir mér. Þar er neðst á forsíðunni rammi með tilvísun í grein Jóns Baldvins, sem þekur heila opnu og tvo dálka að auki í Lesbókinni. Þetta er einn af "bókardómum" JBH og nú er það bók Steingríms J frá því fyrir jól sem verður JBH að tilefni til þess að setja á langa ræðu, sem segir lítið um bókina, en mikið um hugmyndir JBH.  Er það vitaskuld hin athyglisverðasta lesning og get ég tekið undir allt sem þar kemur fram um ESB og Bandaríkin og hvet menn til að glugga í þetta.

En Mogginn velur að taka út úr þessu á forsíðu kafla þar sem Jón Baldvin ræðir um möguleikann á því að upp úr kjörkössunum komi svipuð staða og árið 1978 og er VG þá í hlutverki Alþýðuflokksins eftir stóran sigur sem fleytir fullt af órólegum nýliðum inn á þing. Hér velur Mogginn að nota það sem nýtist Sjálfstæðisflokknum til að halda á lofti glundroðakenningunni um eilífa sundurþykkju á vinstri vængnum. Hins vegar er sleppt raunverulegri frétt inn í stöðuna í dag. Hún er sú að þótt JBH hafi mætt á landsfund Samfylkingarinnar í gær er hann ennþá mjög hallur undir Íslandshreyfingu Ómars. Það birtist strax í næstu setningu við það sem Moggin dregur út þegar JBH segir:

Og Íslandshreyfing Ómars og Margrétar. Getur hún fengið nægilega mörg atkvæði frá stjórnarflokkunum báðum, frá þeim kjósendum, sem vilja mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda og vanrækslu velferðarþjónustunnar, til þess að Íslandshreyfingin geti ráðið úrslitum um myndun ríkisstjórnar vorið 2007? Eins og Hannibal gerði með Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna 1971. Burt séð frá föstum liðum eins og venjulega í íslenskri pólitík virðist þetta vera lykilspurningin um stjórnarmyndunarkosti að loknum kosningunum 2007. 

Þarna tekur JBH beinlínis undir kjarnann í málflutningi Ómars Ragnarssonar og staðfestir að það er ekki af tilefnislausu rætt um tengsl hans við Íslandshreyfinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband