14.4.2007 | 00:05
Fréttayfirlit
Kíkið á Kastljósið þar sem Kristrún Heimisdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir mættust. Ragnheiði Elínu er greinilega ekki fysjað saman, situr pollróleg undir þessu.
Ég held að orðið "Samfylkingin" hafi komið tæplega fjörutíu sinnum fyrir í ræðu Ingibjargar Sólrúnar við setningu landsfundarins í dag. Hún talaði líka um að hún væri að heyja hina "góðu baráttu"...
Diddú söng við setningu landsfundar Samfylkingarinnar - og líka við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær.
Ingibjörg Sólrún nefndi sérstaklega í ræðunni - þótt það komi ekki fram í textanum - að Jón Baldvin væri viðstaddur landsfundinn, það gerir Össur líka í nýjum pistli. Þau leggja áherslu á að eyða orðrómi um tengsl JBH við Íslandshreyfinguna. Hún þakkaði líka Jóni Sigurðssyni, Margréti Frímannsdóttur og Öddu Báru Sigfúsdóttur fyrir komuna.
Það var slúðrað um það í dag að norrænu jafnaðarmannaflokksformennirnir, sem færðu Samfylkingunni traust frá Norðurlöndum, yrðu fluttir í Egilshöll í þyrlu af því að þær ættu að lenda í Keflavík rétt fyrir setningarathöfn landsfundarins. Veit einhver hvort það varð af því? Veðrið gæti hafa sett strik í reikninginn, það var rok og rigning um fjögurleytið.
RÚV segir frá því að Sigurður Kári sé að beita sér fyrir því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ályktunardrögum um samgöngumál verði breytt. Í drögunum er lagt til að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.
Heiða er með athyglisverðan samanburð á stefnu VG og Sjálfstæðisflokksins í nokkrum málum.
Óli Björn er með góða spurningu til Steingríms J. Sigfússonar: hvernig gengur það upp að óska eftir fjárstuðningi frá Alcan eftir að þú hafði uppi stór orð um þá "ósvinnu" að sama fyrirtæki væri kostunaraðili á Kryddsíld Stöðvar 2?
Það hefur lítið farið fyrir fréttum af því hvernig stóð á því að nú hefur slitnað upp úr samstarfi Höfuðborgarsamtakanna og baráttusamtakanna hennar Arndísar Björnsdóttur. Hér er sagt frá því að ástæðan sé sú að Arndís krafðist þess að Höfuðborgarsamtökin hættu við að berjast gegn flugvellinum en það var einmitt helsta ástæða þess að þau samtök voru stofnuð.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er orðin aðstoðarritstjóri DV, auk þess að vera umsjónarmaður Helgarblaðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536615
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, hef staðfestar heimildir fyrir því að búið var að gera ráðstafanir og samning
við ákveðna einka-þyrluþjónustu að fljúga með þær ,,stöllur" krataleðtoganna
frá Dan/ og Svíðþjóð frá Keflavík til Egilshallar ef á þyrfti að halda. En, til þess
kom ekki. Engu að síðuir, ATHYGLISVERT!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2007 kl. 00:33
HITTI KRISTRÚNU FYRST Í FJÓSINU í MR, tók við hana viðtal fyrir Moggann, með eindæmum klár og falleg. Einnig bróðir hennar, sem var mikill vinur minn, og ég sakna hans mikið. "Quem di diligunt adulescens moritur dum valet sentit sapit," segir Árni Matt hér á einum stað, en hann er ekki lengur ungur, þannig að þessi speki á ekki við um hann.
Hér eru Sjallar á launum hjá gömlum Allaböllum fyrir að skrifa dagleg hatursbréf gegn Evrópu, Allaböllum sem eru í harðri stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Sjallanna. Hér gengur því allt í hring og erfitt að átta sig á hvar hringurinn byrjar, alla vega endar hann ekki. Því ekki að láta Alcan borga bensínbrúsann, fyrst fyrirtækið er farið að dreifa Björgvini Halldórssyni yfir Hafnarfirðinga, bæði réttláta og rangláta. Alcan getur allt, það liggur í nafninu.
Helikpopterar geta verið til margra hluta nytsamlegir, til dæmis hef ég séð þá fljúga hér yfir byggðina nokkrum sinnum.
Mýrar eru nú dýrasta og eftirsóttasta byggingarlandið í Reykjavík, þannig að flugvöllurinn fer klárlega úr Vatnsmýrinni. Úti við Seltjarnarnesið litla og lága er önnur mýri, svo djúp að upp úr henni kom flugvél í heilu lagi þegar menn fóru að grafa þar fyrir íbúðabyggð í líki jólatrjáa. Ég á því von á ýmsu forvitnilegu upp úr Vatnsmýrinni þegar menn byrja að grafa þar fyrir íbúðabyggð, til dæmis aragrúa grafinna og gleymdra kosningaloforða Sjalla og gömlum Framsóknarmönnum sem gleymdist að smala á kjörstað í kosningunum 1958.
Jón Baldvin er alltaf staddur einhvers staðar og stundum er hann meira að segja viðstaddur. Það eru nú ekki margir sem geta státað af því.
Við Paul Nikolov höfum ákveðið að hittast í næstu viku til að fara yfir stöðuna í pólitíkinni og fallbeygingar allar í komandi þingræðum. Dóttir hans átti afmæli í dag, þannig að föstudagurinn þrettándi reyndist vera afmælisdagurinn mikli, hin rauðhærða og íðilfagra Björg F einnig forfölluð vegna sama vandamáls.
Steini Briem (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 01:39
Kastljósumræða kvennanna skildi nú ekki annað eftir sig en að undirstrika að Samfylkingin er í tilvistarkreppu. Myndin af Kristrúnu Heimisdóttur í lokin, með bækling í hendi, minnti einna helst á Votta Jehóva að breiða út fagnaðarerindið. Sorglogt, verður að viðurkennast, og vont til þess að vita að forsjárhyggjupúkinn fitnar og eflist á kostnað ístöðuleysis og sjálfhverfni Samfylkingarmanna.
Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 08:45
Er að styttast í síðasta lífi DV?
Herbert Guðmundsson, 14.4.2007 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.