hux

Meðal annarra jeppa

Aldrei hef ég séð jafnmarga jeppa samankomna á jafnlitlu svæði og í gær þegar ég átti erindi inn í Þróttarheimili á sama tíma og setningarathöfn landsfundar Sjálfstæðisflokksins stóð yfir í Laugardalshöllinni. Kíkti svo á upptöku af setningarathöfninni sjálfri á netinu.

Ég hef ekki séð jafnmikinn samruna stjórnmála og leikhúss á Íslandi og fram kom í því hvernig forysta flokksins steig upp á sviðið. Tjaldi var lyft og þá stóðu á sviðinu Geir Haarde og Þorgerður Katrín umkringd þingmönnum og frambjóðendum flokksins. Bakgrunnurinn var nánast sá sami og notaður var á fyrstu auglýsingaherferð  Camerons fyrir breska íhaldsflokkinn, blár himinn yfir gróinni fjallshlíð.

Bæði Geir og Þorgerður voru með þráðlausa míkrófóna á sér og ávörpuðu samkomuna saman, þarna var staðfest að sjálfstæðismenn ætla að ekki reyna að ná upp einhverri leiðtogadýrkun á Geir einum heldur keyra á breiddina og samstöðuna. Ég held ekki að varaformaður hafi áður fengið svo stórt hlutverk við setningarathöfn landsfundar, ég tók þátt í að dekka þá nokkra þegar ég vann á Mogganum. Ræðan sjálf fannst mér ekki sæta miklum tíðindum, en mér fannst athyglisvert yfirlitið hjá Fréttablaðinu yfir það sem bar þar á góma og bar ekki á góma.

Það verður athyglisvert að bera saman fund sjálfstæðismanna og landsfund Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Með því að halda fund sinn á sama tíma og sjálfstæðismenn býður Samfylkingin upp á margvíslegan samanburð á efni og umgjörð. Það var djarfur leikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Maður stendur álengdar og glottir og gleðst. Tvennt hefur farið einna verst með lófana mína um dagana: Vegavinnan á unglingsárum og landsfundir Sjálfstæðisflokksins.

Hlynur Þór Magnússon, 13.4.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ha, ha áttu ekki jeppa?? Ég keyrði nú framhjá öðru íþróttahúsi nýlega og þvílíkt samsafn af flottum bílum.  Skrítið að Sjáfstm. megi ekki vera flott á því, við höfum gaman af þessu, og bæ þe vei, varaformaðurinn hefur alltaf verið áberandi. Það verður ekki hægt að bera saman þessa tvo landsfundi sem eru í gangi, þetta er einfaldlega of ólíkt fólk með ólíkar skoðanir.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Jú, ég er á jeppa og var meðal annarra jeppa þarna í gær og aldrei séð þá svo marga. En nei, varaformaðurinn hefur ekki alltaf verið áberandi, það er ekki þannig, ég held ég hafi fylgst með öllum landsfundum frá 1987, vinnandi á staðnum og formaðurinn hefur átt sviðið einn, sérstaklega í tíð Davíðs. 

Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 12:19

5 identicon

Komdu sæll Petur. Það er gaman að lesa greinarnar þinar

Þú hefur ekkert á móti jeppum er það

I. skulason (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:06

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

nei, nei, ég er sjálfur á Ford Escape og ætla aldrei aftur á fólksbíl.

Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 15:10

7 identicon

Þá var nú munur að sjá öll reiðhjólin fyrir utan landsfundarstað VG á dögunum:)

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband