hux

Mér sýnist hann vera að grænka

Birgir Dýrfjörð er einn beittasti penni okkar framsóknarmanna um þessar mundir. Framsóknarmanna? Já.  Fyrrverandi þinglóðs Alþýðuflokksins, prófkjörsframbjóðandi Samfylkingarinnar sl. haust, krati inn að beini áratugum saman en skrifar nú reglulega í Moggann greinar sem ég þykist vita að vekji litla lukku meðal Samfylkingarfólks en sem ég veit að mælast afar vel fyrir meðal framsóknarmanna. T.d. greinin í fyrradag þar sem hann beindi spjótum að Mogganum í fyrirsögn en var í raun að skamma sína eigin flokksmenn. Birgi er mikið í mun að koma á framfæri þeim staðreyndumum að það sé rangt að viðskiptahallann megi fyrst og fremst rekja til virkjanaframkvæmdanna fyrir austan og lætur hann ekki deigan síga við að hamra það járn. Eins hefur hann aftur og aftur komið Íbúðalánasjóði til varnar og minnt á að það voru bankarnir en ekki Íbúðalánasjóður sem efndu hér til útlánaveislu með 100% lánum án nokkurrar hámarksfjárhæðar meðan lán Íbúðalánasjóðs voru lengstum 12,9 milljónir og mest 16 milljónir að hámarki miðað við hlutfall af brunabótamati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband