13.4.2007 | 09:44
Hrein tunga - langt nef
Það er ekki ólíklegt - miðað við skoðanakannanir - að Paul Nikolov eigi eftir að kynnast þingmannsstarfinu á næstu árum. Hann er í 3ja sæti í Reykjavík norður hjá VG og verður amk varaþingmaður nema skoðanakönnun Blaðsins sé fyrirboði þess að það sé að fjara undan VG. Paul er bandarískur og hefur búið hér á landi í nokkur ár. Því er ég að ræða hans persónu hér að hann bloggar hér á moggablogginu og lætur það ekki aftra sér frá því að skrifa á íslensku að tök hans á íslenskri málfræði eru langt frá því fullkomin. Þess vegna sér maður svona setningu á blogginu hans:
Ég fagna mjög þetta frétt. Hafnarfjörður á margir innflytjendur, og það er gott að sjá að það er til fjölmiðill sem endurspegla því.
Mér finnst það gott hjá Paul að láta málfræðina ekki stoppa sig frá því að tjá sig í rituðu máli en ég er klár á því að mörgum, sem aldir eru upp við hugmyndina um hreina tungu sem æðstu dyggð, finnst erfið tilhugsun að maður með svo "ófullkomin tök" á íslensku máli sé líklegt þingmannsefni. En þeir sem vilja líta fram hjá umbúðunum og leita að boðskapnum þurfa ekki að láta það þvælast fyrir sér og geta tileinkað sér framlag Pauls.
Það er svo annað mál að það vakna ýmsar spurningar setjist Paul á þing. Mun hann þurfa að einhverju leyti þjónustu túlks eða þýðanda til að tileinka sér efni þingskjalanna? Á hann þá ekki bara rétt á því rétt eins og þeir sem vegna heyrnar- eða sjónskerðingar þurfa aðstoð við þingstörfin? Það bíða áreiðanlega athyglisverðar umræður um endamörk fjölmenningarsamfélagsins og stöðu íslenskrar tungu þegar fyrsti 1. kynslóðar innflytjandinn sest á þing.
ps. leiðrétti hér setningu að ofan eftir ábendingu frá prófarkalesara síðunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur
Í fyrstu setningunni tekst þér að misrita nafn mannsins sem þú ert að fjalla um og önnur setningin er óskiljanleg: "Hann er í 3ja sæti í Reykjavík norður hjá VG og verður amk varaþingmaður nema skoðanakönnun Blaðsins."
Þetta finnst mér dásamlega fyndið í færslu sem gengur út á að hæðast að íslenskufærni manns af erlendum uppruna.
Stefán (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:05
Takk fyrir prófarkalesturinn, Stefán, búinn að leiðrétta. En það er fáránleg paranoja að segja að ég sé að hæðast að manninum, alls ekki, en það er ótrúlega PC að viðurkenna ekki að þetta sé eitthvað til að ræða. Kolbeinn: pathetic.
Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 10:45
Jæja, ég sé að Pétur hefur brugðist hratt og örugglega við athugasemd minni. Núna er önnur setningin orðin á þessa leið: "Hann er í 3ja sæti í Reykjavík norður hjá VG og verður amk varaþingmaður nema skoðanakönnun Blaðsins sé fyrirboði þess að það sé að fara undan VG."
Kannast lesendur við orðasambandið "að e-ð sé að fara undan e-m"? Hér hefðu sumir talað um að "fjaraði undan flokknum". Svona er tungumálið nú margslungið og skemmtilegt þegar menn reyna á þanþol þess.
Það er líka búið að leiðrétta nafnið á Paul Nikolov, sem upphaflega var ritað Nicolov. Pétri er var hér vorkunn. Þar sem bókstafurinn "C" er ekki í íslensku máli, vefst notkun hans stundum fyrir Íslendingum þegar þeir spreyta sig á erlendum tungumálum og vilja þá skrifa C í staðinn fyrir K í tíma og ótíma. Þetta er stundum kauðskt, en ég myndi nú ekki líkja því við fötlun á borð við heyrnarleysi eða sjónskerðingu.
Ég vil þó ekki velta mér upp úr smávægilegum málfarshnökrum. Aðalmálið er að þeir sem leita að boðskapnum og láta umbúðirnar ekki þvælast fyrir sér áttu ekki í vandræðum með að tileinka sér framlag Péturs.
Stefán (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:52
Stefán, einmitt, þetta er færsla um að Paul reyni á þanþol tungumálsins, sem hefur verið nánast dýrkað sem skurðgoð hér af stórum hluta þjóðarinnar og ef þú ert of PC, frændi, til að ráða við þá umræðu á öðru plani en þessu, þá er það bara þitt vandamál. Ég held að fátt sé betur til þess fallið að sýna það að ég er ekki að hæðast að manninum eða gera að honum grín en það að ég er óhræddur við að ýta hér á enter án þess að vera búinn að lúslesa og leiðrétti hægt og rólega eftir þörfum, á hverjum degi er það þannig, svo eru alltaf dásamlegir pedantar sem hjálpa mér við prófarkalesturinn sem betur fer. Hans blogg er hins vegar extrem dæmi sem kallar, nei öskrar á umræðu og athygli.
Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 11:00
Til upplýsingar: Stefán frændi er einmitt Stefán Pálsson ofurbloggari og barmmerkjaframleiðandi VG.
Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 11:36
Ég hélt að Stefán væri málefnalegri en fram kemur hér að ofan, eru VG að fara á taugum?
G. Valdimar Valdemarsson, 13.4.2007 kl. 11:43
Ég hef alla tíð tvístigið í lífinu. Skrif Nikolovs láta mig tvístíga enn á ný. Besta mál að aðfluttur maður með annað móðurmál skuli ekki hika við að tjá sig opinberlega, þó að nýja málið, málfræðin og stafsetningin, séu ekki enn eins og hjá okkur Snorra og Þórbergi. Punktar fyrir það. En - hefði ég sjálfur ekki við svipaðar kringumstæður fengið einhvern til að lesa yfir hjá mér, laga og leiðrétta fyrir birtingu? Bara spyr. Kannski spurning um punkta.
Hlynur Þór Magnússon, 13.4.2007 kl. 11:54
Nákvæmlega Hlynur, það finnst mér skemmtilegast við þetta að maður tvístígur enn á ný. En mér finnst samt mest til um kjarkinn hjá honum að láta vaða og líta þannig á að það sé vandamál okkar sem erum með komplexa út af Snorra og Þórbergi ef við viljum bara horfa á umbúðirnar. Ég held að það yrði Íslendingi erfiður þröskuldur í þingframboði í Bandaríkjunum að skrifa svona ensku, ég er alls ekki að segja að það eigi að vera þannig heldur að ég telji að það sé þannig. Ég held líka að það hljóti að vera raunveruleg praktísk spurning hvernig honum muni ganga að lesa lagafrumvörp og skýrslur í stjórnarráðinu og tileinka sér efni þeirra.
Pétur Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.