11.4.2007 | 22:24
Seðlabankagrín
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fer hörðum orðum um aðferðir Seðlabankans við að meta heilsufar íslensks efnahagslífs í fréttabréfi dagsins. Viðskiptahallinn er helmingi minni en Seðlabankinn heldur fram, segir Vilhjálmur. Bankinn vanmetur stórlega tekjur Íslendinga af erlendum eignum, segir hann. Í raun gerir Vilhjálmur gys að bankanum og segir:
Seðlabankinn gaf út tölur um viðskiptahalla og erlenda skuldastöðu fyrir árið 2006 hinn 6. mars sl. Niðurstaðan var sú að viðskiptahallinn hefði numið 305 milljörðum króna eða 26,7% af VLF og að hrein skuldastaða í árslok hefði verið neikvæð um 120% af VLF. Þessar tölur eru ótrúlega háar og ættu að vekja skelfingu meðal allra sem eiga hagsmuna að gæta í íslensku efnahagslífi. Samt virtust viðbrögð almennt vera furðu róleg og fæstir í raun trúa því að eitthvað mikið sé að í efnahagslífinu. [...] Ástæða þess að viðbrögðin eru ekki eins og þau hefðu átt að vera samkvæmt bókinni er fyrst og fremst sú að enginn kannast við þann raunveruleika sem tölurnar lýsa. Þær aðferðir sem Seðlabankinn notar til þess að safna saman tölunum og þær tölur, sem birtar eru, lýsa ekki þeim raunveruleika sem íslenskt efnahagslíf býr við. Allt væri á öðrum endanum í atvinnulífinu ef tölur bankans væru réttar, fjöldi fyrirtækja væri á vonarvöl, stórfellt atvinnuleysi framundan og lánstraust íslenskra banka og íslenska ríkisins væri á við það sem gerist meðal þróunarlanda.
Síðan gefur Vilhjálmur skýringar á því hvar hann telur skekkju bankans liggja:
Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að tölur Seðlabankans stemma ekki við raunveruleikann. Fyrri ástæðan er sú að bankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis (og erlendra aðila hérlendis) þannig að þessar tölur eru stórlega vanmetnar. Seinni ástæðan er sú að söluhagnaður, áfallinn eða innleystur, er ekki talinn til tekna (eða gjalda) í útreikningum á viðskiptahalla í samræmi við alþjóðlega staðla. Það hefur í för með sér stórar skekkjur í mati á viðskiptahallanum vegna þess að Seðlabankinn gerir heldur ekki sérstaklega grein fyrir söluhagnaði eða öðrum verðbreytingum á eignum samhliða hefðbundum útreikningum á viðskiptahalla eins og staðlarnir gera ráð fyrir að hægt sé að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536619
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið frelsi að vera laus úr pólitíkinni. Um að gera að njóta þess!
Hlynur Þór Magnússon, 11.4.2007 kl. 23:21
VIÐSKIPTAHALLINN í fyrra var 27% af landsframleiðslunni og 16% árið áður, en vonir stóðu til að hallinn færi lækkandi. Vaxtagreiðslur til útlanda eru helmingur viðskiptahallans, enda hefur hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hækkað mjög ört síðastliðin ár vegna vaxandi skulda banka og annarra fyrirtækja, og hún nemur nú rúmlega tvöfaldri landsframleiðslunni og fjórföldum gjaldeyristekjunum.
Þetta eru afar há hlutföll í alþjóðlegum samanburði, enda þótt tekið sé tillit til ábendinga um að hefðbundin hagskýrslugerð kunni að ofmeta eitthvað skuldastöðuna og viðskiptahallann, segir Jón Sigurðsson, hagfræðingur, fyrrverandi Seðlabankastjóri og forstjóri Norræna fjárfestingarbankans.
Hér var enginn hagvöxtur á mann í fyrra og hann verður heldur enginn í ár. Vaxtamunur á milli Íslands og okkar helstu viðskiptalanda hefur aldrei verið meiri en nú og vextirnir hér eru fjórum sinnum hærri í ár en á evrusvæðinu. Íslenska krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðillinn á alþjóðamarkaðnum og raungengi krónunnar hefur sveiflast mjög mikið miðað við verðlagið.
Miklar framfarir í landinu og búið að eyða einum milljarði króna í að drepa mink, en stofninn hefur samt sem áður farið stækkandi, að sögn sérfræðinga.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 04:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.