9.4.2007 | 15:32
Vel ort
Karl Sigurbjörnsson, biskup, í páskapredikun:
Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi, og ískalda og vonarsnauða þoku stafar frá honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er of mikið
Tómas Þóroddsson, 9.4.2007 kl. 16:31
BISKUPINN, í umboði Drottins, hefur tekið afstöðu gegn mengun og stóriðjufári:
"Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju... Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar... Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar."
Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:55
Þetta er ekki rétt hjá þér Steini, hann er einmitt að hvetja fólk til að axla sína ábyrgð í loftslagsmálum, sjá frekar hér
Gestur Guðjónsson, 9.4.2007 kl. 17:14
Mér finnst það yfirgengilegt af spindoktorum stjórnarandstöðunnar að reyna að halda því fram að biskup sé að tala hér um íslenskt dægurþras um iðjuver og virkjanir, þegar hann er að tala um þörf mannsins fyrir andlegt líf, og hvetja til lífsstíls hófsemi og hógværðar.
Pétur Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 17:54
En hvað hefur þetta tal biskups um "þörf mannsins fyrir andlegt líf, og hvetja til lífsstíls hófsemi og hógværðar" með guðleysi eða guðstrú að gera?
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 20:43
Mér finnst þetta mjög eðlileg predikun í anda þess að enginn geti þjónað tveimur herrum, guði og mammon, Sigurður, og algjörlega ástæðulaust að reyna að draga þetta niður á það plan að biskup sé að blanda sér í flokkspólitískar deilur hér á Íslandi með einhverjum hætti.
Pétur Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 21:55
Það þarf að rannsaka með hvaða gleraugum þú lest ræðu biskups ef þú sérð ekki pólitískan undirtón hennar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2007 kl. 01:42
Algengur misskilningur hjá trúuðum er sá að halda að guðlausir séu jafnframt kærleikslausir. Það er mikill misskilningur. Rannsóknir sýna að t.d. kærleikur, tillitssemi og hjálpsemi eru óháð trúarbrögðum. Voru án vafa til staðar áður en kristni skaut rótum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2007 kl. 01:45
Sæll Pétur,
Skil ekki hvar þér sýnist ég ætla að draga biskup niður á flokkspólitískt plan. Ég er aðeins að benda á að "þörf mannsins fyrir andlegt líf, og hvetja til lífsstíls hófsemi og hógværðar" hefur ekkert með guðstrú að gera. Ég tel mig hafa ágætt andlegt líf og ég vona að lífstíll minn einkennist af hófsemi og jafnvel hógværð. Þrátt fyrir það er ég trúlaus, að því leiti að ég trúi ekki á yfirnáttúrulegar verur eða atburði.
Að þessu leiti hef ég aldrei skilið tilhneigingu biskups og annarra til að mála alla þá sem ekki eru kristinnar trúar sem einhverja siðleysingja og úrhrök.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:41
Sæll Sigurður, þetta með flokkspólitíska planið var nú ætlað Steina og öðrum sem leggja orðin út með pólitískum hætti. Ég veit ekki hvaða trú það er sem byggist á trú á yfirnáttúrulegar verur eða atburði, amk er það bara ekki einhver barnaskapur sem er undirliggjandi mestu og merkustu andlegu hefð vesturlanda og þeirri sem okkar samfélag hvílir algjörlega á. Ég held ekki að það sé litið á þá sem trúa á trúleysi sem siðleysingja og úrhrök en auðvitað eru til andlega hrokafullir trúaðir menn og andlega hrokafullir trúleysingjar. Ég held að það séu líka til andlega hrokalausir (amk hrokalitlir) trúaðir menn og trúleysingjar og trúlausir menn fullir af kærleika þótt þeir vilji fremur eigna sér sjálfum kærleikann en honum/því sem blés þeim hann í brjóst. En menn eru sjálfsagt móðgunargjarnari en ella þegar rætt er um þeirra dýpstu sannfæringu, og það er líka móðgandi fyrir trúaða að sjá trú þeirra á frumorsök lífsins lýst eins og einhverrri barnalegri vitleysu og þeim kannski líkt við börn sem sjá ekki að töframaðurinn er að blöffa salinn.
Sigurgeir, kannski er öll umræðan um trú og kærleika er óþörf ef það er bara hægt að rannsaka kærleikann með félagsvísindalegum aðferðum, og smætta guð niður í +/- 1. Sérðu ekki að líka það er trúarleg afstaða.
Pétur Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 11:10
Kærleikann er hægt að rannsaka með vísindalegum aðferðum, en trú, hún og vísindin eru eins og hundur og köttur. Misskilningurinn sem margir eru haldnir, og þar á meðal ég til skamms tíma, var sá að kristni hafi eitthvað með manngæsku og siðferði að gera og að samfélag okkar sé grundvallað á henni. Það er mikil grunnhyggni, ekki síst ef horft er til þess að kristnin á Íslandi er ekki nema 1000 ára. Að halda því fram að enginn guð sé til er ekki trúarleg afstaða, það er skynsamari afstaða vegna þess að fleira bendir til þess að hann sé ekki til en hitt. Hvar eru sannanirnar?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2007 kl. 21:58
Ég er alveg sammála þér um að kristni er ekki forsenda manngæsku og siðferðis fremur en önnur trúarbrögð og það þarf að gera greinarmun á trú og skipulögðum trúarbrögðum en kristin áhrif á samfélag okkar eru svo mikil, djúp og margvísleg að við getum ekki litið fram hjá þeim, þau eru t.d. forsenda læsis á Íslandi í gegnum aldirnar og líka t.d. þekkingar okkar á heiðnum sið fyrir kristni. Trú held ég að byrji með því að maður segir já við guði, ekki með því að maður leiti hans í klínískum eða félagsvísindalegum rannsóknum og heldur ekki með rökfræði eða heimspeki þótt að ýmsir heimspekingar hafi fært sönnur á tilvist guðs með sinni leikfimi.
Pétur Gunnarsson, 10.4.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.