hux

Guðmundur Magnússon farinn að blogga aftur

Guðmundur Magnússon eðalbloggari er byrjaður að blogga aftur eftir örstutt hlé. Hann er kominn á nýjan stað, heldur sig nærri bloggátthögum okkar beggja og margra annarra bloggara og virðist ekki á þeim buxunum að snúa aftur á moggabloggið. Guðmundur segist hugsa þetta blogg sem dægradvöl yfir páskana en ég ætla að vona að hann haldi áfram fyrst hann er á annað borð byrjaður aftur. Slóðin hans er sjalfsagt.blogspot.com. Góða skemmtun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GUÐMUNDUR MAGNÚSSON TÝNDIST í nokkur ár á milli allra njósnabókastabbanna hans Bjarna Ben í Þjóðskjalasafninu en þegar hann kom aftur í leitirnar skrifaði hann svo:

"Þjóðin, sem á sínum tíma hafði í hávegum skáld, hugsuði og menntafrömuði, hefur líka breyst. Íslendingar, sem fyrir örfáum áratugum voru bókhneigðir sveitamenn, eru orðnir heimsborgarar. Fylgikvilli þeirra skjótu umskipta er hins vegar rótleysi sem birtist stundum í heldur leiðinlegri og sjálfhverfri yfirborðsmennsku. Þjóðin hefði þurft að hlusta betur á Halldór Laxness sem var sannur heimsborgari. Hann kvað: "Ég ætla að tala við kónginn í Kína / og kannski við páfann í Róm. / Og hvort sem það verður til falls eða frægðar / þá fer ég á íslenskum skóm.""

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:05

2 identicon

Þakka þér fyrir að rifja þessi skrif upp, Þorsteinn. Þetta birtist upphaflega sem leiðari í Fréttablaðinu 11. desember 2005. Hér er þetta í heild á netinu.

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Góðar fréttir! Hélt hann hefði hætt vegna þess að ég byrjaði á þessum vanabindandi ósóma sjálfhverfrar yfirborðsmennsku gerviheimsborgaranna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband