5.4.2007 | 11:48
Guðmundur Magnússon farinn að blogga aftur
Guðmundur Magnússon eðalbloggari er byrjaður að blogga aftur eftir örstutt hlé. Hann er kominn á nýjan stað, heldur sig nærri bloggátthögum okkar beggja og margra annarra bloggara og virðist ekki á þeim buxunum að snúa aftur á moggabloggið. Guðmundur segist hugsa þetta blogg sem dægradvöl yfir páskana en ég ætla að vona að hann haldi áfram fyrst hann er á annað borð byrjaður aftur. Slóðin hans er sjalfsagt.blogspot.com. Góða skemmtun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON TÝNDIST í nokkur ár á milli allra njósnabókastabbanna hans Bjarna Ben í Þjóðskjalasafninu en þegar hann kom aftur í leitirnar skrifaði hann svo:
"Þjóðin, sem á sínum tíma hafði í hávegum skáld, hugsuði og menntafrömuði, hefur líka breyst. Íslendingar, sem fyrir örfáum áratugum voru bókhneigðir sveitamenn, eru orðnir heimsborgarar. Fylgikvilli þeirra skjótu umskipta er hins vegar rótleysi sem birtist stundum í heldur leiðinlegri og sjálfhverfri yfirborðsmennsku. Þjóðin hefði þurft að hlusta betur á Halldór Laxness sem var sannur heimsborgari. Hann kvað: "Ég ætla að tala við kónginn í Kína / og kannski við páfann í Róm. / Og hvort sem það verður til falls eða frægðar / þá fer ég á íslenskum skóm.""
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:05
Þakka þér fyrir að rifja þessi skrif upp, Þorsteinn. Þetta birtist upphaflega sem leiðari í Fréttablaðinu 11. desember 2005. Hér er þetta í heild á netinu.
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 20:41
Góðar fréttir! Hélt hann hefði hætt vegna þess að ég byrjaði á þessum vanabindandi ósóma sjálfhverfrar yfirborðsmennsku gerviheimsborgaranna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.