5.4.2007 | 11:40
Leiðtogar og kannanir
Ég horfði hér í sveitinni á leiðtogaþáttinn í Norðausturkjördæmi á Stöð 2 í gærkvöldi. Könnunin sem birt var í upphafi þáttarins var sláandi og vissulega er það ótrúleg niðurstaða að framsókn mælist þar aðeins með tæp 13%. Þess vegna var mér létt þegar Gallup könnunin í Mogganum í dag sýnir Framsókn með 19,6% í þessu sama kjördæmi. Samt hlýtur þessi staða að vera Valgerði Sverrisdóttur og hennar fólki áhyggjuefni en þau voru með um 32% atkvæða þarna síðast.
En ég held að þessi könnun hafi ekki verið Steingrími J. að skapi og í dag staðfestir Gallup að VG er á leið niður brekkuna, þeir tapa 5% frá Gallup-könnuninni 15. mars. Raunar sýnist mér að síðan þá hafi 5% færst frá Vinstri grænum til Íslandshreyfingarinnar og 2% farið frá Samfylkingunni, eitt til Sjálfstæðisflokksins og annað til Framsóknarflokksins. Steingrímur er annars að standa sig nokkuð vel í þessari baráttu þykir mér. Hann er í þeirri stöðu að vera þekktasti formaðurinn á sviðinu núna og kannski sá sem hefur mestan karisma. Það mætti segja að hann sé að reyna að hlaupa í ákveðið skarð sem Davíð Oddsson skildi eftir sig, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma.
Mér fannst merkilegt að heyra Steingrím ekki útiloka það að setja Vaðlaheiðagöng í einkaframkvæmd. Honum er greinilega umhugað um að viðhalda möguleika á samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það var líka athyglisvert að hlusta á eggjahljóðið í Steingrími og Kristjáni Þór, en sá síðarnefndi virtist býsna áhugasamur um að vinna með VG í ríkisstjórn. Raunar held ég að það sé alveg rétt sem Kristján Þór sagði í þættinum að það er mikið kallað eftir breyttri ríkisstjórn í þjóðfélaginu.
Síðast en ekki síst var gaman að fylgjast með Sigurjóni Þórðarsyni, sem greindi frá því að hann væri nýbúi í kjördæminu, ætlaði að flytja til Akureyrar frá Sauðárkróki og treysti því að vel yrði tekið á móti honum í kjördæminu. Að öðru leyti talaði hann um sjávarútveg. Þannig að Sigurjón rekur kosningabaráttu sem byggist á því að í Norðausturkjördæmi vilji menn taka vel á móti nýbúum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536621
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega er þetta skrítin niðurstaða fyrir Framsókn í NA-kjördæmi. En velti því
líka fyrir mér hversu frambjóðendur flokksins eru lítt áberandi. Og þeir fáu hér
á blogginum t.d virðast forðast að ræða pólitík. Virðast meira fyrir að segja
sögur um allt og ekki neitt. Það eru jú að koma kosningar, ekki satt?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.4.2007 kl. 11:53
"Þannig að Sigurjón rekur kosningabaráttu sem byggist á því að í Norðausturkjördæmi vilji menn taka vel á móti nýbúum."
Auðvitað viljum við í Frjálslynda flokknum taka vel á móti nýbúum og höfum margoft sagt það í umræðunni. Þú verður að hlusta betur Pétur. Málið er bara að við lendum í vandræðum þegar koma alltof margir á stuttum tíma. Annars veit ég að Sigurjón á eftir að reynast góður þingmaður fyrir Norðausturkjördæmi, hann er geysiöflugur baráttumaður fyrir landsbyggðina.
Magnús Þór Hafsteinsson, 5.4.2007 kl. 11:56
Pínulítil leiðrétting: Austfirðing er ekki að finna fyrr en í 5. sæti hjá Framsókn sem er undarlegt í ljósi þess hve flokkurinn hefur verið sterkur hér eystra. Líklega er um að kenna skorti á afgerandi leiðtoga Framsóknar á Austurlandi.
Léleg útkoma frjálsyndra í þessari könnun Stöðvar 2 er virkilegt gleðiefni enda hefur fólk til sveita yfirleitt séð í gegnum lýðskrum.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 12:01
PS: gleymdi að segja að Frjálslyndi flokkurinn mælist með 5% í NA kjördæmi í Gallup könnuninni sem er í Mogga í dag. Það er nú eitthvað annað en þessi tvö sem Stöð 2 dró upp úr hattinum í gær. Ég tel að það séu augljósar skekkjur í Félagsvísindakönnuninni sem birtist í gær. Framsókn og Frjálslyndir mældust þar alltof lágt. Tölurnar frá Félagsvísindastofnun stemma ekki við landslagið. Framsókn fær tvo þarna í vor og Frjálslyndir einn.
Magnús Þór Hafsteinsson, 5.4.2007 kl. 12:03
Er úti á landi að blogga í gegnum farsímann sem er þolinmæðisiðja og gengur hægt. Gerði breytingu á færslunni strax eftir að hún var sett inn en hún var mjög lengi að vistast og þess vegna finnst mér rétt að skýra það sérstaklega að ég tók m.a. út þann punkt sem Björgvin Valur leiðréttir, hafði sagt að Austfirðingur væri fyrst í 4. sæti á lista framsóknar en rétt er að Austfirðingur er fyrst í 5. sæti og í fjórða sæti er kona af norðausturhorninu. Framsókn var með um 40% í Austurlandskjördæmi síðast þegar Halldór Ásgrímsson var þar í framboði.
Pétur Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 13:33
SJALLAR fá alltaf miklu minna fylgi í kosningum en skoðanakönnunum, í mesta lagi 35% nú, og Framsókn missir geysimikið fylgi yfir til Vinstri grænna vegna stóriðjustefnu sinnar, sem hefur ekki verið til mikilla heilla fyrir Framsókn. Og Ómar fær út á sína grænu stefnu mun meira fylgi en Frjálsblindir með sínar xenó- og rectófóbíur.
Enda þótt 5% fylgi þurfi á landsvísu til að fá jöfnunarþingmenn þarf einungis tæplega 1% fylgi á landsvísu til að fá kjördæmakjörinn þingmann, 10% í galdrakjördæminu, Norðurlandskjördæmi vestra. Flokkar með 5% fylgi á landsvísu fá hins vegar jöfnunarþingmenn, enda þótt þeir fái engan kjördæmakjörinn þingmann. Addi Kitta Gau, Ómar og Margrét munu því verða þingmenn í vor, hvernig sem allt veltist annars og snýst í henni Verslu, og 23. mars sýndu 15% landsmanna áhuga á að kjósa Ómar.
Páskalambinu hefur verið slátrað en eiturefnamælingar á hvalketi liggja enn ekki fyrir.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:42
Ég er sannfærð um að framsókn fær 3 þingmenn í NA-kjördæmi. Finnst þó frambjóðendur og umræða um stefnu og kosningar ansi lítið áberandi, en þetta hlýtur allt að vera að koma. Reyndar búið að gefa út flott blað, tók mig þó smá tíma að fatta að það væri á vegum flokksins, því engin merki um það á forsíðunni en kannski var það meðvitað til að fá fólk til að byrja að lesa blaðið.
Bjarnveig Ingvadóttir, 6.4.2007 kl. 10:46
Gleymdi að segja að mér finnst alveg dæmalaus þessi umræða um hvaðan úr kjördæminu fólk er, veit ekki betur en að við séum að kjósa fulltrúa fyrir kjördæmið í heild og fáir þingmenn hafa staðið jafn dyggilega við bakið á austfirðingum en Valgerður
Bjarnveig Ingvadóttir, 6.4.2007 kl. 10:48
Já, Sigurjón er heppinn að vera nýbúi í kjördæminu með besta verkalýðsfélag landsins á Húsavík samkvæmt könnunum. Ekki að það hjálpi honum neitt hér á svæðin, hann virðist frekar vera eitthvað utan gátta annars.
Ragnar Bjarnason, 6.4.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.