4.4.2007 | 09:27
Fórnarlamb dagsins
Ólafur Hannibalsson hefur skrifað reglulega greinar á leiðarasíðu Fréttablaðisins undanfarin þrjú ár. Greinin í dag fjallar um að þetta sé síðasta greinin hans á þessum vettvangi, af því að ritstjórnin hafi tilkynnt að nú verði gerðar breytingar á hópi pistlahöfunda og þjónustu hans sé ekki óskað lengur. Það er greinilegt að Ólafi er misboðið, hann hefur reiknað með að skipa þennan sess á síðum blaðsins svo lengi sem hann sjálfur vildi. Kannski telur hann að blaðinu - en ekki honum sjálfum - sé sómi sýndur með því að hann skrifi á leiðarasíðuna.
Að minnsta kosti velur Ólafur að kveðja lesendur sína með því að hrauna yfir Fréttablaðið og Ríkisútvarpið, þá fjölmiðla sem veitt hafa honum tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri með áberandi hætti undanfarin ár. Það eru samsæri í hverju horni. Hvers vegna ritstjórn Fréttablaðsins taldi nauðsynlegt að birta þetta veit ég ekki - nema þeim finnist það bara í anda páskanna að hafa fórnarlömb í hávegum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536806
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur Hannibalsson er ekki sá fyrsti og væntanlega ekki sá síðasti sem sagt er upp föstum dálki hjá Fréttablaðinu sem og öðrum fjölmiðlum. Sjálfur hef ég reynt það oftar en einu sinni að fjölmiðlar vilja losna við þá sem fjalla um annað en leyfilegar hefðbundnar skoðanir og var á sínum tíma kastað út sem föstum greinarhöfundi Fréttablaðsins eftir að hafa skrifað um fyrirtæki eins þáverandi hluthafa í blaðinu. Mér finnst eftirsjá af Ólafi Hannibalssyni sem greinarhöfundi því hann hefur verið beittur og rökviss.
Jón Magnússon hrl.
Jón Magnússon, 4.4.2007 kl. 10:12
FÖSTUDAGURINN LANGI hefur styst verulega í óæðri endann undanfarna tvo áratugi og allt að fara fjandans til, uppistand á helgidegi, X-Factor og biografteater, og leyfilegt að drekka frá sér ráð og rænu á knæpum borgarinnar, fyrst með bjórlíki og nú með bjór án líkis (sans similarité). Ómar búinn að missa hárið, Hugi sonur Ólafs orðinn innsti koppur í búri í Umhverfisráðuneytinu, gengur hring eftir hring umhverfis ráðuneytið og búinn að missa næstum allt hárið, hefur miklar áhyggjur af álinu, "ég verð að segja það," eins og Steingrímur Hermannson sagði daglega og segir enn. "Ég er nú kannski verkfræðingur, eins og þú veist."
Afi varð 100 ára og honum var bara illa við einn mann á sinni löngu ævi en það var Steingrímur Hermannsson. Aldrei fékk ég þó uppgefið hver ástæðan var. Og nú er sonur Steingríms í framboði sem er 40% meira en eftirspurnin. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta allt saman? Ef þetta á að vera raunveruleikaþáttur þykir mér hann heldur klénn. Sá eini sem stendur upp úr meðalmennskunni er drauga-agent og bóksali Framsóknarflokksins á Suðurlandi sem slarfar í sig kviðsvið á Umferðarmiðstöðinni og selur þar Bókina um veginn sem aldrei kom, í þremur bindum, áritaða af samgönguráðherra. Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?!
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:42
Já, Jón, Ólafur fannst mér eiga ágæta spretti, þótt oft væri ég ósammála honum. En mér finnst vafasamt að menn líti á það sem persónulegt lén að skrifa svona greinar og eðlilegasta mál í heimi að ritstjórnir hafi rótasjón á þeim hópi úti í bæ sem verkið annast, þrjú ár eru óeðlilega langur tími þykir mér, ímynda mér að þetta hafi lítið að gera með þær skoðanir sem menn miðla en meira með vilja til þess að halda áfram að þróa blaðið og svo finnst mér lítill bragur á því að kveðja með svona væli.
Pétur Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 10:44
Margt gott sett fram hér en nú finnst mér grunnt rist í úttekt þinni: "ímynda mér að þetta hafi lítið að gera með þær skoðanir sem menn miðla". Sumum þætti þetta heldur grunnhyggin skyring án þess að ég leggi mat á það hér. Hef t.d. ekkert sérstakt álit á skrifum mannsins.
En er það ekki blaðamannsins að leita skýringa uppi? Hvort um eðlilega "rótasjón" hafi verið að ræða eða eitthvað annað? Öðrum kosti verður "væl" mannsins ekki dæmt af nokkurri sanngirni.
Ólafur Als, 4.4.2007 kl. 11:06
Ólafur, það liggur svo í augum uppi í mínum huga að svona skrif eru "skammtímagigg" að sá sem fær 3 ár í heiðursplássi á bara að þakka fyrir sig þegar tíminn er liðinn, það er ekki flóknara en það, fá dæmi um að menn hafi skrifað jafnlengi í jafntakmarkað pláss og þetta, eina aðsenda greinin á leiðarasíðunni.
Pétur Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 11:09
Vonandi kemur Ólafur Hannibalsson hingað á Moggablogg. Hann er einn af þeim skemmtilegu karakterum sem maður er algerlega sammála í öllum smáatriðum en gersamlega ósammála í heildina ...
Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 14:54
Þetta mál gefur tilefni til að rifja upp hvernig svokölluð leiðarasíða Fréttablaðsins var hugsuð þegar hún var endurskipulögð vorið 2004. Ég annaðist það verk og er því málið skylt. Hugmyndin var að fá til liðs við blaðið fasta penna sem skrifað gætu um málefni líðandi stundar af óhlutdrægni, víðsýni og þekkingu. Þeir skyldu vera sem minnst tengdir stjórnmálaflokkunum og hagsmunasamtökum, a.m.k. ekki vera frambjóðendur, þingmenn, sveitarstjórnarmenn eða formlegir málsvarar. Þetta var í sjálfu sér ekki frumlegt; svona standa alvöru blöð erlendis að verki. Fastir pennar gæðablaða utanlands eru yfirleitt óháðir álitsgjafar, sérfræðingar, háskólakennarar, rithöfundar, fræðimenn, menn með sérþekkingu o.s.frv. Þessi skipan hefur þótt skapa viðkomandi blöðum trúverðugleika og þarf ekki að koma í veg fyrir að sjónarmið stjórnmálamanna og hagsmunavarða, nú eða almennings, sjáist einnig á síðum blaðanna.
Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 15:19
Tek undir með þér Hlynur. Og þakka Guðmundi fyrir innleggið.
PG (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.