4.4.2007 | 11:12
Aðalmál kosninganna að mati Guðjóns Arnars
Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson héldu í gær fund um stefnu Frjálslyndra í málefnum útlendinga. Þeir félagar virðast ná vel saman í pólitíkinni og eru á oddinum í umræðum um málefni útlendinga. Það hefur hins vegar vakið athygli mína að þegar þau mál eru nefnd við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, fer hann iðulega undan í flæmingi og gefur til kynna að þetta sé nú ekki mikið mál og verði ekki látið þvælast fyrir samstarfi við aðra flokka. Ég ákvað að rifja upp í þessu sambandi hvernig Guðjón Arnar talaði um þessi mál í leiðtogaþætti á Stöð 2 á miðvikudag í síðustu viku.
Svona svaraði Guðjón Arnar spurningu Egils Helgasonar um hver yrðu aðalmálin í kosningunum:
Í okkar kjördæmi, norðvesturkjördæmi eru það auðvitað atvinnumál og byggðamálin í heilu lagi en á landsvísu tel ég að það sé mjög mikilvægt að ræða velferðarmálin, fara í gegnum þá umræðu, taka á málum öryrkja og aldraðra, tryggja það að það fólk sem hefur lægstu launin í þessu þjóðfélagi geti komist af á tekjum sínum og það er ekki sú stefna sem ríkisstjórnin hefur rekið t.d. í skattamálum. Því miður. Þeir hafa farið aðra leið og ýtt undir þá sem hafa hærri tekjurnar en tekið þá niður sem hafa lægri tekjur.
Ekki orð um útlendinga frá formanninum þegar rætt er um aðalmál kosningabaráttunnar. (Í sama þætti nefndi reyndar Jón Bjarnason, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi, umhverfismál ekki sem aðalmál fyrr en Egill minnti hann á þau).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÖLL MÁL ERU SAMOFIN, það er jafn mikilvægt að fara í vinnuna, að komast í vinnuna, hvernig komist er í vinnuna, hvernig unnið er, við hvað unnið er, hverjir vinna og hverjir vinna ekki. Það var aldrei neitt galdrafár á Írlandi en þar hafa nú góðan og mikinn starfa þúsundir erlendra manna, margir austur-evrópskir. Efnahagur með miklum blóma, engin fallvötn, engin álver og konur allar með eindæmum þriflegar. Hins vegar voru margir galdramenn brenndir í Norvesturkjördæmi, mikið galdrafár sem hefur enst fram á okkar daga og er mikið galdrasafn á Ströndum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:09
Það er mjög fínt viðtal við Guðjón Arnar í helgarblaði DV sem var að koma út. Mæli eindregið með því.
Magnús Þór Hafsteinsson, 4.4.2007 kl. 14:46
Það er ekki nóg að það sé fínt, hann verður að hafa eitthvað merkvert til málanna að leggja. Innleggið virkar á mig sem sölumaður DV sé að agintera fyrir blaðinu.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 20:32
"tryggja það að það fólk sem hefur lægstu launin í þessu þjóðfélagi geti komist af á tekjum sínum" , er einmitt kjarni innflytjendaumræðu Frjáslynda flokksins, flónið þitt..
Jóhann H., 4.4.2007 kl. 21:14
Ágæti Pétur Gunnarsson! Um hvað ert þú að fjalla í þessari bloggfærslu? Og í hvaða tilgangi, ef einhverjum? Hefur þú ákveðna skoðun á skoðun Frjálslyndra varðandi aðkomu útlendinga (sem er ekkert einfalt mál) að íslensku þjóðfélagi og ef þá hverja? Tek fram að ég er algerlega óviðkomandi Frjálslyndum.
Herbert Guðmundsson, 4.4.2007 kl. 21:16
Af því að mér hefur alltaf fundist þú svo góður blaðamaður og fjótlur að sjá aðalatriðin þá vil ég benda þér á nokkrar staðreyndir:
Frjálslyndi flokkurinn hélt fund í kosningamiðstöð sinni að Skeifunni 7 í Reykjavík. Framsögumenn vorum ég og Magnús Þór Hafsteinsson.
Í öðru lagi þá er það rétt hjá þér að við Magnús Þór höfum náð vel saman í pólitíkinni og mér finnst mjög gaman að vinna með honum sem og reyndar fleirum í Frjálslynda flokknum m.a. fyrrverandi flokksbróður þínum Kristni H. Gunnarssyni
Í þriðja lagi þá er eining um þá stefnumörkun sem um ræðir varðandi innflytjendamál og því fer fjarri að ég eða Magnús Þór höfum þar sérstöðu í flokknum.
Sem vanur og góður blaðamaður þá sérðu það Pétur að við erum að vekja athygli á máli með hófstiltri umræðu. Við erum ekki með upphrópanir eða andstöðu við útlendinga. Við teljum það hins vegar mikilvægt að um málið sé fjallað og hvaða leið við viljum halda þegar 11% vinnandi fólks eru útlendingar og allt of mörg dæmi um að íslendingum sé sagt upp störfum og útlendingar ráðnir á lægri launum og enfremur allt of mörg dæmi um að réttindi þeirra útlendinga sem hingað eru komnir séu ekki virt. Við teljum rétt að bregðast við hvoru tveggja.
Á fundinum í gær benti einn fundarmanna á að umræðan um þessi mál væri langt frá því að vera racismi. Racismi yrði hins vegar til þegar mál færu úr böndum og stjórnmálamenn neituðu að ræða málið tímanlega. Við erum enn í þeirri stöðu að eiga þess kost að ræða málið og taka upplýsta afstöðu til þess hvert við viljum stefna. Sem réttsýnn maður Pétur átt þú því að leggjast á árar með okkur þannig að þeir sem skrifa um þessi mál geti áfram talað um Lucky Iceland sem er laust við þau vandamál sem eru í öllum löndum í kring um okkur nema þá helst í Finnlandi.
Jón Magnússon, 4.4.2007 kl. 22:08
Guðjón getur ekki rætt útlendingamálin - það eru hlutfallslega fleiri útlendingar á Vestfjörðum en í nokkrum öðrum landshluta og flestir til gagns.
Kolgrima, 4.4.2007 kl. 22:58
Sæll Jón, ég þakka hlý orð og get endurgoldið þessi komplíment, og hef alltaf haft mikla trú á þér sem lögmanni og málflytjanda eftir að hafa fylgst með þér í ýmsum málum meðan ég vann sem blaðamaður og veit að þú hefur staðið fyrir raunverulega frjálslynda pólitíka, en ykkur hefur ekki tekist að sannfæra mig um að það sé raunhæfur möguleiki að grípa til þeirra aðgerða sem þið talið um innan ramma EES-samningsins. Hins vegar er auðvitað fyllsta ástæða til þess að efla þjónustu við innflytjendur og er út af fyrir sig sammála ykkur um að það sé ástæða til að læra af reynslu nágrannaþjóðanna en það á fyrst og fremst við um að láta hér ekki skapast svipað ástand og þar hvað varðar hælisleitendur. Auðvitað þarf líka að vinna að aðlögun þeirra sem setjast hér að, sérstaklega barna og unglinga. En ef ykkar úrræðum hefði verið beitt værum við hér með svipaðan fjölda útlendinga og nú, en fyrst og fremst fleiri starfsmenn starfsmannaleiga sem byggju við verri kjör en fólk hér nú. Annars er ég í sveitinni í stopulu sambandi og mun lítt eða ekki geta brugðist við kommentum næstu daga.
Pétur Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.