2.4.2007 | 17:23
Frjálslyndi og staðreyndir
Það má deila endalaust um smekk en sá sem fer rangt með staðreyndir getur ekki bara sagt: mér finnst það nú samt, ef hann vill láta taka sig alvarlega. Þetta er formáli að umfjöllun um málflutning frjálslyndra í málefnum útlendinga. Auðvitað mega þeir vera á móti útlendingum en þegar þeir vilja styðja mál sitt með staðreyndum er rétt að gá að hvað á baki býr. Og nú skulu hér nefndt tvö dæmi um að Frjálslyndir hafi sýnt fullmikið frjálslyndi í staðhæfingum um staðreyndir í umræðum um útlendinga undanfarna daga. Fyrra dæmið varðar berkla og sóttvarnir, hið síðara "undanþáguheimildir" EES-samningsins.
Úr röðum frjálslyndra hefur verið rætt um hættu á berklafaraldri vegna útlendinga og nauðsyn þess að efla sóttvarnir. Tók ég rétt eftir að Magnús Þór Hafsteinsson hefði sagt í Silfri Egils að embætti sóttvarnarlæknis hefði verið stofnað í skjóli nætur síðastliðið vor vegna hættu á smitsjúkdómum frá útlendingum? Hvað sem því viðvikur er þetta reginfirra. Árum saman hefur Haraldur Briem sóttvarnarlæknir og haft það verkefni að skoða þá sem hingað flytjast frá löndum utan EES m.t.t. berklasmits.
Kunningi þessa bloggs úr læknastétt gaukaði að mér upplýsingum af heimasíðu landlæknis þar sem er að finna töflu yfir fjölda berklatilfella frá árinu 1997. Þar kemur í ljós að berklatilfellum hefur alls ekki fjölgað, þau voru 10 árið 1997, 17 árið 1998, 12 árið 1999, 9 árið 2000, 15 árið 2001, 8 árið 2002, 8 árið 2003 og 8 árið 2004 en 11 árið 2005. Að jafnaði hefur aðeins um 1-2 tilvik á ári verið vegna smitandi berkla. Helmingur tilfella greinist í eldri Íslendingum, sem smituðust á unga aldri, meðan hér geysaði berklafaraldur. Sjúkdómurinn blossar upp þegar aldurinn færist yfir því þá verður ónæmiskerfið veikara fyrir.
Árni Páll Árnason, frambjóðandi Samfylkingarinnar og sérfræðingur í Evrópurétti, er búinn að leggjast yfir 1. apríl auglýsingu frjálslyndra og tætir í sig það sem þar segir um EES-samninginn og í honum sé undanþáguákvæði sem frjálslyndir vilji nýta til að stjórna flutningi vinnuafls til landsins. Árni Páll segir:
Staðreyndin er einfaldlega sú að ekki stendur steinn yfir steini í staðhæfingum Frjálslyndra í þessu efni. Tillögur þeirra fela í sér að brotið verði gegn ákvæðum EES-samningsins og tekin upp höft í milliríkjaviðskiptum til að halda uppi verði á vinnuafli innanlands. EES-samningurinn er forsenda efnahagslegrar velmegunar í landinu síðastliðinn einn og hálfan áratug. Við eigum ekki að stofna honum í hættu þótt Frjálslyndir séu með örvæntingarfullum hætti að leita að athygli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536623
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
FRJÁLSBLINDIR VERÐA EKKI MEÐ í næstu ríkisstjórn með þessum xenó- og rectófóbíum sínum. Annað hvort verður mynduð hér "vinstri græn stjórn" með Vinstri grænum, Samfó og Ómari eða "hægri græn stjórn" með Ómari, Framsókn og Sjöllum. Ómar stendur alla vega með pálmann í höndunum, enda Pálmasunnudagur í gær, og Möggu þykir það nú ekki leiðinlegt. Auglýsi Frjálsblindir sem mest.
Steini Briem (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 19:31
Steini, að kalla á einelti af þessu tagi er sérstök aðferð sem getur hitt mann illa fyrir heima. Er ekki meira um vert að reyna að keppa við Fenrisúlf gerræðis- og forsjárhyggjuaflanna í stað þess að afla sér syndakvittunar á kostnað Frjálslyndra? Það er eitthvað svo miklu viðkunnanlegra að berjast gegn afskiptum annarra en að telja öðrum trú um eigið ágæti.
Ólafur Als, 2.4.2007 kl. 20:08
Sjáðu hér að neðan minn kæri.....
Tekið af vef RUV frá 25/10 2006
"Berklar valda vanda í Noregi
Berklar eru orðnir heilbrigðisvandamál í Noregi vegna þess að hælisleitendur með berkla ljúka ekki alltaf lyfjameðferðinni.Aftenposten segir að 6 af hverjum 10 sem greinast séu með lungnaberkla. Auðvelt er að ráða niðurlögum berkla en það tekur tíma. Í Noregi greinast árlega 250 til 350 með berkla, flestir innflytjendur, sem hafa smitast annars staðar."
Hlekkur á fréttina er hér
kv. af skaga.
Einar Ben, 2.4.2007 kl. 20:23
"Hælisleitendur" er lykilorðið lorðið í þessu Einar. Hér eru ekki hælisleitendur, þeir eru teljandi í fáeinum tugum í gegnum árin, það skiptir máli, hingað kemur fólk í atvinnluleit og í atvinnuerindum, ef það við sóttvarnareftirlit reynist hafa berklasmit fær það væntanlega ekki atvinnuleyfi og er sent heim, eða þá þeir þurfa meðferð til að vinna. Hælisleitendur er ekki hægt að senda neitt. Aðstaðan er önnur, en það er m.a. þess vegna sem hægt er að segja að frjálslyndir fiski í gruggugu vatni.
Pétur Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 21:01
Ef menn hafa áhyggjur af berklum þá minnir það okkur á að styrkja og byggja upp hina almennu heilsugæslu í landinu og gera hana virka, þ.á.m. tryggja að þeir sem flytjast hingað til lands eigi þegar í stað greiðan sjálfkrafa aðgang að heilsugæslunni. Ef menn hafa svona miklar áhyggjur af berklum í Austurevrópu, - hvers vegna ekki að tryggja þá að allir Íslendingarnir sem þangað eru að þvælast verði undir ströngu berklaeftirliti? Er búið að skima eftir berklum í kroppnum á Björgúlfi Búlgaríubarón Thor Björgúlfssyni?
Pétur Tyrfingsson, 2.4.2007 kl. 21:12
Talandi um hælisleitendur, hvar eru þeir á Íslandi? Eru þeir boðnir velkomnir? Sagt er að 120 flóttamenn bíði afgreiðslu sinna mála. Á ekkert að sinna þeim?
Stefna ríkistjórnarflokkanna núverandi ( ennþá) er að heimila eingöngu innflutning á erlendu vinnuafli sem síðan er ætlast til að hunski sér heim þegar vinnan er búin.
Falleg og fjölmenningarleg stefna? Þegar stór er spurt.......
Katrín, 2.4.2007 kl. 21:59
Árni Páll hefur rétt fyrir sér varðandi EES-samninginn. Það er einfaldlega ekki hægt að nota undanþáguákvæðin á þann hátt sem Frjálslyndir boða. Enda er þetta bara ódýr popúlismi hjá þeim.
Svala Jónsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:14
Til að halda nú öllu til haga varðandi yfirlýsingu Íslands við umræddan samning:
Svar Dagnýjar Jónsdóttur á Álþingi við fyrirspurn um yfirlýsingu Íslands sem Árni Páll segir að sé marklaus.:
,,Þarna er settur sá fyrirvari að stjórnvöld geti gripið til aðgerða ef, eins og það er orðað, röskun verður á vinnumarkaði. Það er verið að tala um það að stjórnvöld verði að meta slíkt ástand eða yfirvofandi ástand og hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins. Það er þá verið að tala um það að ef svo stór hópur útlendinga kemur hingað til lands að við verðum engan veginn í stakk búin til að taka á móti þeim. Einnig er verið að hugsa um atvinnuástandið í landinu o.s.frv. Ég tel það mjög mikilvægt að við séum með þessa heimild í lögunum og það má líka geta þess að þetta eru rýmri heimildir en í Evrópusamningnum þannig að ég tel mjög gott að stjórnvöld hafi þennan varnagla. Við gerum okkur einfaldlega ekki fullkomna grein fyrir hversu margir munu nýta sér þessa rýmkun og koma hingað til lands. Það er alveg ljóst að vinnumarkaðurinn veður að vera í stakk búinn til að taka móti þessu fólki og stjórnvöld".
Er sem sagt ekkert að marka orð formanns félagsmálanefndar?
Katrín, 2.4.2007 kl. 22:52
Ég hef áhyggjur af þróun þessara mála. Það er framsýni að hefja þessa umræðu. Mér heyrist Frjálslyndir vera að tala um það sem við þurfum að gera áður en við lendum í sömu vandamálum og t.d. danir. Stefna Sjálftæðisflokks og framsóknar virðist vera "hleypum öllum inn og sjáum svo til hvað gerist". Það kalla ég ábyrgðarleysi.
Helgi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:55
Sæll Pétur. Heldur þykir mér þú seilast lágt um hurð til lokunnar í viðleitni þinni til að gera málflutning okkar í Frjálslynda flokknum ótrúverðugan. Varðandi smitsjúkdóma á benda á þessa frétt í þínu gamla blaði Mogganum. Sem reyndur blaðamaður getur þú einnig farið inn á fréttasíður t. d. BBC og Aftenposten og leitað tíðinda um þessi mál tengd innflytjendum. Þá sérðu að það fer fram mikil umfjöllun um þessi mál og þykir öllum sjálfsagt enda læknisfræðilegar staðreyndir að berklar eru vandamál í Austur Evrópu þar sem fólk býr við fátækt, þrengsli og slæman húsakost.
Síðan langar mig til að benda á sóttvarnafrumvarp flokkssystur þinnar heilbrigðirsráðherrans frá því um daginn og ég minntist á í Silfrinu. Það finnur þú hér. Hér er smá úr greinargerðinni með frumvarpinu:
Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað á alþjóðavettvangi. Heimurinn hefur staðið og stendur frammi fyrir alvarlegri heilbrigðisógn s.s. af völdum alnæmis, HABL (heilkenni alvarlegrar bráðalungnabólgu, „Severe Acute Respiratory Syndrome – SARS“), heimsfaraldri inflúensu og af völdum hryðjuverka þar sem sýkla-, eiturefna- og geislavopnum kann að vera beitt, sbr. miltisbrand og taugagas. Einnig er óttast að farsóttir á borð við bólusótt geti brotist út að nýju af slysni eða ásetningi. Við þessu hefur verið brugðist af hálfu Evrópubandalagsins (EB) með stofnun sérstakrar sóttvarnastofnunar (European Centre for Disease Prevention and Control – ECDC) og eflingu viðbragða við heilbrigðisógn á vegum framkvæmdastjórnar EB en Íslendingar hafa tekið þátt í því samstarfi. Þá hefur alþjóðaheilbrigðisþingið samþykkt nýja alþjóðaheilbrigðisreglugerð, AHR (International Health Regulations), sem verður bindandi alþjóðasamningur með gildistöku 15. júní 2007. Þessi AHR hefur áhrif á íslenskt laga- og reglugerðaumhverfi sem bregðast þarf við.
Svo er beinlínis spaugilegt að sjá hve mikið mark þú tekur á Árna Páli Árnasyni sem er í framboði fyrir Samfylkinguna. Það er mikið kappsmál fyrir Samfylkinguna að gera íslensku þjóðina sem undirgefnasta valdinu í Brussel og túlkandir frambjóðenda og annara útsendara þess flokks á ákvæðum EES samningsins eru vart marktækar. Gildir þá einu hvort sú persóna heitir Árni Páll, Eiríkur Bergmann eða Ingibjörg Sólrún. Frambjóðendur Samfylkingar vilja hafa landið galopið, eins og reyndar frambjóðendur allra flokka nema Frjálslynda flokksins.
Við Íslendingar eru enn sem betur fer sjálfstæð og fullvalda þjóð sem gerir sína milliríkjasamninga við aðrar þjóðir. Það hlýtur að vera okkar að skilgreina hvað sé vandræðaástand heima hjá okkur og hafa svo samband við aðrar þjóðir og tjá þeim að við viljum virkja ákvæði EES samningsins sem við gerðum sérstaka öryggisbókun við sem ekki var mótmælt á sínum tíma.
Katrin bendir réttilega á í athugasemd hér fyrir ofan að flokksystir þín sem þá var formaður Félagsmálanefndar þingsins hafi talað fyrir því að hægt væri að beita þessum ákvæðum þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru að kýla frumvarpið um frjálsa för launafólks gegnum þingið fyrir tæpu ári síðan. Ég man vel eftir þessu enda sat ég í félagsmálanefnd og á fundum alþingis þar sem ég reyndi hvað ég gat til að koma vitinu fyrir þingheim.
Nóg í bili en eflaust meira síðar því þessum málum er hvergi að ljúka.
Kveðja, Magnús Þór
Magnús Þór Hafsteinsson, 3.4.2007 kl. 00:48
Magnús: Hvernig hefðum við átt að byggja öll þessi hús og vegi ef ekki hefði verið fyrir innlent vinnuafl. Og hvernig ættum við að manna þær stöður í heilbrigðisgeiranum sem enginn vill lengur (þvottahús, þrif og fl.) ef ekki væri fyrir erlent vinnuafl? Afhverju farið þið ekki frekar að berjast fyrir mannsæmandi launum handa því fólki sem er að bjarga Íslendingum frá því að þurfa að loka allar heilbrigðistofnanir á landinu?
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 01:49
Björg.
Hvaða launataxtar eru það sem fólk af erlendu bergi brotið þiggur við störf í heilbrigðiskerfinu ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2007 kl. 03:10
Magnús, hvað er það sem við gerum ekki núna í sóttvarnareftirliti, sem þú vilt að við gerum? Nú þegar er hver einasti innflytjandi utan EES tekinn í berklaskoðun. Ertu tilbúinn að segja upp EES-samningnum til þess að þetta geti náð fram að ganga? Varðandi þetta ákvæði og beitingu þess þá þarf að vera til staðar neyðarástand, en hér er ekkert atvinnuleysi og allir útlendingarnir hafa vinnu og hvernig ætlarðu að rökstyðja það gagnvart samningsaðilum í EES að hér ríki neyðarástand?
Pétur Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 09:05
Það væri gaman að sjá þá Frjálslynda leita álita hjá lögfróðum mönnum um virkun einhliða ákvæðis EES samningsins um stöðvun fjáls flæðis vinnuafls til landsins. Svona "force majure" klásúla getur aldrei gengið framar meginmáli samningsins nema í skamma stund og því skammgóður vermir ef hún næði fram að ganga af einhverjum ólíklegum ástæðum. Við myndum þá líklega þurfa að sætta okkur við hið sama frá öðrum löndum evrópusambandsins.
Þar með gæti ungt fólk lent í vandræðum með að sækja nám erlendis eða leita leiða til að upplifa ýmis ævintýri með vinnu í evrópu eins og margir hafa gert. Eða hvað? Það hefur aldrei reynt á svona ákvæði og því algjörlega óvíst hvernig eða hvort það gæti komið til án þess að það hefði viðtæk áhrif á íslenskt samfélag og samskipti Íslands við EES og ESB.
Magnús segir að við séum frjáls og fullvalda þjóð sem er alveg rétt. En við höfum samt sem áður komist að samkomulagi við aðrar þjóðir og það hlýtur að vera okkar skylda að standa við okkar enda af samningum sem við gerum alveg eins og við gerum kröfu á aðrar þjóðir að standa við skuldbindingar gegn okkur.
Frjálslyndir eru klárlega klofnir í afstöðu sinni til innflytjendamála. Magnús og Jón Magnússon eru greinilega þeir sem ganga hvað harðast fram að láta stefnumál sín hljóma þannig að þau höfði til þeirra Íslendinga sem hafa fordóma gagnvart útlendingum og tala svo í kringum hlutina þegar fordómar eru bornir uppá þá.
Jóhann (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 10:52
Það er leitt, að með allri "opnuninni" gagnvart ESB-löndunum höfum við lokazt meira gagnvart þjóðum utan ESB, þ.m.t. flóttamönnum. Það er líka afleitt, að ESB skuli ætla sér slík forréttindi hér á landi, að á meðan hér megi og eigi að taka "hver[n] einast[a] innflytjand[a] utan EES [..] í berklaskoðun" (PG), þá skuli slíkt ekki mögulegt (eins og mér skilst á Pétri) við fólk frá ESB, t.d. Búlgaríu og Rúmeníu, þar sem sjúkdómar eru algengir, nema þá með því "að segja upp EES-samningnum til þess að þetta geti náð fram að ganga".
ESB reisir tollmúura kringum sig gagnvart umheiminum, ætlast til að öll ríkin hlíti því, og þau ríki, sem ganga í bandalagið, neyðast til að fella niður tollfrelsi, sem þau höfðu öðlazt gagnvart öðrum ríkjum; þannig mundi t.d. fara fyrir samningum okkar um tollamál við Kína, ef við gengjum í þetta gímald ESB, og raunar mundi bandalagið þaðan í frá hafa allt fullveldi yfir öllum samningum okkar um utanríkisviðskipti. Með þessu mæla flokkar Péturs og Árna Páls! En jafnvel verra er, ef við fáum ekki að ráða okkar eigin heilbrigðisgæzlu að fullu og öllu (bara vegna þess að við erum í EES), þótt um sé að ræða fólk frá löndum með afar báborið ásigkomulag í þeim efnum.
Jón Valur Jensson, 3.4.2007 kl. 12:31
Las í blöðum í morgun að þssi auglýsingaherferð Frjálslyndr sé stjórnað af Magnúsi og Jóni Magnússyni í óþökk margra annarra innan flokksins. Ef satt reynist þá ýtir það undir varnaðarorð Margrétar Sverrisdóttur á sínum tíma um að Nýtt Vald sé með í gangi yfirtöku á Frjálslynda flokknum. Greinilega er sú valdataka komin ansi langt miðað við það sem maður sér.
Guðmundur H. Bragason, 3.4.2007 kl. 12:40
Þetta er rugl, Guðmundur. Ég fylgist það vel með Frjálslynda flokknum (þótt ekki tilheyri ég honum), að mér er fullljóst, að stefnan í innflytjendamálunum nýtur þar mikils og breiðs stuðnings -- og líka hjá fólki, sem hefur laðazt að flokknum (algerlega óháð hinu gamla og tiltölulega litla félagi Nýju afli). Það var afar ófaglegt af Björgu Evu Erlendsdóttur í 17- og 18-fréttum Rúv í gær að slá því upp, að óánægja væri meðal margra í FF með þessa auglýsingu. Engin nöfn voru tilgreind, og það er því alls ekki rétt né fagleg vinnubrögð að slá slíkum óstaðfestum Gróusögum upp í aðalfréttum. Fréttamenn Rúv eru raunar ekki hlutlausir í ýmsum málum, það kom t.d. fram í viðtali við Magnús Þór og fulltrúa Alþjóðahúss í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær, þar sem dagskrárgerðarmaður Rúvsins var miklu eindregnari í sókn sinni og gagnrýni á Magnús og Frjálslynda heldur en sjálfur fulltrúi útlendinganna! En Magnús stóð sig auðvitað með prýði.
Jón Valur Jensson, 3.4.2007 kl. 13:47
Þetta með berklana er alveg sorglegt. Er verið að reyna að hræða okkur og snúa okkur gegn útlendingum með því að hóta því að við fáum berkla ef við umberum þá í okkar landi?
Nú vil ég ekki fá berkla frekar en aðrir og ég veit að í sumum löndum eru berklar algengari heldur en hér. Vissulega megum við vel hafa eftirlit með smitsjúkdómum en það eru engin rök fyrir því að hindra að innflytjendur setjist hér að. Það jafngildir því að við bönnum íslenskum ríkisborgurum að ferðast til framandi landa þar sem tíðni smitsjúkdóma er hærri. Viljum við það?
Svona reglur eru til yfir dýr. Eigum við að yfirfæra reglur dýra yfir á menn?
hee (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:19
María: þeir eru á þeim sama taxta og ég.. bendi þér á að tala við Verkl. hreyfinguna. En eins og vitað er.. þa eru það kvennmenn sem eru á lægstu tökstunum í þessu þjóðfélagi. Og það er vitað mál að þegar konur sækjast í eina stétt þá byrja launinn í þeirri stétt að lækka.. samanber kennarastéttin.. "vandamál" innflytjenda er það nákvæmlega og okkur kvennana.. mér þætti vænt um að heyra þau rök að það ætti að takmarka frjálst flæði kvenna að vinnumarkaði.. Það sem er að... ef það er eitthvað... þá er það þetta.. það vantar fleiri konur í stjórnunarstöður hér á landi sem ráða einherju um launinn..
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:13
Cactus grunar að þið séuð að reyna drepa hann úr leiðindum.
Cactus hefur hitað sér kaffi í brúsa til að ganga að hverfisgötunni frá Hveragerði og leggja fram kæru. Ákæran, tilraun til manndráps. Ákærðir, hyskið.
Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.