2.4.2007 | 16:39
Hvar eru verkalýðsflokkarnir?
Í öllum umræðunum í aðdraganda kosningarinnar í Hafnarfirði var kyrjað heldur lágt, en kyrjað þó, eitt stef sem mér þykir vert að gefa meiri gaum. Þetta er umræðan um það hvort vinstri flokkarnir hafi fjarlægst uppruna sinn, horfi ekki lengur á heiminn út frá hagsmunum vinnandi fólks, fólksins sem þeir voru stofnaðir til að berjast fyrir.
Gæðabloggarinn Pétur Tyrfingsson, er farinn að láta að sér kveða í umræðum á ný af miklum krafti (man síðast eftir að hafa heyrt til hans tala um pólitík þegar hann var að takast á við Hannes Hólmstein á fjörugum málfundum í MR fyrir svona 30 árum). Hann hefur fjallað um þetta á sínu bloggi. Pétur er í VG en hefur verið eina röddin sem ég hef heyrt úr þeim herbúðum halda á lofti hagsmunum verkalýðsins í álverinu. Sjá t.d. skrif hans um þetta hér og hér þótt greinilega sé hann hlynntur íbúalýðræði og hafi lýst andstöðu við Kárahnjúkavirkjun.
Og það var líka fast skotið sem vinstri flokkarnir fengu í grein sem trúnaðarmaður VR í álverinu, Andrés Ingi Vigfússon, birti í Mogganum sl. þriðjudag. Þar tekur hann vinstri flokkana á beinið fyrir að vera firrtir uppruna sínum. Þeir skoði heiminn frá sjónarhóli ungra menntamanna en hafi sagt skilið við alþýðu manna. Andrés segir:
Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu. Í staðinn er boðið upp á eitthvað annað sem að mínu viti eru slæm býtti. Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir. Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum...
Vinstri flokkarnir voru stofnaðir til að standa vörð um hagsmuni fólksins sem hafði ekki annað að selja en handafl sitt. Þá var öldin önnur...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki sagt að ég sé 'djúpt sokkinn' í hinni pólitísku umræðu en er það ekki yfirlýst stefna Vinstri-GRÆNNA að berjast fyrir því að auka veg velferðarkerfisins, að standa vörð um hag verkalýðsins en einnig að halda náttúrunni sem mest grænni, en ekki 'grárri'? Það hlýtur að vera svolítið oftúlkað að halda því fram að flokkurinn sé að gleyma uppruna sínum þó að hagsmunir stangist á í þessu tilviki. Er hann ekki einmitt trúr uppruna sínum? Félagslegu þættirnir skilgreina hann sem vinstri flokk og umhverfsiverndarsjónarmiðin sem grænan? Eða hvað?
Sverrir Árnason, vinstri-hægri-grænn!
Sverrir Árnason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:25
VINSTRI GRÆNIR eru hinn nýi Framsóknarflokkur og Framsóknarmenn flykkjast yfir til þeirra, fólk sem vill grænt en ekki hina gráu stóriðju, enda er formaður Vinstri grænna bóndi frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Formaður Framsóknarflokksins er hins vegar hægri sinni og "holdgervingur" stóriðjunnar, þeirra sem sjá ekkert annað en hana. Hið græna eða "eitthvað annað" er hins vegar til dæmis verslun, alls kyns þjónusta, meiri menntun, fiskveiðar, tækniþekking, fiskvinnsla, fjarskiptabætur, ferðaþjónusta, sala á fiski um allan heim, samgöngubætur og breytingar á kvótakerfinu. Allt kemur þetta öllum íbúum þessa lands beint til góða, sem stóriðja á örfáum stöðum gerir hins vegar engan veginn. Til dæmis liggja gríðarlega miklir möguleikar í Varnarliðssvæðinu, sem er mun betri kostur fyrir alla aðila á Suðurnesjum en álver í Helguvík.
Steini Briem (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:57
Vá Steini Briem, þú ert svo klár.
Hysjaðu nú upp um þig buxurnar, farðu í sparifötin, kallaðu með þér í hópinn ISG, SJS, Ögmund, Jón Bjarna., Ómar, Össur, Margréti, Magnús Þór og hina snillingana og umhverfisverndarsinnana alla saman, heilsið þið svo uppá Sigga E. og Heiðar; Björgúlfana báða og Bjarna Á. og Einar Sv., fáið þið líka með ykkur til að gefa þessu ennþá meiri "trúverðugleika" Baugs feðga og Hannes Smára þeir kunna nefnilega að gera "gull úr engu", sækið þið svona 100/150 milljarða til bankakallanna, þar er nóg "cash" á lausu fyrir arðbærar, einfaldar sjálfsagðar gróðahugmyndir eins og þínar, og búið þið til ca. svona 3500/5000 störf og afleidd störf á Íslandi með öruggum tekjum og seldum afurðum 30/40 ár fram í tímann, með hagnaði, og við allir íslendingar föllum að fótum þér, og...næstum því tilbiðjum þig. Og a pro pos, gleymdu ekki því að taka Lúðvík Geirs með þér í frumkvöðlahópinn, hann getur lagt í púkkið lýðræðisástina að hætti Lenins.
Gott væri ef þið í leiðinni sköffuðuð þessi ca 700 störf sem umhverfisvindhanasinnarnir töldu víst svo auðvelt að búa til fyrir Vestfirðinga árið 2003, eins og við heyrðum af á Stöð 2í kvöld, en hafa víst annað hvort, því miður og ábyggilega alveg óvart, týnst eða ekki fundist á leiðinni þangað, nema a.m.k. ennþá, eins og venjulega, þetta margtuggða og notadrjúga "eitthvað annað (núll)".
Góða skemmtun snillingur og gangi þér í þjóðarþágu þetta verkefni allt í haginn. Þú býður mér svo upp á glas með þér fyrir hvatninguna þegar þú færð fyrstu arðgreiðsluna af hagnaðinum á næsta ári, er það ekki????
Kveðja.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:05
"Bragð er af þá barnið finnur." Þau eru ófá "gáfnaljósin", sem klifrað hafa upp eftir bakinu á stritandi alþýðu til æðstu metorða, þótt aldrei hafi þau deilt kjörum með henni.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.