31.3.2007 | 23:45
Sögulegt
Söguleg og merkileg niðurstaða er fengin í íbúakosningum í Hafnarfirði. 88 atkvæði skilja fylkingarnar í kosningu þar sem þátttaka var gríðarleg. Endanleg niðurstaða er fengin í málið með lýðræðislegum hætti.
Hafnarfjörður er kannski vinstrisinnaðasta sveitarfélag á Íslandi, þar voru VG og Samfylking samtals með um 67% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor. Því kemur niðurstaðan kannski ekki mjög á óvart og endurspeglar meðal annars það sem vitað var að mjög skiptar skoðanir hafa verið um þessi mál meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Andstaðan hefur hins vegar farið þvert á flokka og andstæðinga mátti finna í öllum flokkum og stuðningsmenn sjálfsagt líka. Eins er eðlilegt að menn velti því nú fyrir sér, eins og ég sé að ýmsir bloggarar eru þegar farnir að gera, hvort rammpólitískar yfirlýsingar Seðlabankastjóra frá því í gær hafi ráðið úrslitum. Hver sem þýðing þeirrar yfirlýsingar var á endanum er ekki vafi á því að hún sætti talsverðum tíðindum.
Og víst verður fróðlegt að fylgjast með áhrifum þessara úrslita á umræður næstu daga og vikur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 00:03 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536790
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur! Davíð réð ekki úrslitum í þessu máli. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Reykjanesbæ og Húsvíkinga því álver verður byggt og fallvötnin verða beisluð í komandi framtíð því allt kallar á það hvað sem hafnfirðingar segja. Það eina sem situr eftir er hnýpin sveitastjórn í vanda sem hafði ekki pólitískt þrek til að taka á skipulagsmálum síns byggðarlags. Þetta þrekleysi verður öðrum hvatning því eins og segir " Eins dauði er anars brauð" Það sem verst er við þetta mál er að ekki er hægt að tryggja ágreiningslausar fermingaveislur í Hafnafirði þetta vorið.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:23
Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er Samfylkingin með 7 fulltrúa en VG 1. Það er Samfylkingin fyrst og fremst ein í meirihluta í bæjarstjórn sem tryggði að þessi kosning færi fram og íbúalýðræði væri beitt.
Niðurstaðan er mjög góð og verður áhugavert að sjá hvernig umræðan verður í framhaldi af henni.
Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:26
Heill og sæll kæri félagi Pétur,
Það má ekki gleymast að enn er dálítið til af fólki sem áttar sig á hinu röklega samhengi.Kýs gegn bullinu þó að það sé gert undir sömu formerkjum og Al Capone var stungið í steininn. Sem kunnugt er þá var það fyrir skattsvik.Sama gildir í Hafnarfirði en með því að fella deiluskipulagstillöguna þá hafa skynsamir
íbúar náð völdum af hinum gráðugu.Samþykkt hefði þýtt yfirgang gagnvart komandi kynslóðum, hærra raforkuverð til almennings ( en reikningur vegna sölu á rafmagni á undirverði til Alcan hefði verið sendur beint á borgarana). Umhverfismengun, sjónmengun og tvö ný störf ( fyrir Jón og Guðjón Jón )
Um leið boða þessi úrslit endalok Framsóknarflokksins sem spillingarfélags, og fall
ríkisstjórnarinnar í vor . Jafnframt frestar niðurstaðan því óhjákvæmilega; að landið fari úr byggð en allur almenningur flytur á endanum undan helmingaskiptafélagi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þangað sem almenningur á einhverja von, til Svíþjóðar, Portugal, Danmerkur. Líkt og fyrirtækin flyja land þá mun almenningur gera það sama. Sá fjöldaflótti mun þó
varla verða fyrr en eftir 5-10 ár nú þegar ljóst er að ríkisstjórnin fellur.
Kveðja
Jónas H Jónsson
jónas jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:22
KONUR voru einungis 14% starfsmanna ISAL í nóvember 2001. Meðalaldur allra starfsmannanna var 44 ár og einungis 43% þeirra voru búsettir í Hafnarfirði. Konur vilja mun frekar vinna í þjónustu og þekkingargreinum en þar eru greidd mjög góð laun. Um 80% kvenna hér starfa í þeim greinum en einungis 54% karla. Þenslan er gríðarleg hér, verðbólgan 7% í ár og erlent vinnuafl alla vega níu þúsund manns, eða 9% af heildarvinnuaflinu. Samt sem áður sárvantar margar greinar hér vinnuafl. Það er því engin þörf á stækkuðu álveri í Hafnarfirði eða nýjum álverum, heldur þvert á móti, burtséð frá öllum umhverfisáhrifum.
Hér eru vextirnir með þeim hæstu í heimi vegna þenslunnar og launin halda síður en svo alltaf í við verðbólguna. Íbúðarlán upp á 20 milljónir króna, jafngreiðslulán til 40 ára með 5% föstum vöxtum og verðbólgunni hér í ár, 7%, kostar um 240 milljónir króna, eða 6 milljónir á ári að meðaltali. Verðbólgan á evrusvæðinu er aftur á móti 1,9% og væri sama verðbólga hér myndi slíkt lán kosta 69 milljónir króna, um 1,7 milljónir á ári að meðaltali. Há laun eru því engan veginn aðalatriðið, heldur kaupmátturinn, verðbólgan, verðlagið og vextirnir. Hér hækkar allt verðlag í hverjum mánuði og áhrifin af lækkun virðisaukaskattsins 1. .mars verða fljótlega horfin með öllu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 02:54
Fjölmargir íbúar sumra annarra sveitarfélaga geta nú horft fram á auknar líkur á uppbyggingu og hagsæld í heimahögum. Til hamingu með það. Steini, hvernig væri nú að koma á eigin bloggsíðu?
Ólafur Als, 1.4.2007 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.