30.3.2007 | 23:46
Eldfjöll og dollarar: hvað er eitt núll milli vina?
Hugmyndin um Eldfjallagarð á Reykjanesi hefur fengið mikla athygli sem valkostur í atvinnumálum. Henni hefur verið haldið á lofti af Landvernd en þó einkum Ómari Ragnarssyni og hans fólki í seinni tíð. Á dögunum var viðtal við Ástu Þorleifsdóttur, jarðfræðing um þetta í sjónvarpinu þar sem fram kom að tekjur af eldfjallagarði í Hawaii, sem iðulega er nefndur sem fyrirmynd eldfjallagarðsins á Reykjanesi, næmu milljörðum. Á vef Víkurfrétta er svo greint frá því að tekjur af eldfjallagarðinum á Hawaii, , séu um 5 milljarðar króna á ári. Fréttin byggir á því sem fram kom í erindi Ástu Þorleifsdóttur á fundi Landverndar, á Suðurnesjum 25. febrúar.
Í dag var svo haldinn aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja en þar flutti Júlíus Jónsson, forstjóri, ræðu og greindi frá því að hann hefði kynnt sér mál varðandi eldfjallagarðinn á Reykjanesi og m.a. skoðað glærur þær sem Ásta byggði erindi sitt á. Þar hefði hann komist að raun um það að samkvæmt henni væru tekjur eldfjallagarðsins á Hawaii 7 milljónir dollara á ári. Það eru um 500 milljónir króna. En Ásta (sem gekk einmitt úr Frjálslynda flokknum með Margréti Sverrisdóttur) virðist hafa margfaldað gengi dollarans með rúmlega 700 en ekki rúmlega 70 til þess að umreikna yfir í íslenskar krónur. Þannig fær hún út fimm milljarða en ekki 500 milljónir.
Auðvitað er hugsanlegt að mistök Ástu hafi verið fólgin í því að skrifa 7 milljónir dala en ekki 70 milljónir dala á glæruna. Hvort heldur er verður væntanlega útskýrt og þá með vísun í þær heimildir sem á er byggt. Eins og málið lítur út núna er Eldfjallagarðurinn í Hawaii sannarlega ekkert stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða og varla einu sinni á Suðurnesjamælikvarða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú "eitthvað annað".
Ómar er duglegur að bera saman ferðamannamöguleikana hér við Yellowstone, Hawai og nú síðast Lappland. Þeir í Lapplandi selja kuldann, myrkrið og þögnina. Þá datt honum það snjallræði í hug að selja hér rokið og slagviðrið.
Það er nú svo að á veðráttuna á Íslandi er lítið að treysta. Það er ekkert hægt að markaðssetja eitt eða neitt hér í sambandi við hana. Þú biður um rok og slagviðri en færð þá sól og blíðu. Biddu þá um sól og blíðu en hvað færðu? Rétt til getið... rok og slagviðri.
Hvernig verður að hafa þennan mann á þingi? Það verður kannski hægt að selja inn á þingpallana?
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 00:18
Miðað við þær tölur sem hún gefur upp þá koma þarna 3,3 milljónir ferðamanna.
Þá er spurningin hvort þér þyki líklegra að hagnaðurinn sé 150 krónur af hverjum ferðamanni eða 1500 kr?
Andri Valur (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 00:50
Þetta með tekjurnar af eldfjallaþjóðgarði lýsir málflutningi þessa fólks vel og sýnir hvað oft er farið frjálslega með staðreyndir.
Stefán Stefánsson, 31.3.2007 kl. 00:52
Þeir eru góðir að komameð viðskiptahugmyndir, sem einhverjir aðrir eiga að hrinda í framkæmd og taka áhættuna af.
Af hverju er þetta fólk að kalla sig stjórnmálamenn? Er ekki réttast fyrir það að drífa sig í bissness með allar þessar stórkostlegu hugmyndir?
Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 02:38
40 milljónir ferðamanna heimsækja Hoover stífluna í USA á hverju ári, s.s. 9 x fleiri en til þessara eldfjallagarða á Hawaii, sem ég hef reyndar aldrei heyrt talað um. Ætli Hálsalónsstífla gæti ekki aflað mun betur en e-r eldfjallagarðar hérlendis sem enginn hefur heyrt talað um þar til nýverið?
Sandy (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 03:36
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA er líklegur heildaraðgangseyrir að garðinum á Hawaii, eða 1.500 krónur á mann. Aðgangseyrir í Bláa lónið er 1.400 krónur, þangað komu um 380 þúsund gestir í fyrra og þeim fjölgar ár frá ári. Langstærsti hluti þeirra voru erlendir ferðamenn og þar vinna vel á annað hundrað manns en lágmark 200 manns munu vinna þar eftir 4 ár, að sögn Önnu Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Hún segir að stækkun álversins í Hafnarfirði myndi ganga þvert gegn hagsmunum Bláa lónsins og Reykjanesfólkvangs en að honum standa Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Grindavík.
Bláa lónið hefur fengið verðlaun fyrir að vera besta náttúrulega heilsulind heims, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims og ein af 25 bestu heilsulindum í heimi. Ef Reykjanesgarðurinn fengi sömu aðsókn og innheimti sama aðgangseyri og Bláa lónið yrði aðgangseyrir hans samtals um 532 milljónir króna á ári en heildartekjur Bláa lónsins eru 1,26 milljarðar króna á ári. Í Reykjanesgarðinum getur að sjálfsögðu verið til dæmis fræðslusetur, sala á minjagripum, leiðsaga, gisti- og veitingaaðstaða, svo eitthvað sé nefnt.
Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum. Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu til dæmis komast fyrir neðan svalanna.
Um 420 þúsund ferðamenn komu hingað í fyrra og þeir eyddu hér um 100 þúsund krónum á mann, samkvæmt Ferðamálastofu, samtals um 42 milljörðum króna. Þar að auki komu hingað tugir þúsunda ferðamanna með mörgum og stórum skemmtiferðaskipum, sem ryksuguðu hér upp rándýrar lopapeysur og fóru í lystireisur til Þingvalla, Gullfoss, Geysis og Mývatnssveitar, þar sem jarðböð hafa dregið að sér um 50 þúsund gesti. Ísland er nú fjórða samkeppnishæfasta land í heimi í ferðaþjónustu og hlutfall hennar í vergri landsframleiðslu er 6,3%. Landsframleiðslan mun hins vegar aukast um allt að 1,2% þegar álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls verður komin í fullan gang. Ferðaþjónustan er því á við fimm slík álver og laun í ferðaþjónustu eru hér hærri en í öðrum greinum, samkvæmt Hagfræðistofnun.
Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 04:49
Steini minn þú hlýtur að hafa verið andvaka þegar þú skrifaðir þetta.Ef þú hefðir lesið skýrslu Hagfræðistofnunar frá 2006 þá hefðir þú séð að laun í gistinga og þjónustugreinunum eru langt fyrir neðan landsmeðaltal. Ef þú hinsvegar tekur flugmenn og flugfreyjur með í reikninginn þá gætir þú fengið eitthvað sem er um eða rétt fyrir ofan landsmeðaltal. Það að grein sé fyrir ofan landsmeðaltal gerir hana ekki að betur launaðri grein en allar aðrar heldur einungis sumar. Verkamaður í álveri hefur td. tvöfalt hærri laun en flestir í þjónustugeiranum með sama menntunarstig. Síðan má heldur ekki gleyma þegar verið er að tala um ferðaþjónustu. Í ferðaþjónustu er inn og útflæði, þeas Íslendingar fara til útlanda í sama mæli útlendingar koma hingað. Gjaldeyristekjur Íslands sem heildar eru því nálægt núllinu af ferðaþjónustu. Auðvitað er ferðaþjónustan hluti af atvinnuvegunum en það þarf samt ekki að ofmeta hana.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 31.3.2007 kl. 07:21
- og hvers vegna geta einstaklingar með dug og glæsta framtíðarsýn ekki hent sér í öll þau verkefni sem ávallt eru nefnd til sögunnar. Fyrir liggur áhugi sveitarfélaga, starfsmenn á launum á þeirra vegum sem gera vart annað en að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki á þessum vettvangi að ekki sé nú talað um beina fjárhagsaðstoð víða að.
Ef við sleppum nú hugmyndum um fjallagrasatínslu og leyfum því gríni að liggja á milli hluta, hvað er öllu þessu góða fólki að vanbúnaði að vinna að annars glæsilegum hugmyndum. Varla getur stækkun álvers í Hafnarfirði komið í veg fyrir slíkt. Slíkur áróður er ekki trúverðugur enda er hann uppspuni og til þess gerður að slá ryki í augum fólks. Nær væri að einbeita sér að því að fela núverandi (og mögulega stækkaða) verksmiðju betur í landslaginu.
Fannst reyndar áhugavert að lesa textann frá mínum gamla skólafélaga, Steina, og sjá að kapítalistagenið í honum fer í yfirvinnu þegar kemur að því að "græða" á útlendingum. Ef ferðamálaiðnaðurinn eykur við sig um 20%, og þar með landsframleiðsluna um 1,2%, er það hið besta mál - en ekki reyna að telja okkur trú um að uppbygging orkufreks iðnaðar sé hindrun til langframa í þeim efnum.
Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 08:52
Ágætu álbræðslumenn. Það er leiðinlegt hvað þið reynið á allan mögulegan hátt að gera lítið úr einum öflugasta atvinnuvegi þjóðarinnar, ferðaþjónustunni og gerið því skóna að hún sé á einhvern hátt laglaunaatvinnuvegur og skili litlum arði í þjóðarbúið. Þið virðist gleyma því að ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hefur vaxið hvað hraðast á síðustu árum og er líka sú grein sem hefur reynst landsbyggðinni best í samdrætti í landbúnaði og tilflutningi á kvóta
Lárus Vilhjálmsson, 31.3.2007 kl. 11:02
Hæhó
Mér finnst nú öll umræðan byggjast á því að margfalda eða deila eð 10, 100 eða 1000 eftir behag. Ef lýðurinn trúir, þá er tilgangnum náð.
Með framleiðslu á áli, járni og kísli er hægt að draga úr fátækt í heiminum. Ferðaiðnaður er munaður sem er ágætt að veita sér en hver eru umhverfisáhrifin. Flugið er undanþegið Kyoto bókuninni. Það er ekki heldur tekið með þegar "náttúruverndarsinnar" argast út í álverin.
Ásta gerði eflaust óvart mistök en stór hluti rangfærslnanna er því miður áróður.
Nýja Dreamliner flugvélin mun verða búin til úr 15% títani. Slíkt magn títans mun eftir því sem ég best veit hafa verri umhverfisáhrif en 100% ál, bara til að slá gegn einni vitleysunni.
Kveðja
Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 11:18
Rétt, Lárus, ferðaþjónustan hefur gefið sumum á landsbyggðinni von. Svo á einnig við um skógræktarverkefnin og fleira. Verum sammála um að halda áfram á þeirri braut en leggjum ekki að jöfnu áhuga fyrir uppbyggingu orkuvera og orkufreks iðnaðar og að vilja ekki framgang ferðaþjónustunnar. Slíkt er illa til fundið.
Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 12:50
Samkvæmd viðurkenndum útreikningum skilar hver erlendur ferðamaður 100 þúsund krónum í íslenska þjóðarbúið. 50 þúsund ferðamenn skila því fimm milljörðum.
Tekjutölurnar sem hafa verið nefndar í samband við eldfjallagarðinn hafa byggst á tekjum innan þjóðgarðsins sjálfs. Ef um er að ræða frægasta eldfjallagarð heims er líklegt að tilvist hans skili umtalsverðum hluta erlendra ferðamanna til landsins.
Reiknað er með því að milljón ferðamanna komi til Íslands árið 2020. Ef aðeins 5 prósent þeirra kemur til landsins vegna eldfjallagarðsins eru tekjurnar 5 milljarðar á ári.
Ómar Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 13:37
Lárus Vilhjálmsson Skrifar hér að ofan að ekki ætti að gera ferðaþjónustuna að lálaunastarfi. Án þess að vera mikið inn í umfjöllunni og ath ég nefni aðeins eitt stakt dæmi og þarf það því ekki að vera rétt. Ég þekki starfsmann álversins og í hótelbransanum. Fyrir sama vinnutiman fékk álversstarfsmaðurinn töluvert meira borgað og munaði þar um 20-30%
Arnar (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 13:46
Ómar, frábært í alla staði. Ef ég má gerast svo djarfur þá legg til að þetta verði arfleifð þín ásamt með mörgu öðru ágætu sem þú hefur gert um dagana, m.a. að létta mér lundina og fræða. Reyndar kom hún Jónína, móðir þín, einnig að á þeim vettvangi og minnist ég hennar úr Álftamýrinni ávallt með virðingu og þakklæti. E.t.v. hafði hún áhrif á það að í dag starfa ég sem kennari.
Ég og margir fleiri sjáum bara ekki hvernig stækkun álversins í Hafnarfirði og ýmis önnur uppbygging komi í veg fyrir glæsilegar fyrirætlanir af því tagi sem þú nefnir. Tal um slíkt er í mínum huga ábyrgðarlaust og einfaldlega falskt.
Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 14:06
Talandi um eldfjallagarð. Ef einhverstaðar ætti að rísa eldfjallagarðu á Íslandi þá ætti hann að mínu mati að vera við Kröflu og út að Þeystareykjum og Gjástykki. Þar er allt sem til þarf, heitar uppsprettur, sjóðandi drullupollar, rjúkandi jörðin, stórar og mikklar sprungur, kolsvart og nýlegt hraun og svo auðvitað Mývatn í allri sinni dýrð. Ekki er ég að setja út á landslagið á Reykjanesskaganum en mér finnst Kröflusvæðið mun eldfjallalegra.
Gott mál með eldfjallagarð en hann þarf ekki frekar að vera lausn á atvinnumálum og útflutningstekjum frekar en álver. Er ekki alltaf verið að tala um fjölbreitt atvinnulíf, vinna í álveri er einn hluti af fjölbreittninni eins öll ný störf sem skapast í byggðarlögum hvar sem er á landinu. Þessir 400 manns sem verða að vinna við Fjarðaál á Reyðarfirði eru aðeins um 5% af atvinnufæru fólki (18-67ára) á miðausturlandi. Það ætti nú að vera hægt að halda uppi einhverjum fjölbreitileika í atvinnumálum á Austurlandi með hinum 95 prósentunum.
Þorsteinn Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:24
Hjartanlega sammála með staðsetningu eldfjallaþjóðgarðsins. Þó ég sé nú ekkert svo voðalega spenntur fyrir þessari hugmynd þá væri það miklu skárra að hafa hann fyrir norðan heldur en á þessu nesi ykkar sem er blautasti staður landsins (úrkomulega séð). En það er kannski pælingin í þessu öllu saman, að gera þetta svona 2 fyrir einn, ALLIR túristar sem hingað koma eru náttúrlega að sækjast í rokið og rigninguna sem Ómar ætlar að markaðssetja. Getur ekki verið að ein ástæðan fyrir því að svo margir ferðamenn sækja Hawaii garðin verið sú að þar er veður mun skaplegra og fyrirsjáanlegra en á Reykjanesinu. Það er nú þó mun þurrara og hlýrra á sumrin amk við Mývatn.
Gæti kannski samt verið fínt að hafa hann þarna fyrir sunnan, þá þyrftu túristarnir ekkert að vera þvælast út á land til að skoða það og þá væri hægt að setja stóriðju í hvern fjörð án þess að enginn myndi kippa sér upp við það.
Steinþór Traustason (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:43
Ferðamannaiðnaðurinn er mjög mikilvægur fyrir Ísland og á eftir að aukast mjög mikið. Ég get samt ekki séð að virkjanir og stóriðnaður í hófi muni skaða ferðamannaiðnaðinn. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir stærra álveri í Hafnarfirði en mjög spenntur fyrir eldfjallaþjóðgarði á Reykjanesi en sé samt ekki að stærra álver í Hafnarfirði muni eitthvað skaða fyrirhugaðann þjóðgarð eða fækka ferðamönnum. Hef aldrei séð spár um fjölda ferðamanna þar sem gert er ráð fyrir álveri eða ekki álveri.
Menn geta velt því fyrir sér hvað Krafla hefur skaðað ferðamannaiðnaðinn við Mývatn (not) og hvort fleiri muni heimsækja Kárahnjúka árið 2010 heldur en heimsóttu svæðið árið 2000. Hafa Íslendingar eitthvað sett svona hluti fyrir sig þegar þeir ferðast erlendis?
Sá sem getur svarað því af hverju ekki er hægt að búa til eldfjallaþjóðgarð á Reykjanesi ef ráðist verður í virkjun að Þeystareykjum fær milljón í verðlaun frá mér.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:05
Ég held að það sé ekki hægt að halda því fram að það sé ferðaþjónusta, álver eða útgerð sem reddi öllu hér á skerinu. Það þarf fjölbreytni til að hlutirnir gangi upp.
Ég sem bý á Reyðarfirði hef tekið eftir því að það er mun meira um ferðamenn hér ásumrin eftir að framkvæmdir hófust heldur en var fyrir, kanski mest vegna forvitni innlendra ferðamanna, en engu að síður hefur traffíkin aukist.
Ég vann áður í hjá fyrirtæki sem er stór birgi í veitinga og ferðaþjónustu, og fyrir fimm árum þegar ég hóf þar störf, var ekki jafn heillavænlegt að reka veitinga eða ferðaþjónustu eins og er í dag, það fann ég á meðan ég vann við að þjónusta þennan atvinnuveg.
Kárahnjúkastífla verður næstu árin fjölsóttasti ferðamannastður hér austanlands, hvort sem menn eru með henni eða á móti þá er það staðreynd, því það er eitthvað svo innbyggt í mannsálina að dást að eigin stórvirkjum og að mæta á staðin og skoða er svona "möst" og engin er maður með mönnum nema hafa barið þetta augum.
Það þarf að hafa fjölbreytni, það er alveg á hreinu. Það er líka þannig að þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé alltaf að stækka, þá er hún ekki að gera sig á ársgrundvelli nema á örfáum stöðum á landinu, og á meða það ástand varir verður þetta ekki atvinnuvegur sem heldur uppi byggð hringin í kringum landið.
Góðar stundir.
Eiður Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 17:44
Ég fagna mjög þeirri umræðu sem hér fer fram og vill koma minni skoðun hér á framfæri. Ég sat ráðstefnu á vegum Landverndar í Reykjanesbæ sem fram fór 24.febrúar, Opin ráðstefna um þá framtíðarsýn Landverndar að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur...var yfirskriftin. Á auglýsingunni fyrir ráðstefnuna stóð einnig að framtíðarsýn Landverndar um náttúruvernd samhliða fjölbreyttri nýtingu auðlinda fæli í sér jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi í anda sjálfbærrar þróunar. Svo mætti ég á ráðstefnuna og komst að því að þar var ekki verið að tala um eldfjallagarð nema að litlum hluta! Þar var Bergur Sigurðsson að halda erindi um Álver! Hann fór meðan annars yfir það hvað það væri miklu ódýrara að framleiða eitt tonn af stáli heldur en eitt tonn af áli! Það var ekki nokkur málsvari frá álframleiðanda á fundinum! Ég var forviða..Ómar S. Ármannsson sem átti að ræða Minjar á Reykjanesi og hveru mikilvægt væri að varðveita þær notaði megnið af sýnum tíma í að lýsa vanþóknun sinni og hatri á Hitaveitu Suðurnesja! Raflínur væru eins og hráviður um allt, blyndandi fólki sýn. Ómar áttaði sig ekki á því að megnið af minjunum sem hann þó ræddi um færu í flokk náttúruspjalla í dag og framkvæmdir á Reykjanesi í dag verða eflaust minjar í framtíðinnni.
Ásta Þorleyfsdóttir fór yfir Hawai-eldfjallagarðinn þar sem meðal annars er rennandi hraunkvika og var það ágætis pistill. Hún var þó aðalega komin til þess að reyna að fá fjármagn til þess að opna eldfjallagarð á Reykjanesi og sagðist meðal annars vilja fá 30 milljónir frá Hitaveitu Suðurnesja, 20 milljónir frá ríkinu og svo framvegis til þess að hún gæti látið þessa hugmynd verða að veruleika. Ómar Ragnarsson var sá eini sem talað hefur fyrir eldfjallagarði og raunverulegri landvernd sem hélt sig við efnið og var hans erindi í alla staði til fyrirmyndar og fræðandi og sýndi hann kvikmyndir úr Brennisteinsfjöllum.
Þar sem ég er áhugamaður um Reykjanesið vill ég benda á nokkrar staðreyndir:
1. Reykjanesið er nú þegar eldfjallagarður og hefur verið það frá því að landið reis úr sjó.
2. Hver sem er getur farið að aka ferðamönnum um Reykjanesið, tekið gjald fyrir að fræða fólk um svæðið og fl.
3. Stærstur hluti allra ferðamanna sem til landisins koma fara í Bláa lónið, en aðeins brot af þeim ferðamönnum sem koma til Hawai fara í þarlendann eldfjallagarð!
4. Bláa lónið væri ekki til staðar ef við hefðum ekki farið útí það að virkja á Reykjanesi um 1970.
4. Hitaveita Suðurnesja tekur á móti fjölda innlendra og erlendra ferðamanna til þess að skoða virkjanir fyrirtækisins á Reykjanesi! Nýting endurvinnanlegara orku er því helsta aðdráttarefli ferðamennsku á Reykjanesi í dag ekki móbergsmyndanir eða dingjuraðir! 5.
Til þess að hægt sé að veita ört vaxandi byggð á Suðurnesjum orku á næstu áratugum þarf að minnsta kosti aðra Reykjanesvirkjun til. Þá er aðeins verið að tala um orkuþörf almennings, lítilla og meðalstórra fyrirtækja en ekki stóriðju.
6. Á ráðstefnu Landverndar mættu 15 manns fyrir utan fyrirlesara! Af hverju voru svona fáir þar? Kannski vegna þess að fólk vissi að Landvernd var að fara að nota ráðstefnuna til þess að koma á framfræri andstöðu við álver en ekki raunverulegum hugmyndum um nýtingu eldfjallagarðs sem þegar er til staðar. Kannski er fólki bara alveg sama? Kannski var góður leikur í enska boltanum :-)
Takk fyrir líflega umræðu
Jóhann Fr. Friðriksson
J (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 17:50
ÁRSVERK í ferðaþjónustunni hérlendis voru orðin um sjö þúsund talsins árið 2004, samkvæmt Hagfræðistofnun. Sumir eru í fullu starfi í ferðaþjónustunni hér en aðrir í hlutastarfi, eins og mörgum öðrum greinum, til dæmis áliðnaði, þar sem margir hafa verið í hlutastarfi yfir sumartímann, eins og í ferðaþjónustunni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 18:02
Bestu þakkir fyrir þessa málefnalegu umræðu, hér hefur margt athyglisvert komið fram.
Pétur Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.