30.3.2007 | 22:14
Skarð fyrir skildi
Það vakti athygli á fundi með alþingismönnum sem stjórn SÁÁ boðaði til í gær að enginn fulltrúi Vinstri græningja átti tök á að sækja fundinn. Vakti það athygli þar sem VG beitir sér einatt í áfengismálum, kom t.d. nýlega í veg fyrir að leyfð yrði sala á áfengi í matvörubúðum. En VG vantaði sem sagt á fundinn og voru umræður rólegar og málefnalegar. Þó varð smá uppistand þegar Pétur Blöndal, fulltrúi sjálfstæðismanna, spurði hvort SÁÁ-menn hefðu aldrei velt því fyrir sér að það væri óheppilegt að yfirlækniirinn væri líka stjórnarformaður. Þá kom svipur á gestgjafana en allt var það þó með ágætum brag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536773
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er P. Blöndal að reyna að rugga bátnum? Veit hann ekki að þetta er alveg heilagt fyrirkomulag?
Auðun Gíslason, 30.3.2007 kl. 22:17
Er málefnafátæktin þvílík í Framsóknarflokknum að það þarf að uppnefna þá sem þið eruð hræddastir við? Mér finnst það fyrir neðan þína virðingu að uppnefna andstæðingana og gjaldfella annars oft fínt blogg. Er kannski planið að finna "sniðug" nöfn á alla flokkana sem þú styður ekki?
Gunnar, 30.3.2007 kl. 22:25
SJÁLFSAGT að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvörubúðum, enda er þetta matvara. En sumir geta náttúrlega fallið ef þeir sjá áfengi í búðunum og þá er DV mætt á staðinn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:38
Nei Gunnar, ekkert plan í gangi, ég þarf að melta þetta aðeins sem þú segir að þetta sé too much. En ég verð að segja að miðað við hvað VG eru herskáir við andstæðinga sína finnst mér þeir býsna hörundsárir og þola lítinn mótvind.
Auðun, já, mér finnst þetta til fyrirmyndar hjá Pétri að rugga þessum bát og fá menn til þess að breyta þessu fyrirkomulagi, en þeir höfðu víst ekki húmor fyrir því, amk ekki þennan daginn.
Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 23:02
Gunnar... VG getur trútt um talað um uppnefningar meðan Zero Framsókn merkjunum er dreift. Gat ekki annað en bloggað um það hér
Gestur Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 23:13
Pétur: já, ég get alveg tekið undir þetta með hörundssárindin á þeim bæ, þau draga úr líkunum á að ég kjósi VG. En það breytir samt ekki punktinum...
Gestur: Tja, mér finnast þetta hallærisleg merki en það er ekki verið að uppnefna fólk þannig að mér finnst þetta ekki alveg sambærilegt. Og lélegt að stela hönnuninni (þó ég sé almennt ekki höfundarréttarsjúklingur), hefði verið mikið nær að þýða og skrumskæla hönnunina, það hefði bæði verið beittara, hreinlegra og meira í anda þess sem ég vildi sjá. En ég er heldur ekki í VG :)
Gunnar, 30.3.2007 kl. 23:20
Stofnanir SÁÁ eru reknar samkvæmt sjúkrahúslögum og því eftirliti sem því fylgir. Ríkisendurskoðun hefur lagst yfir bókhaldið að minnsta kosti frá '90 ef ég man rétt. SÁÁ eru frjáls félagasamtök sem starfa fyrir opnum tjöldum með aðalfund etc etc þar sem kosinn er stjórn og formaður. Áður en menn halda að það sé eitthvað spúkí að formaður samtakanna og forstöðulæknir sé sami maðurinn þurfa menn að taka tillit til þessa. Við erum ekki að tala um fyrirbæri eins og Byrgið þar sem Guðmundur fór fyrir (og tók ykkur Framsóknarmenn í afturendann nafni minn) eða Friður 2000 þar sem Ástþór Magnússon er/var allt í öllu.
Svona nú... ég segi þetta ekki vegna þess að ég er bróðir hans. Við erum ekki þekktir af því að vera neitt sérstaklega sammála eða ganga erinda hvors annars. Hvernig þetta ástand varð til.... ég get ekki fari út í það vegna kvartana um of langar athugasemdir hér á fyrri bloggum. En sagan gæti kannski skýrt ýmislegt fyrir áhugasömum.
Athylgisvert er þó að nafni minn telur það einhvern veginn sjálfgefið að svona eigi þetta nú ekki að vera, - að formannsræfillinn sé nú líka læknadrusla á Vogi. Hefur einhver heyrt málefnaleg rök fyrir því að þetta sé eitthvað spúkí? Hvar eru þau?
Pétur Tyrfingsson, 31.3.2007 kl. 03:16
Sæll Pétur, ég veit að SÁÁ gerir mikið úr litlu og eru áreiðanlega einhver merkustu almannasamtök sem stofnuð hafa verið á Íslandi. En almenn sjónarmið um valddreifingu, eiga við þarna eins og annars staðar, hvort sem menn leita fyrirmynda í meðferð ríkisvalds, atvinnulífi (þegar ekki er um fyrirtæki í eigu einstaklings að ræða) eða akademíu. Þegar þetta er sagt er á engan hátt dregið úr því að Þórarinn er yfirburðamaður og tæpast einhamur. En, ég mun fúslega veita undanþágu frá viðmiðunum um lengd kommenta ef þú vilt hér rekja þessa sögu og hvernig það atvikaðist að þessu er háttað á þennan veg.
Pétur Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 13:01
Þakka þér kærlega fyrir nafni minn. Sagan er nokkurn veginn á þessa leið:
Undir lok 9. áratugsins var reksturinn algerlga í kaldakoli. Menn höfðu ekki náð að reka þetta af skynsemi (voru líklega ekki búnir undir allt þetta umfang), ríkið hafði ekki staðið í skilum í greiðslu svokallaðra halladaggjalda og mig minnir að deilur hafi verið um það og einnig stóðu samtökin með stóran reikning í höndunum fyrir rannsóknum fyrir yfirvöld til að skima fyrir HIV-smiti. Þegar ástandið var þannig að fyrir kom að mötuneytið gat ekki leyst út mat vegna of margra ógreiddra reikninga þá hafði starfsfólkið fengið nóg. Endurnýjað var í stjórn og skipt um formann sem kom úr röðum starfsmanna. Eftir eitt starfsár hafði hvorki gengið né rekið. Menn höfðu þá stofnar styrktarfélag Vogs til fjáröflunar. Þaðan kom hreyfingin sem greip til þess ráðs að gera yfirllækninn að formanni. Rökin voru að nauðsynlegt væri að formaðurinn þyrfti að hafa góða yfirsýn yfir allan reksturinn og næga þekkingu til að geta rekið erindi samtakanna og samið við heilbrigðisráðuneyti og önnur stjórnvöld. Þetta gekk eftir og á næstu árum gerbreyttist rekstur SÁÁ og var settur í mjög ábyrgan farveg þar sem allt bókhald og þess háttar er fullkomlega á hreinu. Það var ljóst að útilokað var að þetta gæti gerst nema einmitt að starfsemin væri undir forystu einhvers sem bjó yfir nægri þekkingu bæði á heilbrigðisvandamálinu og sjálfum rekstrinum og var bæði fulltrúi starfsfólks og almennra félagsmanna.
Nú hefur forstöðulæknirinn sitiið á formannsstóli í ein 18 ár held ég. Skýringin er mjög líklega sú að menn telja að sömu kröfu þurfi enn að gera til stjórnarformannsins og eiginleika hans eins og á þessum tíma en finna líklega ekki neinn annan sem þeir treysta til þess. Eða... sjá ekki neina sérstaka ástæðu til að leita hans logandi ljósi.
Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að heppilegast væri að þetta væri sitthvor maðurinn. Minnst vegna valddreifingarsjónarmiða heldur einfaldlega vegna vinnuálagsins. Það er betra að skipta verkum milli manna. Ég sé enga alvarlega hættu hér á spillingu eða einhverju slíku. Rekstur samtakanna sjálfra og stofnana þeirra eru meir og minna aðskilin. Þetta svipar til þess að þingmaður sé líka ráðherra.
SÁÁ-menn verða sennulega kyndugir á svipinn þegar umræða er vakin um þetta vegna þess að þeir hugsa þetta frá sjónarmiði innanbúðarfólks og vita ekki hvernig þeir eiga að ræða þetta málaefnalega við þá sem hafa ekki upplýsingar um staðhætti og ræða þetta með yfirborðslegum samanburði við t.d. Byrgið eða önnur einkasamtök.
Ég geri mér hins vegar fullkomlega ljóst að þrátt fyrir þetta sem ég hef bent á hér þá þarf það ekki að breyta niðurstöðu manna um að formaður og forstöðulæknir eigi ekki að vera sami maðurinn. Ég er bara að draga í efa þær forsendur sem menn eins og Blöndal byggja niðurstöðuna á.
Ég veit ekki hvort þetta skýrir málið eitthvað eða bætir einhverju við ef menn vilja gera upp hug sinn og hafa skoðun á málinu. En þakka fyrir mig og mína gömlu starfsfélaga. Ég vann þarna í ein 14 ár og hef þangað taugar þó ég hafi starfað á öðrum vettvangi s.l. 7-8 ár. SÁÁ eru samtök sem hafa verið mjög sanngjörn gagnvart þjóðinni og oft tekið áhættu t.d. að halda úti nauðsynlegri starfsemi sem ekki var skilningur á; hefur einnig þrjóskast við að halda úti meðferðarstarfi sem ekki er að fullu greitt fyrir úr opinberum sjóðum með því að bæta í með sjálfsaflafé. Samtökin og forsvarsmenn ættu að hafa unnið sér rétt til fullrar sanngirni þegar þau eru gagnrýnd. En nú er ég farinn að reka áróður.....
Pétur Tyrfingsson, 1.4.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.