hux

Umræðustjórnmál

Merkileg tegund umræðustjórnmála sem forysta Samfylkingarinnar stundar. Flokksþingið er ekki búið, það verður haldið helgina eftir páska en samt er búið að móta stefnuna og kynna hana. Þannig var haldinn blaðamannafundur í gær til þess að kynna Unga Ísland, stefnu í málefnum barna og fjölskyldna.

Bíddu, er þetta ekki lýðræðishreyfingin mikla, sem hefur lýðræðislega aðferðafræði sem sitt stóra mál og gerir svo mikið með lýðræðislegt umboð. Hver er aðild flokksmanna að þessari stefnumótun, er bara ætlast til að þeir mæti á flokksþingið og klappi fyrir því sem flokkseigendafélagið er þegar búið að ákveða og kynna sem stefnu flokksins? Sama átti við um Fagra Ísland, var ekki sú stefna mótuð af þingflokknum einum án samráðs við lýðræðislegar stofnanir? Þetta dytti fáum öðrum flokkum í hug, að boða kosningastefnuskrá án þess að byggja hana á samþykktum flokksþings, ég sé fyrir mér að það væri núna fjör í Samfylkingunni ef hinn einbeitti gagnrýnandi, Kristinn H. Gunnarsson, væri þar innanborðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll Pétur. Bara svona til að fræða þig. Vinna við stefnumál okkar hafa staðið mánuðum saman. Verst að þú hefur ekki verið með okkur í þessu. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur hér hjá félaginu á Akureyri.. Lokahnykkurinn er á flokksþinginu. Eruð þið frammarar að dunda við þetta á flokksþinginu sjálfu. Það er ekki von að vel fari. Þar klárum við sjáðu til :-)

Jón Ingi Cæsarsson, 30.3.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll Jón, nei framsókn vinnur þetta líka svona, það er undirbúningsvinna og ályktanadrög sem eru lögð fyrir flokksþingið en það dettur engum í hug að kalla það stefnu flokksins fyrr en samþykki flokksþingsins er fengið enda getur margt tekið breytingum þar. En fagra Ísland var nú reyndar kynnt sem stefna þingflokksins eins, ef ég man rétt.

Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 13:00

3 identicon

Samfylkingin er með allt lóðrétt niðrum sig, sá flokkur hefur að misst allan trúverðuleika... þessi regnhlífasamtök smáflokka.

Ólafur (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Merkilegt hvað mörgum sem vilja kenna sig við athafnastjórnmál gengur erfiðlega að skilja hugtakið samræðustjórnmál. Kalla það ævinlega umræðustjórnmál. Það er ekki það sama að "ræða um" eða "ræða saman".

Framsóknarmenn eru, eins og sannast á þessari síðu og bræðrasíðum hennar, afar duglegir að tala um menn og málefni. Sé miðað við höfðatölu eru Framsóknarmenn væntanlega einir knáustu umræðustjórnmálamenn landsins.

Dofri Hermannsson, 30.3.2007 kl. 13:42

5 identicon

Pétur

Miðað við viðbrögð þá er ljóst að þú hefur komið við bæði kviku og kaun.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll Dofri, ég veit að það er verið að reyna að hnika þessu til en þetta hefur nú lengi verið kallað umræðustjórnmál.  Sjá t.d. þessa frétt í Mbl.  12. apríl 2005: Birti úr henni tvo kafla:

"ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudag að innan framtíðarhópsins, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiðir, væri ekki að vænta "hugmyndalegrar yfirtöku" og fátt um nýjar hugmyndir miðað við stefnuskrá flokksins. Talaði Össur um að hjá hópnum mætti sjá "skyndibitalausnir á ákveðnum hlutum" og nefndi þar einkavæðingu hverfisgrunnskóla sem dæmi.

"Það er í gangi annað og meira en bara fegurðarsamkeppni á milli mín og Ingibjargar Sólrúnar. Það er meiningarmunur," sagði Össur.

Um hugtakið umræðustjórnmál sagði hann að það væri "fixídea sem á að bjarga öllu" og einnig:

"Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér sem menn hafi ofnotað það hugtak og það séu svolítið stórar umbúðir utan um ekki mikið.""

"Varðandi ummæli Össurar um hugtakið umræðustjórnmál segir Ingibjörg Sólrún að hugtakið sé notað um ákveðna aðferðafræði í stjórnmálum. Í sínum huga séu umræðustjórnmál ekki umbúðir heldur hornsteinn lýðræðislegra vinnubragða. Þetta sé spurning um að virkja sem flesta til þátttöku í starfi og stefnumótun og hafa eðlilegt samráð innan flokka og á þingi. "Hugtakið er ekki mín uppgötvun heldur er það notað heilmikið í pólitískri umræðu um allan heim og er viðleitni til að þróa lýðræðið áfram," segir Ingbjörg Sólrún."

Þarna var nú ekki hikað við að tala um umræðustjórnmál. 

Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Bullan

Það er greinilegt að Samfylkingarmönnum finnst vont að vinnubrögð þeirra ágæta formanns séu komin upp á yfirborðið. Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum að forsvarsmaður flokksins kynni og gefi út stefnuna áður en almennir flokksmenn fá að tjá sig um hana en þetta sýnir betur en margt annað hvernig þessi forsvarsmaður vinnur. Það er líka svolítið skrýtið að alls staðar þar sem flokkarnir eru beðnir að senda fulltrúa sína þá virðist ISG oftar en ekki dúkka upp á meðan aðrir flokkar sýna sem flest andlit. Er þetta hluti af stjórnunaraðferð hennar eða treystir flokkurinn engum öðrum? 

Bullan , 30.3.2007 kl. 14:03

8 identicon

Hehe... Þetta er dálítið klassískt fyrir 'umræðu' í íslenskum stjórnmálum. Menn gagnrýna og setja út á með hvaða hætti einhver ákvörðun er tekin eða stefna kynnt en þora ekki í debat um málaflokkin sjálfan...

IG (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:08

9 Smámynd: Bullan

Talandi um að ræða þetta með málefnalegum hætti. Það virtist alveg gleymast að ganga á Samfylkingarfólkið með það hvað þessi loforðasúpa myndi kosta. ISG sagði 2-3 milljarðar til að byja með og svo myndi þetta vaxa eftir því sem fleiri loforð yrðu efnd. Hvaðan áttu peningarnir að koma, ekki frá atvinnuuppbygingu að því virðist.

Bullan , 30.3.2007 kl. 14:17

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Mér finnst þessi umræða einkennast af sérlegri öfund yfir því að Samfylkingin er með mikilli og góðri vinnu búin að stinga aðra flokka af í málefnum barna. Og ég skil þessa öfund vel. Það getur ekki verið þægilegt að vera staðin að því að hafa gleymt að hugsa um börnin sín (þjóðarinnar).

Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur verið skornar niður og tannvernd barna rústuð svo tvö dæmi séu nefnd. Barnafjölskyldur eru vinnupíndar, þær sviknar um vaxtabætur sem þær hafa byggt fasteignakaup sína á, vextir á yfirdráttarlánum komnir yfir velsæmismörk ítölsku mafíunnar og þenslustjórnarverðbólgan hækkar höfuðstól húsnæðisskulda um 100 þúsund kr. við hvern 100 þ kall sem fólk borgar af lánunum.

Þarna er nú bara verið að tala um almenna erfiðleika en svo má nefna að um 5000 börn á Íslandi búa við fátækt, að 4000 tilkynningar bárust til yfirvalda um alvarleg tilfelli sálrænna erfiðleika (tvöföldun á nokkrum árum) og fíkniefnavandræða barna og í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að stórum hluta barna á Íslandi líður illa í skólanum. Það skyldi þó aldrei vera að fátækt spilaði þar inn í?

Það má togast á um umræðu- og samræðustjórnmál en um hitt þarf ekki að deila að athafnastjórnmál í málefnum barna hafa ekki verið stunduð af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar og verða ekki praktíseruð fyrr en ný stjórn er komin til valda sem hefur raunverulegan áhuga á málinu.

Kv. Dofri Hermannsson

Dofri Hermannsson, 30.3.2007 kl. 15:02

11 identicon

Ætlar þú Dofri alls ekkert að taka á þessari gagnrýni? Fyrst hefur þú rangt fyrir þér með umræðustjórnmálin og svo ferðu almennt að tala um barnamál þegar umræðuefnið var vinnubrögðin með tilliti til landþings? Efnislega skipta málefnin auðvita mestu máli, en vinnubrögðin eru einnig gríðarlega mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Þið sem talið um meiri fagmennsku í opinberum ráðningum ættuð að þekkja það. Svo er óþarft að rifja upp vinnubrögð annarra flokka, auðvita hafa þau verið til skammar oft á tíðum. Væri áhugavert ef þú héldir þig við umræðuna.

andri gunnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:40

12 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er bara klassískur Dofri. Hann svarar öngvu sem hann er spurður um og snýr heldur út úr. Ætla að vona að þetta sé ekki einkenni allra Samfylkingarmanna því þá er illa komið fyrir þeim flokki. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.3.2007 kl. 16:54

13 identicon

Sæll Pétur- bestu þakkir fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga stefnuskjali okkar-Unga Ísland. Ef þú hefðir fylgst betur með okkar alþingismönnum myndir þú sjá að stefna okkar Unga Ísland byggir á tillögu- og málflutningi okkar alþingismanna til margra ári og er að verulegu leyti unnin uppúr fjölda frumvarpa þeirra um þessi mál, sem núverandi stjórnvöld hafa hundsað, en við ætlum okkur að framkvæma:  Þeirra Björgvins G. Sigurðssonar, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Kartínar Júlíusdóttur og Rannveigar Guðmundsdóttur, svo nokkur séu nefnd.

Með bestu kveðjum, Margrét S. Björnsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Margrét S. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:56

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er skemmtilegt hvað Pétur er pirraður út í Samfylkinguna. Eins og Dofri segir ... Samfó er löngu búin að stinga Framsókn af og ég vona að þú farir ekki að halda því fram að svo sé ekki. Að vísu er málefnavinna Framsóknar einföld seinni árin...copy paste á Valhallartíðindum

Jón Ingi Cæsarsson, 30.3.2007 kl. 17:47

15 identicon

Það er fáránlegt, svo ekki sé meira sagt, að halda því fram að kjörnir fulltrúar og starfsmenn stjórnmálaflokks hafi ekki umboð til að móta og skapa stefnu flokksins. Með sömu rökum mætti halda því fram að aldrei mætti gera nokkurn skapaðan hlut, leggja fram frumvörp eða nokkuð annað, í nafni stjórnmálaflokks nema það hafi verið samþykkt með meirihluta atkvæða á flokksþingi, jafnvel uppundir ári fyrr. Það sjá allir sem vilja að það er absúrd viðhorf. En því miður eru margir sem ekki vilja sjá það.

Ef flokksmenn eru óánægðir með „hin ólýðræðislegu vinnubrögð“ og/eða stefnuna sjálfa (sem hlýtur að teljast afar ólíklegt), þá sýna þeir það bara í verki með því að yfirgefa flokkinn eða merkja við annan flokk á kjörseðlinum 12. maí. Varla skelfir sú tilhugsun framsóknarmenn eða aðra svo mjög, heldur líklegar hitt, að stefnan Samfylkingarinnar sé betri en þeirra eigin, og að það dyljist fáum.

Sigurður H (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 18:30

16 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sigurður, auðvitað hafa starfsmenn og kjörnir fulltrúar umboð til þess að taka ýmsar stefnumótandi ákvarðanir og ákvarða stefnu í einstökum málume en ég þekki ekki annað dæmi þess í stórum stjórnmálaflokki á Íslandi að það sé kynnt kosningastefnuskrá sem ekki styðst í aðalatriðum við samþykktir flokksþings.

Reykjavíkurbréf Moggans, 18. mars: "Ef málflutningur talsmanna Samfylkingar er borinn saman við málflutning talsmanna annarra flokka kemur í ljós, að samfylkingarfólkið er alltaf að tala á flokkspólitískum nótum. Þetta er málflutningur af því tagi, sem einkenndi stjórnmálabaráttuna fyrir hálfri öld. Að setja öll mál í flokkspólitískt samhengi án þess að nokkrar forsendur væru fyrir því. Samfylkingarfólkið setur öll mál í flokkspólitískt samhengi. Það fólk er nánast eina fólkið, sem gengur nú um með flokkspólitísk gleraugu og virðist ekki geta talað um málefni án þess að segja, að Samfylkingin sé góð og allir aðrir séu vondir. Þessi tegund af málflutningi á ekki lengur við. Hann er úreltur. Hann er forneskjulegur. Hann nær ekki til fólks. Hann þykir leiðinlegur og stundum hlægilegur.

Það er leiðinlegt að tala við fólk um málefni lands og þjóðar sem sér allt út frá mjög þröngu flokkspólitísku sjónarhorni.

Líklega er þessi grunntónn í málflutningi samfylkingarfólks flokknum erfiðari heldur en ásakanir ungs fólks á vinstri kantinum á hendur Ingibjörgu Sólrúnu um svik."

Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 21:39

17 identicon

Framsóknarmenn hafa ekki þann drösul að draga að hugsa um stefanuskrá, né málefni. Löngu dautt.

Eyvi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband