30.3.2007 | 00:39
Landamæri
Þessi ungi maður bloggar undir merki Frjálslyndra og birtir undarlegan samsetning um þá hættu sem Íslendingum stafar af útlendingum. Skoðið sjálf, ég nenni ekki að endurbirta þetta.En það kemur fram að hann vill endurheimta landamæri Íslands, sem er frasi sem heyrst hefur nokkrum sinnum.
Það vekur mesta athygli mína er að þetta er framsett eins og það sé afritað af glærum, eða úr skjali. Getur verið að þetta sé dreifiefni frá einhverjum flokksleiðtogum til flokksmanna um útlendingamál? Það var athyglisvert að heyra Guðjón Arnar lýsa því yfir í leiðtogaþættinum hjá Agli á Stöð 2 í gær að Frjálslyndir meintu eiginlega ekkert með þessari útlendingaumræðu og að hún yrði tekin út af borðinu strax og stjórnarmyndunarviðræður með þeirra þátttöku hæfust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536611
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu ekki skoða þetta betur Pétur og athuga hvað þú ert að blogga um en Viðar er vel menntaður maður sem kann vel að standa fyrir því sem hann ræðir um.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.3.2007 kl. 00:45
Einmitt Guðrún. Er ekki frekar málið að þið kíktuð aðeins betur að dæmið ykkar sjálf. Taktu eftir umræðunni á blogginu. Þeir sem eru ekki rasistar eru alveg bit en þeir sem eru rasistar eru hissa á þeim sem eru það ekki.... hmmmm.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:11
Svo að illa rökstuddar fullyrðingar sem bera vott um mjög valkvæma hugsun er í lagi ef maður er búinn að vera lengi í skóli. Gott að vita það. En þar sem ég veit að margir eru ennþá að fullyrða það að frjálslyndi flokkurinn hafi verið fyrstir með útlendingamálin þá ætla ég að benda á
Fræðingur, 30.3.2007 kl. 01:17
þetta hér (afsakið, einhver mótþrói hjá moggablogginu)
Fræðingur, 30.3.2007 kl. 01:18
Viðar þessi birti eftirfarandi ,,komment" við færslu á síðu Jóns Magnússonar 25. mars síðastliðinn:
,,Jón þú varst frábær í kastljósi. Skoðanakönnun gallups frá desember sýndi að 43% þjóðarinnar vill ekki alla þessa nýbúa."
Hvað segja fulltrúar VG og Samfylkingarinnar nú? Heldur kaffibandalagið, alveg óháð því hversu langt fulltrúar frjálslynda flokksins ganga í málflutningi sínum gegn fólki af erlendum uppruna á Íslandi?
Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 07:55
ÖLL vitleysan er eins, sérstaklega hjá Frjálsblindum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 07:59
Hver hræðist það að taka vel á móti útlendingum sem að hingað vilja koma. Hver er hræddur við að kenna nýbúum íslensku og okkar menningu. Hver er hræddur við að setja nýbúana inn í okkar heilbrigðiskerfi. Í íslensku heilbrigðiskerfi erum við sprautuð fyrir hættulegum sjúkdómum frá nokkra mánaða aldri.
Þið sem eruð á móti því að vel sé tekið á móti nýbúum hugsið ekki ferlið til enda...eða gerið þið það?
Opnið þið heimilin ykkar fyrir öllum sem að vilja flytjast inn til ykkar?
Ísland er land Íslendinga sem við erum stolt af og við tökum að sjálfsögðu vel á móti þeim sem að til okkar vilja koma.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2007 kl. 10:13
Guðrún Þóra það er enginn á móti því að taka vel á móti fólki og margt er vel gert nú þegar í þeim efnum, þótt margt megi bæta, t.d. íslenskukennslu, stuðning við börn og unglinga, og útgáfu atvinnuleyfa. En að gera út á ótta við berklasmit og glæpamenn í kosningabaráttu um leið og formaður flokksins segir að mönnum sé lítil alvara með talinu og muni taka það út af borðinu í kosningabaráttu er fyrir neðan allar hellur, finnst mér. Þá stendur eftir það sem t.d. Gunnar Örlygsson sagði um Magnús Þór Hafsteinsson að hann væri ekki útlendingahatari en væri tilbúinn að þykjast vera það til þess að ná í atkvæði.
Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 10:28
Vá...segi ég. Verður maður ekki bara að flytja til Póllands? Hér er greinilega ekki vært.
Mig grunar nú að þessi pistill sé í óþökk Frjálslyndra. Hef lesið stefnuskrá þeirra, sem þessi piltur hefur vafalaust ekki gert. Allavega sýnist mér hrapalegur misskilningur á ferðinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 13:05
Getur verið að Guðjón sé eitthvað óhess heima hjá sér, er ekki kellan pólsk?
Auðun Gíslason, 30.3.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.