29.3.2007 | 15:22
Ég var áskrifandi að Króníkunni
Ég var í þeim fámenna hópi sem keypti áskrift að Króníkunni, tók tilboði um 10 tölublöð fyrir rúman 2.000 kall. Þetta var eftir að fyrsta blaðið kom út, blaðið frá í morgun hefur enn ekki borist en hin fimm komu. Það er skárri díll en úti í búð og er það enn þótt nú líti fyrir að Valdi og Sigga Dögg ætli að vanefna þennan samning við mig.
Þetta fer í endurminningasjóðinn yfir verstu fjárfestingarnar, ekki sú lélegasta (samkeppnin er hörð) en örugglega á topp 25. Blaðið var ágætt en það reyndist ekki markaður fyrir það, þannig er það. Góður maður sagði að það hefði aldrei náð sínu Kompás-mómenti, þ.e. máli sem dugði því til að slá í gegn með sama hætti og Kompás gerði.
Mikill gúrú í viðskiptalífinu sagði mér í morgun að ástandið á fjölmiðlamarkaðnum væri nú þannig að fyrir hverja krónu sem neytendur settu í að kaupa fjölmiðla settu útgefendur tvær krónur. Valdi og Sigga Dögg voru of litlir fiskar í of stórri laug, en gott hjá þeim að reyna. Nú borgar væntanlega Baugur upp lánssamninginn við Björgólf eldri og leysir þau undan skuldbindingum, eða hvað? DV fær fína blaðamenn í vinnu, ef Króníkufólk þiggur tilboðið.
Þetta átti sér aðdraganda fyrir nokkrum vikum sem sagt var frá hér og hér, þá slitnaði upp úr en nú liggja fyrir samningar.
DV kaupir Krónikuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 536742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur sjálfsagt valið úr eldri ritum, viltu 1,2,3,4,5 eða 6 tbl? Var nokkuð tekið fram í áskriftinni að það þyrfti að vera 10 einstök tölublöð, bara 10 eintök af krónikkunni?
TómasHa, 29.3.2007 kl. 15:29
Þú meinar það, nei ég hélt að ég væri að kaupa 10 tölublöð, ha, eitt eintak af hverju, en nú verða þetta sjálfsagt collector's items og rétt að fara að geyma þetta á góðum stað, þ.e.a.s. ef ég er ekki þegar búinn að henda þeim flestum.
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 15:33
Þú segir nokkuð, Sófus. en þetta eru nú að mörgu leyti tvö ólíkustu blöðin á markaðnum, svolítið eins og að panta kaffi og fá te.
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 16:00
Já, ekki varð Króníkan krónísk, enda var nú ekki búist við því.
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:32
Sæll félagi Pétur! Mér finnst satt best að segja grátlegt að sjá á eftir góðum blaðamönnum af Mogganum með millilendingu á Krónikuni upp í kjaftinn á Baugi. Kannski segir þetta eitthvað um blaðamarkaðinn í dag að hver og einn er til sölu ef nógu hátt er boðið. Ef þú hefur ekkert sérstakt að gera þá hef ég uppi skoðanir um hitt og þetta og þá aðallega þetta og þessar skoðanir má finna á vefsíðunni 123.is/jonsig
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 20:34
Blessaður Jón, eiga ekki Okkar menn að blogga á Moggablogginu? Ég veit ekki hvort Helga, Arna og þær þiggja boðið um að fara á DV en þetta er svona og ég hef sjálfur aldrei séð eftir því að hafa hleypt heimdraganum. Þetta er gott fólk og verður örugglega ekki í vandræðum með að fá vinnu.
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 20:55
Ég verð nú að segja að þessi íslenski fjölmiðlamarkaður veldur mér afar miklum vonbrigðum. Mér finnst nánast engin blöð hér á landi stunda eitthvað sem kalla má "júrnalismi". Það liggur við að hver einasta frétt sé einskonar fréttatilkynning, þar sem A segir eitthvað og síðan segir B eitthvað annað (þetta eru vitaskuld ýkjur hjá mér ... en samt). Fréttablaðið les ég ekki. Þar hafa birst alltof margar fréttir undanfarið þar sem ég þekki til mála og blaðamennirnir hafa hreinlega farið með kolrangt mál. Mogginn er alltaf að þynnast bæði í gæðum sem og í magni. Blaðið sé ég einstaka sinnum. Eina blaðið sem mér finnst eitthvað kjöt vera á beinum er Viðskiptablaðið.
Thor Thorarensen (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:23
Jamm....hér eru margir eftirávitringar.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 22:10
hislenska@strik.is sýna skilríki takk, nafn og netfang sem meikar sens. Það má fela sig ef maður ætlar að vera jákvæður en sérfræðingar þurfa að standast strangari kröfur en aðrir.
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 22:30
Mér finnst allveg briliant hugmynd að stofna blöð og tímarit til að ná sér í pening og selja svo 365 miðlum hugmyndina, þeir kaupa alla fjölmiðla sem þeir komast yfir.
Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:28
Er þessu kommenti beint til mín???? Get verið að misskilja...en ef ekki, þá bara klikka á nafnið mitt og kíkja í heimsókn.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 13:14
Nei, til höfundar komments sem ég henti út. eða er þetta netfangið þitt?
Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 13:18
Sorry...maður er smá væniveikur eftir heimsóknir í blogghel Jóns Vals. Las ekki nógu vel.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 15:02
Hvað er ég ekki í nómenklatúrinni, Var eitthvað rangt eða ljótt við það að ég kallaði
þá asna sem keyptu áskrift fyrirfram ( 10 tölublöð ) að Krónikunni ??.Þolirðu ekkert annað en umræðu á sjálfstýringunni.Ég heiti Jón Jónsson er eitthvað að því ??
Kveðja
Jón Jónsson
P.s. Að minnsta kosti er gott að vita að Pétur er ekki í vinafélagi Ara Fróða
Hvet þig að lokum til að færa bloggið þitt yfir á lokaða síðu á Barnaland.is
Þar eiga þau heima ,þar geturðu dáðst að eigin skoðununum og þarft ekki að þola nein andrök nema frá mömmu og pabba.Allt bara huggulegt'' vér einir vitum''
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.