29.3.2007 | 11:54
Sól í Straumi biðst afsökunar á auglýsingu
Sól í Straumi hefur beðist afsökunar á birtingu auglýsingar í tengslum við baráttu samtakanna gegn stækkun í Straumsvík. Samtökin segja að auglýsingin sé ómálefnaleg og styðji ekki málstað samtakanna. Mistökum innanhúss hjá RÚV sé um að kenna að auglýsingin birst þótt áður hafi verið ákveðið að afturkalla hana. Sannarlega athyglisvert.
Lesendur Moggabloggsins hafa kannski séð þessa auglýsingu á bloggi Sóleyjar Tómasdóttur, þar sem lítill drengur kvartar undan öndunarerfiðleikum og mamma hans segir honum að hlusta bara á Björgvin Halldórsson. Ætli Sóley fallist á það með Sól í Straumi að auglýsingin sé ómálefnaleg og ekki málstaðnum til framdráttar?
Af heimasíðu Sólar í Straumi:
Vegna auglýsingar sem birtist á RUV 27. mars vill Sól í Straumi taka fram að auglýsing þessi var birt fyrir mistök sem urðu innanhúss hjá RUV. Hópnum hafði verið sýnd auglýsingin sem gerð er í anda Hugleiks Dagssonar og var ákveðið að sýna hana ekki vegna þess að innihaldið þótti ómálefnalegt og ekki styðja við þá málefnalegu umræðu sem hópurinn hefur staðið fyrir á undanförnum mánuðum. Sól í Straumi hefur undir höndum skriflega staðfestingu frá RUV um að auglýsingin hafi verið afturkölluð en því miður fór hún í loftið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú finnur varla ómálefnanlegri konu en hana Sóleyju. Hún hagræðir öllu í það sem hentar henni best og þó svo staðfest rök bendi til annars þrætir hún fyrir það blint. Öfgafull og klárlega ekki manneskja sem ætti að komast til valda á Íslandi.
Þessi auglýsing var auðvitað fáránleg en flott hjá samtökunum að biðjast afsökunar á þessu það tel ég þó að Sóley myndi aldrei gera.
Örvar Þór Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 12:03
Já, reynum að halda okkur við malefnin.com. Ég er búinn að þekkja Pétur í 20 ár en hann er búinn að vera með svo mikla steypu og neikvæðni undanfarið að ég er að spá í að yrkja til hans neikvæði. Hins vegar vill hann endilega að ég fari að gagnrýna hans skrif aftur en nú í styttra máli en áður og sendi mér þessar línur í tölvupósti:
Ég veit þú kemur í kvöld til mín,
þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.
Og þá mun allt verða eins og var,
sko áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem út af bar,
okkar á milli í friði leyst.
Er þetta ekki stolið frá einhverjum Vestmanneyingi? Geta þeir ekki samið eitthvað sjálfir, þessir Framsóknarmenn?!
Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:01
Velkominn aftur, félagi
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 13:05
Ok gott og vel, þeir biðjast afsökunar. En þetta fór svo langt sem það fór. Innrætið leynir sér ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 14:46
Bara það að hafa útbúið þessa auglýsingu segir meira en mörg orð
Guðmundur H. Bragason, 29.3.2007 kl. 19:10
Sóley er fyrir feministana, það sem Jón Valur er fyrir Kristna trú. Málefnaleg?....tjah...
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.