29.3.2007 | 10:02
Hvað eru margir?
8324 eru nú búnir að undirrita sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins. Það er auðvitað umtalsverður fjöldi en ég held að þeir sem standa fyrir þessu hljóti samt að vera vonsviknir. Ég man ekki til að þeir hafi opinberlega lýst einhverjum ákveðnum markmiðum.
En þegar maður hefur úr tugum milljóna að spila í auglýsingar, Vigdísi Finnbogadóttur og Sigurbjörn biskup með í voða góða liðinu og fjölmiðlar mjög móttækilegir fyrir málstaðnum þá hljóta menn að setja markið hátt. Og rúm 2% þjóðarinnar uppfyllir tæplega væntingarnar. 10% þjóðarinnar mótmæltu frétt í DV á dagsparti og um 4% skrifuðu undir til að krefjast afnáms fyrningar kynferðisbrota. Og tvöföldun Suðurlandsvegar, það hafa yfir 20.000 undirritað áskorun um að tafarlaust verið farið í þær framkvæmdir. Ég giska á að á þessum lista Framtíðarlandsins mjög hátt hlutfall ungra háskólamenntaðra karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu en lágt hlutfall í flestum öðrum þjóðfélagshópum, nema auðvitað Vinstri græningjar, þeir skila sér vel á listann.
Ég held að tíminn til að skrá sig á listann renni út nú um helgina, til þess að umræðan nái hámarki á sama tíma og álverskosningarnar. Þannig að það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja vera með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536611
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru nú aldeilis frábærar fréttir fyrir stóriðju- og umhverfissóðana í Framsóknarflokknum. Það má vart minna vera en að Framsóknarflokkurinn fái að minnsta kost helming atkvæða þeirra sem ekki skrifuðu undir Framtíðalandið. Fátt er svo með öllu íllt ...
Jóhannes Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 10:15
Framsóknarráðherrar hafa komið í gegn nýrri náttúruverndaráætlun sem unnin var með áður óþekktri fagmennsku, Vatnajökulsþjóðgarð, veitt áhugasamtökum kærurétt í umhverfismálum, almenningi rétt til upplýsinga um umhverfismál, lagaramma um endurnýtingu og endurvinnslu sem aðrar þjóðir eru nú að taka upp, skipulagslög, endurskoðað lög um verndun hafs og stranda sem gerir mengendur ábyrga óháð því hvort háttsemin sé refsiverð. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er á lokastigum, Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að meginreglur umhverfisréttarins yrðu sett í lög, sem og auðlindalögin. Hver er umhverfissóðinn?
Gestur Guðjónsson, 29.3.2007 kl. 10:48
Nei, ég heyrði Magga Stefáns gera þetta í sjonvarpinu í gær og fannst það býsna gott hjá honum. Geri þetta honum til heiðurs.
Pétur Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 11:10
En hvaða flokkur skyldi best að heiðurstitlinum "hægri ræningjar" kominn? Mér detta tveir flokkar í hug ... en ég veit ekki samt ekki alveg hvor þeirra er líklegri ...
Jóhannes Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 11:44
Þetta sýnir bara að Íslendingar eru upp til hópa skynsamt fólk.
Annars var ég að fá rafrænt fréttabréf frá Heineken.is í morgun, en þar kom fram að 20.000 mann væru búnir að skrá sig á póstlista hjá þeim í sambandi við lukkuleik sem þeir eru með á netinu. Ekki hef ég orðið var við að eytt hafi verið miklu í auglýsingar til að ná þeim fjölda á þeim bæ.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:03
Það sjá fleiri í gegn um þessa vitleysu en ég hélt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.3.2007 kl. 12:14
Jóhannes, það er sárt að vera svarað málefnalega eins og Gestur gerði. Þú gætir lært af honum...miðað við síðustu athugasemd þína.
Ólafur Sveinn (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.