hux

Bak við tjöldin

Egill Helgason í nýjum pistli:

Nú hafa gengið sögur um fund Steingríms J. Sigfússonar og Geirs H. Haarde. Ég heyrði ávæning af því núna um helgina að hann hefði átt sér stað. Vinstri græn neita þó. Áður hafa birst fréttir um þreifingar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Alveg burtséð frá því hvað er satt í þessu er kjarni málsins sá að við vitum ekki hvað er að gerast bak við tjöldin. Er verið að mynda ríkisstjórn án þess að kjósendur hafi nokkurn pata af því? Allmikil hefð virðist vera komin á slíkt háttarlag í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir vilja ekki láta stinga undan sér stuttu fyrir kjördag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskapleg þráhyggja er þetta að verða. Þú vitnar í Egil Helga sem segir frá kjaftasögu af bloggi þín og þú segist hafa eftir manni sem á að hafa haft  það eftir manni sem sagðist hafa haft það eftir "starfsmanni" Steingríms J.  - - og enginn er nafngreidur.  

Hún Gróa er greinilega ekki dauð en í mínu ungdæmi var hún sögð í Framsókn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þannig var það í þínu ungdæmi Guðmundur en í dag er sagt að Gróu sé að finna þar sem fólk kommentar ekki undir fullu nafni og skýlir sér á bak við netföng eins og grett@simnet.is, og það er alveg ljóst að Egill er ekki að segjast hafa heyrt þetta frá mér, er það ekki.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband