27.3.2007 | 10:15
Þreifingar
Þreifingar milli stjórnmálaforingja um stjórnarmyndanir í aðdraganda kosninga eru alþekktar. Ég rifjaði upp í gær að það er komið fram að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust á einkafundum um páskana 1995 og lögðu grunninn að því stjórnarsamstarfi sem stendur enn.
Og er það ekki rétt munað að í 3ja bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem Dagur B. Eggertsson skráði, séu áhugaverðar upplýsingar um fundi Ólafur Ragnar Grímssonar, þá formanns Alþýðubandalagsins, með Steingrími Hermannssyni, þá formanni Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra? Þetta var árið 1988, í aðdraganda þess að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk, að því er menn töldu í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þá var Sjálfstæðisflokknum varpað á dyr í stjórnarráðinu og Alþýðubandalagið tekið inn í staðinn. En Steingrímur og Jón Baldvin höfðu sem sagt fengið meldingar frá Álþýðubandalaginu áður en stjórnin sprakk. Það gerðist á fundi Steingríms og Ólafs Ragnars, sem Ólafur óskaði eftir undir öðru yfirskini, í nafni þingmannasamtakanna Parlamentarians for Global Action.
Ég man ekki alveg hvað er fram komið um aðdragandann að myndun ríkisstjórnar 1991, það fer að koma, rétt að gera því skil síðar.
ps. uppröðun málsgreina í þessari færslu var breytt kl. 14.55.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536806
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru viðbrögð VG bloggara ekki bara merki um að þeir vilja aldrei fara í stjórn og þurfa ekki að vera að standa skil orða sinna eins og þeir eru að bíta úr nálinni með í Mosfellsbæ, Húsavík og Skagafirði? Steingrímur veit náttúrulega hvernig kaupin ganga á eyrinni, langar í stjórn og verður því að bregðast við í fréttum eins og hann gerði til að styggja ekki sitt eigið fólk.
Gestur Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 11:08
En berstu um á hæl og hnakka. En var ekki upphaflega skrifið þitt meira afgerandi um þennan fund og hvað hefði farið fram á fundinum? Mér finnst nú eiginlega vonargleði framsóknarmanna einum of. Auðvitað fara VinstriGræn í stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar bak við tjöldin! Spyrjið Pétur! Hann getur svo aftur spurt "heimildarmanninn".
Auðun Gíslason, 27.3.2007 kl. 12:55
Hvaða vonargleði? Ekki vonast ég til að sjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs verða að veruleika. Aðra eins ævintýralega afturhaldsstjórn er tæplega hægt að ímynda sér. Ef það er hins vegar staðreynd að þessir flokkar séu farnir að ræða saman þá afhjúpar það Steingrím J sem þann lýðskrumara sem hann er. Og ég vona svo sannarlega að sá fjórðungur þjóðarinnar sem veitir flokki hans stuðning í skoðanakönnunum fari að átta sig á því hvað er á bak við skallann og skeggið.
Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:19
Þetta ber nú allt þann keim, ef rétt er hjá starfsmanninum, að Steingrímur sé að stinga hina stjórnarandstöðuflokkanna í bakið til þess að komast í þægilegan ráðherrastól. Minnir um margt á Össur, þá verandi formann rauða fylkingarbandalagsnis, á kosninganótt 2003. Steingrímur virðist hafa rætt þessi mál við Geir í óþökk annara grænliða á vinstrikantinum og í stað þess að ausa úr skálum reiði sinnar við hann þá er sendiboðin tekinn af lífi.
Bullan , 27.3.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.