hux

Fréttaskot úr fortíđ: Lćrisveinn töframannsins

Larsen og OddssonÉg fer upp í sveit, Lok, lok og lćs, Ţrjú hjól undir bílnum og Jói Útherji voru lög sem gerđu Ómar Ragnarsson heimsfrćgan á Íslandi á árunum upp úr 1960, hann var eiginlega bćđi Íţróttaálfurinn og Birgitta Haukdal á sínum tíma. Ómar var ađalskemmtikrafturinn á 17. júníhátíđinni í Kópavogi áriđ 1967 og á ţeim tíma var ekki hćgt ađ gera betur viđ börnin í Kópavogi en ađ bjóđa upp á Ómar.

En ţađ var fleira sér til gamans gert ţennan ţjóđhátíđardag í Kópavogi eins og sést ţegar gamlir Moggar eru skođađir á Landsbókasafninu. (smelliđ á myndina) Međal ţeirra sem fram komu var Töframađurinn Tarento ásamt ađstođarmanni sínum. Tarento var listamannsnafn Ketils Larsens, sem síđar varđ ţekktari fyrir ađ leika jólasvein, en í hlutverki ađstođarmannsins var ungur piltur ađ nafni Davíđ Oddsson. Davíđ hélt á hattinum međan Ketill dró upp kanínurnar, eđa ţannig.

Ekki veit ég hvort Davíđ og Ómar voru oft saman á sviđi
á ţessum árum, líklega ekki. Ómar hélt áfram ađ skemmta en Davíđ stóđ ekki lengi viđ í bransanum heldur fór í pólitík. Ţar náđi hann árangri sem seint verđur leikinn eftir og var forsćtisráđherra lengur en nokkur annar í sögu landsins. Hvort eitthvađ af ţví sem hann nam viđ fótskör töframannsins Tarento nýttist Davíđ í pólitíkinni skal ósagt látiđ. En nú er Ómar ađ hasla sér völl á ţví sviđi ţar sem Davíđ var áđur stjarna - og líkt og Davíđ 17. júní 1967 er Ómar í hlutverki byrjandans nú. Kannski vćri nú ráđ fyrir Ómar ađ heyra ađeins í Katli Larsen, hann er flesta daga á ferđ hér í miđbćnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband