24.3.2007 | 12:57
Nú og þá
Þorsteinn Pálsson var ekki svona andvígur einkaframkvæmdum þegar hann sat í ríkisstjórn og tók þátt í því að ákveða að Hvalfjarðargöng skyldu gerð í einkaframkvæmd ekki með beinu ríkisframlagi. Meira að segja Steingrímur J. greiddi atkvæði með Hvalfjarðargöngum í einkaframkvæmd en það eru hann og Þorsteinn Pálsson sem telja úr mönnum að ráðast í Sundabraut með sama hætti nú. Dagur B. talaði í útvarpinu í gær um þetta sem gamla hugmynd en man ég ekki rétt að í kosningabaráttunni í fyrravor hafi sami maður talað um einbreiða brú, eða amk brú með einni akrein í hvora átt? Það var gömul hugmynd !! Faxaflóahafnir hafa áður boðið þátttöku í fjármögnun, gerðu það í fyrravetur, en fyrirtækið hefur ekki áður lýst áhuga á að annast framkvæmdina með sama hætti og Spölur gerði þegar Hvalfjarðargöng voru gerð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, þetta er haft eftir Orkuveitu Húsavíkur árið 2003, Pétur minn, en ef Steini skyldi nú hafa skipt um skoðun varðandi þetta mál á síðastliðnum fjórum árum er það þá ein af dauðasyndunum sjö? Hefur Framsókn aldrei skipt um skoðun á níutíu árum? Nei, trúlega ekki. Hins vegar hafa margir Framsóknarmenn skipt um skoðun á síðastliðnum fjórum árum og ætla nú að kjósa aðra flokka.
Brostu, það sakar ekki,
brostu það skaðar ekki.
brostu, það kostar ekki neitt,
brostu Framsókn í Draumalandi!
Brostu út í annað,
í gegnum tárin,
brostu út í eitt,
það skaðar ekki!
Skelfing ertu alltaf neikvæð,
situr alein úti í horni,
sannfærð um að
þú getir ekki neitt!
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:25
Ágæti Pétur: Er þarna nokkuð minnst á álver? Hvar kemur fram að Steingrímur hafi skipt um skoðun? Kemur það einhvers staðar fram, að hann og Vinstri grænir yfirleitt séu andvígir nýtingu jarðhita fyrir orkufrekan iðnað?
Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 14:01
Kristilegu kærleiksblómin spretta,
í kringum á Mogga hitt og þetta,
þegar lítið sem ekkert er að frétta,
Agnesar fögur er þá gríðargretta,
engum blöðum þar er um að fletta.
Copyright 2007, Eiríkur Kjögx
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:04
Ég hef hlustað á Steingrím lýsa í sjónvarpi andstöðu við þessi áform, og í Silfri Egils fyrir tæpum 2 vikum lýsti Ögmundur sömu skoðun.
Pétur Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 14:06
Af hverju í skollanum lenda þessar athugasemdir hérna? Ég skrifaði mína athugasemd við færsluna Þá var öldin önnur ...
Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 15:21
úbbs Hlynur, ég setti nýja færslu inn en vildi hafa hina áfram efst, til þess býður Mogginn ekki aðra leið en þá að skrifa nýju færsluna ofan í þá gömlu en stofna nýja undir þá gömlu ef þú skilur það sem ég er að reyna að segja, ég skil það varla sjálfur en bið þig vinsamlegast að hjálpa mér út úr þessu klúðri með því að kópíera athugasemdina yfir á hina færsluna, ég læt athugasemdir Steina bara standa.
Pétur Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 15:49
Nú ert þú að bulla. Þetta á ekkert skylt við Hvalfjarðargöng. Ástæðan er einfaldlega sú að í Hvalfjarðagöngum eru það vegfarendur, sem eiga að borga kostnaðinn en í Sundabraut er gert ráð fyrir að ríkið greiði kostnaðinn. Það er því nánast engin munur á þessari aðferð og þeirri að ríkissjóður taki einfaldlega sjálfur lán og byggi Sundabraut fyrir eigin reikning. Þá greiðir ríkissjóður afborganir af lánum í stað þess að greiða svonefnt skuggagjald. Í báðum tilfellum er um að ræða fjárskuldbyndingu ríkissjóðst til langs tíma til að greiða lán, sem tekin eru til framkvæmdar.
Þessi aðferð er svipaðs eðlis eins og að láta einkaaðila byggja til dæmis skóla eða íþróttahús með langtíma leigusamning við sveitafélag. Oftast nær er þetta dýari leið fyrir hinn opinbera aðila, sveitafélag eða ríkissjóð, heldur en sú leið að opinberi aðilin taki lánin sjálfur vegna þess að umræddur einkaaðili nýtur ekki eins góðra lánakjara og aðili með skattlagningarvald eins og ríki og sveitafélög. Reyndar má gera ráð fyrir að lánskjör Faxaflóahafna sé jafn góð og lánskjör sveitafélaganna, sem að hafnarbandalaginu standa en varla betri lánskjara en ríkissjóður.
Eins og Þorsteinn sagði í grein sinni er þessi aðferð ekkert annað en bókhaldsbrella til að fela lántöku ríkissjóðs til byggingar Sundabrautar bakvið kennitölu Faxaflóahafna.
Að bera þetta saman við Hvalfjarðargöng þar, sem skattgreiðendur eru ekki látnir greiða kostnaðinn eins og hugmyndin er að þeir verði látnir gera varðandi Sundabraut er því út í hött.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 12:16
það liggur ekkert fyrir um hvort það verði veggjöld, eða skuggagjöld, svokölluð, væntanlega verða ekki gjöld á leggnum upp í Grafarvog en ég he ekkert séð sem útilokar að með þessari leið verði tekið gjald á leggnum upp á Kjalarnes.
Pétur Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 12:29
Gott að minna á einbreiða hugsun Dags. Man ekki betur en hann gerði lítið úr jarðgangnaleið í kosningabaráttunni.
Nú sýnist mér flestiur vera sammála um að fara jarðgangaleið - en þá hugmynd heyrði ég fyrst - nánast eins útfærða og menn ræða nú - fyrir líklega 5 árum hjá Óskari Bergssyni, sem þá var í skipulagsnefnd minnir mig. Við eigum að fara bestu leið - þótt hún geti verið eitthvað dýrari en aðrar leiðir.
Mitt fagnaðarblogg um Faxaflóahafnir hér:
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/153834/
Hallur Magnússon, 25.3.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.