hux

Gunnar Smári ræðst til atlögu í Boston 17. apríl

Svo er að sjá sem útrás Gunnars Smára í Vesturheimi hefjist formlega þann 17. apríl næstkomandi þegar áformað er að blaðið BostonNOW hefji göngu sína í Boston. Ritstjóri Blaðsins heitir John Wilpers og hann bloggar í gríð og erg hér um áformin. Planið er að byggja á hugmyndafræði citizen journalism, gera bloggi og samvinnu bloggara og blaðamanna hátt undir höfði í þessu fríblaði. Ritstjórinn ræðir þó um að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Boston Herald skrifaði nýlega um áformin.

Óneitanlega merkilegt að Baugur virðist ætla að leggja í þetta ævintýri á nýjum markaði, miðað við afkomutölur fjölmiðla fyrirtækisins hér og þá óvissu sem einkennir rekstur Nyhedsavisen í Danmörku.

Fríblaðamarkaður er vanþróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu en vestanhafs eru menn hins vegar komnir mun lengra en Evrópumenn í því að útfæra þá möguleika sem felast í citizen journalism vegna  gagnvirkni og nándar milli bloggara og lesenda þeirra sem taka þátt í og aðstoða við efnisöflun með virkum hætti.

Í því sambandi stenst ég ekki mátið að halda því til haga að fari svo að  Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér á næstunni vegna hneykslis um pólitískan brottrekstur alríkissaksóknara, verður það ekki síst vegna þess að Josh Marshall og félagar hans á Talking Points Memo hafa haldið héldu málinu gangandi og vöktu á því athygli.. Þeir gerðu hneykslismál á landsvísu úr átta lókalmálum, sem virtust ótengd, með dyggri þátttöku og aðstoð við upplýsingaöflun frá lesendum um gjörvöll Bandaríkin eins og lesa má um hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvenær skyldi svo Tíminn byrja að koma út vestanhafs, með nýjustu fréttir af íslenska landbúnaðarráðherranum, sem er týndur í kosningabaráttunni hér. Þegar stórt er spurt...

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband