23.3.2007 | 22:25
Hallgrímur kyssir Bláu höndina
Hallgrímur Helgason, rithöfundur og áhrifamaður í Samfylkingunni, er höfundur hugtaksins Bláu handarinnar. Í ritsmíðum Hallgríms skildist manni að höndin sú iðkaði hér ógnarstjórn í skjóli Sjálfstæðisflokksins og slægi menn leiftursnöggt í höfuðið þegar þeir villtust af leið. Þess vegna varð ég gapandi hissa þegar ég horfði á Hallgrím ræða tíðindi vikunnar ásamt Helgu Sigrúnu Harðardóttur. Hallgrímur notaði mikinn tíma til að tala um nauðsyn þess að koma framsókn frá völdum en nefndi ekkert Sjálfstæðisflokkinn.
Það er tvennt í þessu; annað hvort vill Hallgrímur vinna það til þess að Samfylkingin komist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að kyssa Bláu höndina og halda henni við völd eða hann er tilbúinn að viðurkenna að hún var aldrei neitt annað en ósvífinn hugarburður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kötturinn Helgu er heyrnarlaus og þessi sýki virðist hafa breiðst út um alla Framsókn. Grímur sagði að nauðsynlegt væri að koma stjórninni frá og síðast þegar ég vissi eru tveir flokkar í stjórninni. Stjórnarliðar geta síðan getið upp á því hverjir þeir eru. Framsókn virðist líka vera blind, þar sem hún hefur heldur ekki tekið eftir Bláu höndinni, þrátt fyrir að vera í stjórn með henni, þannig að Framsókn virðist vera bæði blind og heyrnarlaus, sem skýrir þá fylgishrunið. Þó er ekki óþekkt í hinni Helgu bók, sem Helga hefur trúlega skrifað sjálf, að blindir fái sýn, en til þess þarf kraftaverk.
Ekki held ég að griðkonum Steingríms fækki á næstunni. Þær setjast á hann eins og flugur á kúadellu, slíkir eru hans ástarvakar. Steini er eina von Sjallanna og þegar hann er annars vegar eru þeir yxna eins og kýr á fögrum vordegi í Skíðadal. En gagnast nautið kúnni? Nei, ég held hún verði yxna allt kjörtímabilið og aðframkomin í restina, til í hvað sem er. Sjallageldneytið fær í mesta lagi að vera á þingi hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt hinum kjaftaskjóðunum.
Kaffið er ennþá funheitt hjá Kaffibandalaginu og þar spá menn enn í þann bolla. Enn hefur ekki fundist lækning við Frjálsblindu, þannig að Addi Kitta Gau getur því enn orðið sjávarútvegsráðherra. Og enda þótt Framsókn sé nú á hægfara en göfugri siglingu inn í sólarlagið má alltaf kippa henni inn, ef Frjálsblindir hrökkva ekki alveg upp af standinum. Sunnlenski hundraðshöfðinginn gæti haldið áfram að vera landbúnaðarráðherra. Hann getur ekki gert sveitum landsins meiri skaða en hann hefur nú þegar gert með nítján milljarða fjárstyrkjum sínum. Framsókn tekst alltaf að koma sér í stjórn, þess vegna bakdyramegin. Úpps, þú hér?! Sunnlenski bóksalinn kemst hins vegar ekki á þing, þannig að hann getur áfram reynt að selja þessa einu bók sem hann hefur til sölu, en hann titlar sig bóksala á heimasíðu sinni. Öryrkjar munu kjósa vinstri flokkana, Vinstri grænir fá fylgi frá Samfó og Framsókn, en Sjallar frá Frjálsblindum og sífellt í burðarliðnum hægri grænum, sem fæddust loks andvana í þessari viku.
Eggjaleiðari dagsins:
Þar sem tveir menn koma saman, þar er öll Framsókn saman komin.
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:02
Jú jú, Hallgrímur mynntist nokkrum sinnum á Sjálfstæðisflokkinn.
En eðlilega lá honum Framsókn meira á hjarta, annars vegar vegna þess að þetta var jú Framsóknarmanneskja sem sat þarna á móti honum og ekki mælskasti erindreki ykkar heldur, hins vegar vegna þess að flestum okkar þykir nú Framsókn bera öllu meiri ábyrgð á því sem stórlega miður fór hjá núverandi ríkisstjórn sitjandi bæði í utanríkis og umhverfisráðuneytunum nánast allt stjórnarsamstarfið.
Baldvin Jónsson, 24.3.2007 kl. 00:06
Ég hef lesið miðkaflann í þessu áður, Steini, ertu farinn að endurbirta?
Baddi, hvar verðurðu í framboðii fyrir Íslandshreyfinguna?
Pétur Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 00:10
Take my blue hand
And let me know the way,
To face another day
Won't somebody take my blue hand
And lift me off the ground
Is anyone around, to take my blue hand?
Tell me where, I need to go
And tell me how long, until I see the day
When I can shed my skin
And I can throw it all away, all all away
All I want and all I need
Is to be strong
Will anybody take my blue hand?
Take my blue hand
And let me know the way,
to face another day
Won't somebody take my blue hand
And lift me off the ground
Is anyone around to take my hand
Just take my blue hand, oh-oh oh-oh
Yeah, just take my blue hand
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.