23.3.2007 | 12:05
Ónefndur maður hafði rétt fyrir sér
Ónefndur maður sagði mér í gær að Davíð Oddsson ætti eftir að taka það nærri sér að lesa slúðurmola í Fréttablaðinu í gær þar sem sögð var í slúðurdálki á leiðarasíðu saga eftir Davíð um þá feðga Árna og Matthías Mathiesen. Sagan var þeim ekki til vegsauka, sérstaklega ekki Árna fjármálaráðherra. Ég yppti öxlum og fannst þetta eins og hver annar slúðurmoli, Davíð hefði lesið svona þúsund sinnum um sjálfan sig og væri orðinn bólusettur fyrir þessu kvaki, taldi ég. En ónefndi maðurinn reyndist hafa rétt fyrir sér enda kann hann vel að lesa innyfli Sjálfstæðisflokksins.
Það kom í ljós þegar Mogginn var opnaður. Á einni helstu fréttasíðu blaðsins er yfirlýsing frá Davíð Oddssyni í ramma með mynd, undir fyrirsögninni "Ku". Þar lætur Davíð vaða í Fréttablaðið af miklum þunga og skýtur föstum skotum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davíð talar af lítilsvirðingu um Fréttablaðið og Baugsmiðlana en ef einhver hélt að afstaða hans hefði mildast við það að Þorsteinn Pálsson, varð ritstjóri þá er nú ljóst að svo var ekki. Orðfæri Davíðs í garð Baugsmiðlanna er hið sama og áður. Davíð segir:
Lesendur höfðu skilið það svo að gert væri ráð fyrir að lítt birtingarhæft efni yrði fremur haft í Dagblaðinu en Fréttablaðinu, þar sem því síðara er troðið inn á heimili fólks, sem ekkert vill hafa með það að gera og hefur jafnvel á því skömm. En nú virðist sem móðurfélagið hafi ákveðið að gera ekki upp á milli þessara barna sinna. Sjálfsagt getur verið af þessu hagræðing sem er reynandi, ef margvísleg hagræðing á sannleikanum hefur ekki skilað þeim fjárhagslega árangri sem að var stefnt.
Nú veit ég ekki hver var heimildarmaður Svanborgar Sigmarsdóttur fyrir sögunni dýru um Mathiesenfeðga og Davíð en ónefndi maðurinn sagði birtingu á þessu mola í blaði Þorsteins þrungna merkingu í innanflokksfræðunum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort Þorsteinn kemur Svanborgu jafnrösklega til varnar og Mogginn gerði þegar Ingibjörg Sólrún og Össur gagnrýndu skrif Agnesar á dögunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvað stóð í þessum mola?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.3.2007 kl. 14:18
OPIÐ BRÉF TIL FRÆNDA MÍNS, DAVÍÐS ODDSSONAR SEÐLABANKASTJÓRA
Það er ekki bara hægt að hagræða sannleikanum, það er einnig hægt að hagræða í Seðlabankanum. Þegar ég vann þar var Jóhannes Nordal de facto eini Seðlabankastjórinn, því hinir tveir voru upp á punt. Skrifborð Jóhannesar, doktors oeconomiae honoris causa, var ætíð þakið alls kyns hagfræðiútreikningum og veggir bókum um sama efni. Hins vegar var ekkert slíkt að finna á kontórum hinna "bankastjóranna", ekki einu sinn núll með gati, allt sterilíserað í anda Howards nokkurs Hughes, milljónamærings. Aftur á móti var útsýni gott þar í efstu hæðum yfir Sundin blá og auðvelt að falla í dagdrauma um hin aðskiljanlegustu pólitísku málefni, sönn og ímynduð, og skrifa dagbækur um Góða daga án Davíðs, sem yrðu nú enginn skáldskapur. Það þarf hins vegar ekki "bankastjóra" á ofurlaunum til að tilkynna vaxtahækkanir á nokkurra vikna fresti. Til þess nægir að ráða kallara sem getur sagt í leiðinni mun ódýrari brandara og viðráðanlegri fyrir skúringakonur þessa lands, sem borga nú laun allra bankastjóra Seðlabankans. Sumir þeirra fitna nú eins og púkinn á fjósbitanum af blýantsnagi sínu en hafa þar ekkert annað fyrir stafni og leiðist.
Ég vann sem blaðamaður á Mogganum í mörg herrans ár og ef þú heldur að allt sem stendur í Mogganum sé satt, er það mikill misskilningur. Það þarf nú ekki miklar mannvitsbrekkur til að verða bankastjórar Seðlabankans ef þeir halda til dæmis að meint nærbuxnaleysi Britney spírunnar og Parísardömunnar hafi verið kannað ofan í kjölinn af Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, áður en þær "fréttir" allar voru birtar. En þær hafa verið langvinsælasta efnið í blaðinu nú um langt skeið og að öllum líkindum bjargað því frá gjaldþroti. Við getum einnig sagt að hálfsannleikur oftast sé óhrekjandi lygi og í öllum málum er einungis hægt að birta lítinn útdrátt um viðkomandi mál. Það er þá hin svokallaða "frétt" en hvaða efnisatriði eru valin í hana fer eftir skoðunum blaðamannsins, eins og allt annað sem sagt er í lífinu. Hverju ætlarðu þá að trúa, Davíð minn?
Best er að trúa engu og allra síst sjálfum sér. Það væri nú að æra óstöðugan að gera athugasemdir við allt sem stendur í blöðunum, jafnvel þó það væri bara eitt lítið efnisatriði. Blöð og aðrir fjölmiðlar eru einungis fólki til skemmtunar, eins og stjórnmálamenn sem reyna að öðlast vinsældir með því að segja ódýra brandara, en þeir eru nú alltaf á kostnað einhvers. Það er bara ágætt að fá "ókeypis" blað inn um lúguna hjá sér á hverjum morgni, alltaf ódýrir brandarar í því, til dæmis um Geislabaugsmálið. Auðvitað mun sannleikurinn í því mikla máli gera oss frjálsa en það er einungis Hæstaréttarins innmúraðra manna að komast að því hver hinn endanlegi sannleikur er í öllum málum. Þar dæma þeir lifendur og dauða og ekki einungis getur Jón Hreggviðsson verið sekur, heldur getur hann einnig verið saklaus af sama ákæruatriði og í sömu andránni, eins og til dæmis í olíumálinu. Þetta átt þú nú að vita, Davíð minn.
Þess vegna er óvarlegt að kveða upp úr með sannleikann, sekt og sakleysi, fyrr en hinn endanlegi dómur í öllum málum hefur verið upp kveðinn í Hæstarétti, de jure. Þetta atriði á við um allan almúgann í landinu, að þér meðtöldum, Davíð, vinur minn og frændi. Allir nema hinn göfugi Hæstiréttur eru álfar út úr hól á Arnarhól.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 14:28
Undirritaður biðst afsökunar á að skrifa feitt. Hef alla tíð sjóndapur verið síðan ég sat ungur drengur í fanginu á Bjarna Ben niðri í Stjórnarráði og stautaði mig fram úr stefnu Sjálfstæðisflokksins. Pabbi og Bjarni voru góðir vinir, við feðgarnir skruppum oft til hans og til að hlusta á kallinn á kassanum flytja sína mætu speki niðri á Lækjartorgi, beint á móti Stjórnarráðinu. Pabbi hermdi á heimleiðinni eftir Bjarna og undirritaður eftir kallinum á kassanum. Þessir þrír menn voru þeir stærstu í mínu lífi, sem þríeinn Guð, en í mismunandi virðingarröð, samkvæmt venju. Þetta voru góðir tímar án Davíðs. Í Stjórnarráðsgarðinum lék sér drengur í stuttbuxum og hermdi eftir kveðju Kristjáns níunda en nú innheimtir hann hvílugjöld á gistihúsum bæjarins.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 14:51
Sigfús molann geturðu lesið á visi.is undir vefmidlar og fréttablaðið frá því í gær.
Steini - ég sýti ekki þótt þú hafir fitnað frá því ég sá þig síðast, þú máttir svo sannarlega við því. Góð saga, en hver var stuttbuxnadrengurinn? Og að hér sé birt opið bréf til Davíðs Oddssonar í kommentakerfinu; það er sennilega hápunkturinn í sögu þessa bloggs. Hvenær ætlarðu að fara að blogga í eigin nafni? Hlustaði á drenginn á netinu, ljómandi góður.
Pétur Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 15:29
Já ekki er laust við að slúður Svanborgar Sigmarsdóttur hafi komið spánskt fyrir sjónir. Allir vita að Árni Mathisen hefur ekki tekið aðrar ákvarðanir en þær sem fundnar eru upp af leiðtoga lífs hans sjálfum Davíð Oddssyni sbr. nýja reglugerð um uppgjör fjármálafyrirtækja og skattalækkun á matvælum sem fundin var upp af Davíð sjálfum fyrir kosningar 2003. Ákvarðanir Árna eru því ákvarðanir Davíðs svo það er fjarstæðukennt að ætla að seðlabankastjórinn hafi látið þessi orð falla. Undirritaður túlkar það svo að orðsending forsætisráðherrans fyrrverandi sé til marks um að hann sé langþreyttur á eilífum aðfinnslum í sinn garð, aðfinnslum sem oftast eru byggðar á getgátum og slúðri.
Ármann (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:32
Fólk saknar Davíðs greinilega og getur ekki hugsað sér lífið án þess að hnýta í hann.
Það að hann hætti afskiptum af stjórnmálum svipti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur pólitískri lífsnæringu svo sem sjá má af frammistöðu hennar að undanförnu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2007 kl. 19:30
Ég styð opnun einkabloggs Steina Briem og mun vera þar fastagestur.
Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 20:23
Einkablogg Davíðs Oddssonar væri einnig vel þegið.
Ármann (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.