22.3.2007 | 20:45
Íţróttafréttir og pólitík
Ég er nokkuđ viss um ađ aldrei hafa jafnmargir núverandi og fyrrverandi íţróttafréttamenn veriđ í frambođi til Alţingis og nú. Tveir ţeirra eru leiđtogar sinna flokka.
Steingrímur J. kom fram á sjónarsviđiđ sem íţróttafréttamađur á Ríkissjónvarpinu. Ţá var sjónvarpiđ ennţá lokađ í júlí, sjónvarpslaust á fimmtudögum en líklega var fariđ ađ senda út í lit. Ómar Ragnarsson var landsţekktur löngu áđur en hann fór ađ flytja svarthvítar íţróttafréttir í sjónvarpi og nú er hann orđinn pólitískur leiđtogi, eđa amk leiđtogaefni. Samúel Örn Erlingsson er svo í 2. sćti á lista Framsóknarflokksins í Kraganum.
Ţađ má örugglega draga einhverjar merkilegar ályktanir um íslenska pólitík af pólitískum frama ţriggja úr ţeim fámenna hópi sem unniđ hefur viđ ađ flytja íţróttafréttir í sjónvarpi. Ég ćtla ađ eftirláta öđrum ađ fílósófera um ţađ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri fćrslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áttu kannski viđ ákveđna vísitölu?
Sigurđur J. (IP-tala skráđ) 22.3.2007 kl. 21:27
Get ekki ímyndađ mér hvađa vísitala ţađ ćtti ađ vera, ţetta eru allt klárir og hćfileikaríkir menn og ég held ađ ţeir hafi ekkert međ lánskjaravísitöluna ađ gera, nú eđa gengisvísitöluna, hins vegar gćtu ţćr vissulega fariđ á flug ef SJS eđa Ómar komast til valda.
Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 21:31
Hér er tilraun til ađ lista upp alla ţá sem unniđ hafa viđ ađ flytja íţróttafréttir í sjónvarpi:
Bjarni Fel. Ómar Ragnarsson, Steingrímur J. Hemmi Gunn, Heimir Karlsson, Ingólfur Hannesson, Samúel Örn, Arnar Björnsson, Guđjón Guđmundsson, Hörđur Magnússon, Ţorsteinn Gunnarsson, Henry Birgir, Benedikt Bóas, Adolf Ingi, Geir Magnússon, Hrafnkell Kristjánsson, Hjördís Árnadóttir. Ţetta eru sautján, sumir mjög skamlífir, t.d. Henry og Benedikt Bóas líka Hrafnkell. Tek bara ţá sem hafa unniđ viđ ţetta í fullu starfi. Vantar kannski einhverja. Viđbćtur vel ţegnar.
Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 21:53
Kristrún Heimisdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík er einnig fyrrum íþróttafréttamaður. Ef við förum á bak við tjöldin í pólitíkinni má Björn Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra sem eitt sinn var íþróttafréttamaður.
Ármann (IP-tala skráđ) 22.3.2007 kl. 22:07
Rétt, Ármann, gleymdi líka Baldvin Bergssyni sem núna er á fréttastofunni og Loga Bergmann
Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 22:10
Kvenfólkiđ sćkir í Steina eins og mý í mykjuskán. Slíkir eru hans ástarvakar.
Imba til Steina:
Ţegar ég sé svona gćja eins og ţig
finnst mér veröldin breyta um svip!
Ţú hefur ţannig áhrif á mig
ađ ég fell í yfirliđ!
Sauđsvarta hetjan mín,
hvernig ertu í lit?!
Síđan ţegar líđur á kvöld
ţú birtist mér á sjónvarpsskerminum.
Gćjalegur tekur öll völd,
umvafinn sauđsvarta sjarmanum!
Píunum ţú vefur um fingur ţér
međ ţví ađ sýna hörku, kjark og ţor!
Ţú veist ekki hve heitt ég óska mér
ađ vera bara komin í ţeirra spor!
Steini Briem (IP-tala skráđ) 22.3.2007 kl. 23:23
Greindarvisitalan myndu bara hækka ef þú bættir við mínum góða vin Jóni Óskari Sólnes.
Árni Snćvarr (IP-tala skráđ) 23.3.2007 kl. 09:30
Hvad med Sigurd Val Sveinsson, Sigridi Hjalmarsdottur og Lovisu Arnadottur. Thetta eru thau nřfn sem eg man eftir nuna.
Rúnar Birgir Gíslason, 23.3.2007 kl. 11:32
Undirritađur biđst afsökunar á ađ ryđjast hér inn međ áríđandi tilkynningu. Eva Ásrún Albertsdóttir, Evrusjónargella og yfirupptökustjóri hjá syni mínum, Alexander í Soundspell, hefur veriđ ráđin bakraddasöngkona Framsóknarflokksins á landsvísu og kosningastjóri flokksins í Norđausturkjördćmi. Eva og Erna, systir séra Péturs Ţórarins, voru á sama ári og undirritađur í MA og svo yndisfagrar ađ hann neyddist oft til ađ taka á sig stóran krók til ađ mćta ţeim ekki á göngunum og blindast ţannig varanlega af fegurđ ţeirra og yndisţokka öllum. Ţćr stöllur sungu saman í Brunaliđinu og einnig "Ţeir sem verđa blankir hringi í 12612!". Ţađ verđur nú slagorđ Framsóknarflokksins. Eva er náskyld Gumma Bjarna, yfirstrumps hjá Smáíbúđalánasjóđi, og hún er einnig frćnka Dagnýjar Jóns, smáfríđasta ţingmanns Framsóknar, ađ hinum fćreyska Hjálmari Árnasyni ólöstuđum. Allur er ţessi norđlenski Framsóknarflokkur meira og minna skyldur syni mínum, enda ţótt hann reyni ađ bera sig vel.
Erna Ţórarins, nú markađsstjóri Hótels Reynihlíđar í Mývó og spúsa hótelstjórans, eignađist frćnku mína Anítu Briem međ Gulla Briem, trommuleikara Íslands í Mezzoforte, en Aníta leikur nú í hreyfimyndum vestur í Gljáskógabyggđ og hefur erft allan ţokka móđur sinnar. Og margur er knár, ţótt hann sé smár, eins og Framsókn hefur margoft bent á, ţví ţćr stöllur Aníta og Scarlett Johansson eru einungis 163 cm á hćđ.
Já, krakkar mínir, nú er öllu tjaldađ til og ekki tjaldađ til einnar nćtur hjá Framsókn. Hún hefur greinilega ekki sungiđ sitt síđasta í ţessari kosningabaráttu og engan veginn hćgt ađ segja ađ ţar séu allir sótraftar á sjó dregnir. Nú er allsherjarútkall hjá Brunaliđinu. Framsókn fćr ţvi eitt prik inn á ţing fyrir ţetta skemmtiatriđi, trúlega litla drenginn í Norđaustrinu. En litli kúturinn verđur kveđinn ţar í kútinn af meirihlutanum og Guđjón litli Framsóknargutti verđur ađ óknyttast eitthvađ á bakviđ tjöldin. Hann verđur hrakinn land úr landi en enginn getur flúiđ skugga hans.
Steini Briem (IP-tala skráđ) 23.3.2007 kl. 11:33
Undirritađur biđst afsökunar á ađ skrifa feitt. Hef alla tíđ sjóndapur veriđ síđan ég sat ungur drengur í fanginu á Bjarna Ben niđri í Stjórnarráđi og stautađi mig fram úr stefnu Sjálfstćđisflokksins. Pabbi og Bjarni voru góđir vinir, viđ feđgarnir skruppum oft til hans og til ađ hlusta á kallinn á kassanum flytja sína mćtu speki niđri á Lćkjartorgi, beint á móti Stjórnarráđinu. Pabbi hermdi á heimleiđinni eftir Bjarna og undirritađur eftir kallinum á kassanum. Ţessir ţrír menn voru ţeir stćrstu í mínu lífi, sem ţríeinn Guđ, en í mismunandi virđingarröđ, samkvćmt venju. Ţetta voru góđir tímar án Davíđs. Í Stjórnarráđsgarđinum lék sér drengur í stuttbuxum og hermdi eftir kveđju Kristjáns níunda en nú innheimtir hann hvílugjöld á gistihúsum bćjarins.
Steini Briem (IP-tala skráđ) 23.3.2007 kl. 14:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.