22.3.2007 | 11:01
Norðurljós og drykkjarvatn
Fyrir síðustu kosningar voru Vinstri græn gagnrýnd fyrir að þau hefðu enga atvinnustefnu, töluðu bara um að fólk ætti að gera eitthvað annað. Þegar gengið var á þau einhverju sinni nefndi Kolbrún Halldórsdóttir (minnir mig) að miklir möguleikar væru í fjallagrasatínslu á hálendinu. Það var mikið hlegið að þessu og VG sárnaði óskaplega. Ég held að það hafi verið í samræðum um þetta í lókalsjónvarpinu á Akureyri sem Steingrímur sagði Valgerði Sverrisdóttur að þegja. Þetta hefur verið snöggur blettur á VG, einn af nokkrum. Nú er ítarlegri atvinnustefna flokksins loksins komin fram, ég horfði á hana kynnta á myndbandi, sem frumsýnt var á Iðnþingi í síðustu viku.
Þar var Steingrímur J. Sigfússon, einn álitsgjafa sem brást við frábæru erindi Víglundar Þorsteinssonar. Ég hvet alla til að lesa erindi Víglundar og á sömu síðu má lesa frábært erindi sem Þorsteinn Pálsson hélt um Evrópumál við þetta tækifæri. Þessir aðalleikarar í umræðum í þjóðfélaginu fyrir 20 árum eða svo hafa margt fram að færa. Efnahagslífið er betra en þá en þjóðfélagsumræðan áreiðanlega verri. En þetta var útúrdúr, ég ætlaði að segja frá atvinnustefnu VG, sem kynnt var á Iðnþingi.
Í myndbandinu talar Steingrímur J. Sigfússon um mikilvægi þess að stöðva hér hjól efnahagslífsins og þróun þeirra atvinnugreina sem starfa í framsöguhætti nútíðar. Þess í stað eigi menn í viðtengingarhætti framtíðar að bíða þess að ýmislegt annað gerist. Hann tekur dæmi um hvað hér muni knýja áfram efnahagslífið í framtíðinni. Og hann nefnir ekki fjallagrösin. Nei, hann talar um útflutning á drykkjarvatni. Og hann telur mikla tekjumöguleika fólgna í því að selja ferðamönnum aðgang að Norðurljósunum.
Nú geri ég ekki þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir búi til störf, heldur að þeir skapi skilyrði sem aðrir geta nýtt sér til nýsköpunar í atvinnuvinnulífi. En þegar menn hafna þeirri stefnu sem fylgt er er eðlilegt að þeir séu beðnir að benda á valkosti. Steingrímur tók þetta próf á Iðnþinginu. Hann talaði ekki um fjallagrös, heldur um Norðurljós og drykkjarvatn. Þannig er það, hin þríþætta atvinnustefna; drykkjarvatn, Norðurljós, og fjallagrösin að auki. Og svo eitthvað annað, það eru miklir möguleikar fólgnir í því. Svo miklir, að það er best að hætta því sem gengur vel hér og nú. Þetta er næsti forsætisráðherra landsins, segja margir. Besti kosturinn í augum fjórðungs þjóðarinnar. Jamm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Íslendingum hefur nú a.m.k. ekki ennþá tekist að flytja út vatn með bærilegri arðsemi, sbr. ítrekuð gjaldþrot við slíkar tilrauna atvinnustarfsemi fyrir ekki svo mörgum árum, og norðurljósin hefur nokkrum tekist í einhverjum alvöru mæli að selja aðgang að þeim , nema kannski Einar Ben snemma á síðustu öld.
En kannski verða þessar "vörur" góður gjaldmiðill?, hver veit? Það verður alla vega tilraunarinnar virði fyrir okkur Hafnfirðinga, að hafa í farteskinu mynd af norðurljósunum og svona eitt bretti af pökkuðu vatni, til að borga fyrir t.d. ferðakostnað til Evrópu hjá Pétri í Sól í Straumi, þegar menn hafa ekki lengur peninga af atvinnutekjum vegna "burt kosinnar atvinnu"
Kveðja.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:20
Já, þá er nú glæsilegri atvinnustefna Víglundar Þorsteinssonar sem varð að viðundri í Silfri Egils á dögunum, þegar hann talaði fyrir því að við myndum bara brenna postulínsdiska úr leirnum af botni Hálslóns.
Frekar myndi ég nú setja spariféð í fjallagrasafyrirtæki en postulínsdiskaverksmiðju Víglundar á Héraði.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:21
Steini, ég er algjörlega búinn að fá nóg af þessum ritgerðum, ef þú vilt fá þær birtar þá verðurðu að blogga sjálfur.
Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 12:09
Litið verður til danskra laga þegar kemur að því að heimta skatt af vændi. Með lagabreytingum sem gerðar voru á þingi um helgina varð löglegt að stunda vændi. Því er nauðsynlegt að greiða skatt af slíkri starfsemi. Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að í Danmörku sé virðisauki af tekjum fólks í vændi um 24 prósent og líklegt að sama stefna verði tekin hér þó enn liggi það ekki ljóst fyrir.
Steinþór bendir á að margt í þessu máli geti verið flókið og bendir á nýlegan danskan dóm þar sem vændiskona fékk hluta af kostnaði við brjóstastækkun endurgreiddan þar sem sýnt þótti að það félli undir rekstrarkostnað.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:31
Það má ekki gleyma bakaríinu hennar Þuríðar B. fyrir austan.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 14:57
Bíddu Ragnar , hvernig var það?
Pétur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 15:04
Cactus tekur ekki mark á Stefáni Pálssyni eða VG.
Cactus man eftir að hafa séð hóp drukkinna pilta að sýngja maístjörnuna fyrir utan hús Stéfáns.
Það fannst Cactusi fyndið.
Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:23
Á bloggsíðu Sigurjóns Ben má finna hina gríðarlega skemmtilegu grein Steingríms J um eitthvað annað. Haldið ykkur fast við lesturinn. http://www.sigurjonben.blog.is/blog/sigurjonben/
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:30
A þýðir atlotin þín,
B að í bölvun skín,
D fölsk ert og fáráð,
F-ið smá og forsmáð,
I-ið bara iss og piss,
S-ið þó ekkert diss,
VG-ið fögur fyrirheit,
heit ertu, ung og feit,
S-ið og VG-ið vildi fá,
ef velja þrjá stafi má.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:29
Þuríður B. var krafin svara um daginn í ME hvað þetta eitthvað annað væri og átti erfitt með að svara því en aðspurð um eitt atriði sagði hún að hægt væri að opna bakarí.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 19:35
Ætli það sé hægt að hræra þessu saman út í kúamjólk?
Sigfús Sigurþórsson., 22.3.2007 kl. 19:45
Steini, ertu ekki að ávinna þér frægð fyrir að vera vel ritfært heygarðshorn? Er ekki tímabært að þú söðlir um og festir ráð þitt á eigin bloggsíðu, eins og Pétur leggur til? Vertu viss um að ég líti í heimsókn ef af því verður.
Kveðja,
Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 19:55
Frábær tilvísun Hákon Hrafn. Framsetning tannlæknisins er einföld og snjöll. Hugmyndir Vg um uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi eru grafalvarlegt aðhlátursefni ...
Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.