21.3.2007 | 11:15
Þegar stórt er spurt...
Nýjasti pistill Denna vekur upp athyglisverða pælingu. Ómar Ragnarsson er búinn að safna tilskyldum fjölda meðmælenda með framboði sem heitir Íslandsflokkurinn. Nú er rætt um að framboðið muni ekki heita Íslandsflokkurinn heldur Íslandshreyfingin.
Denni segir: "Í lögum um kosningar kemur fram að heiti framboðs þurfi að koma fram í haus meðmælendalista. Samkvæmt því er Íslandsflokkur ekki vinnuheiti, heldur nafn á framboði. Breyti Ómar og Margrét um nafn á flokknum eru undirskriftarlistarnir í raun ónýtt plagg, því eins og áður sagði þarf nafn framboðs, ekki vinnuheiti eða hugmynd, að koma fram á haus listans."
Kannski er þetta bara spurning um hvort einhver hreyfir andmælum eða ekki? Ef enginn hreyfir andmælum setur dómsmálaráðuneytið þetta kannski ekki fyrir sig en ef einhver andmælir formlega gætu Ómar og Margrét þurft að byrja upp á nýtt á undirskriftarsöfnuninni út af þessu formsatriði. Hreyfir einhver andmælum? Þegar stórt er spurt...
ps kl. 12.14: Annar flötur á framboðsmálum Ómars og Margrétar er sá sem Helga Vala bendir á í kommenti: Ísafjarðarlistinn fékk að nota listabókstafinn Í í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hvers vegna mega þá Ómar og Margrét ekki nota listabókstafinn Í í alþingiskosningum? Í RÚV í gær vísaði fulltrúi dómsmálaráðuneytisins í að það væri hefð fyrir því að nota ekki broddstafi (á,é,í,ó,ú,ý) í listabókstöfum en nú höfum við tæplega ársgamalt dæmi frá Ísafirði um notkun Í á Ísafirði. Ef ég man rétt er það svo að sveitarfélög og félagsmálaráðuneyti annast stjórnsýslu í sveitarstjórnarkosningum en dómsmálaráðuneyti í þingkosningum, en á samt að þurfa að breyta einhverju um atriði eins og þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er að fara alltof illa af stað hjá þeim, þau eru ekki nógu próf. Var að vona að þau myndu gera usla.
Mér finnst þetta nafn ekki hæfa flokki sem er stofnaður til þess eins að sjá til þess að menn fara af virðingu og hófsemd um landið sitt, ísland.
Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 11:24
Góður punktur Tómas.
Pétur Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 11:38
Tæknilega séð getur hann heitið Íslandsflokkurinn, og heitið það á kjörseðli, en notað annað nafn í auglýsingum og í fjölmiðlum og í lógói, séu nöfnin nógu lík.
Vinstri grænir, eða VG, heita til að mynda Vinstrihreyfingin - Grænt framboð. Kvennalistinn hét ef ég man rétt, Samtök um Kvennalista. Fleiri dæmi mætti sjálfsagt finna - ef mönnum finnst í alvörunni að þetta sé stórmál ...
Svansson, 21.3.2007 kl. 11:51
Athyglisvert Helga Vala en man ég ekki rétt að félagsmálaráðuneytið annist stjórnsýslu vegna sveitarstjórnarkosninga en dómsmálaráðuneytið vegna þingkosninga. Maður hefði samt haldið að þetta atriði ætti ekki að velta á því og að menn verði að gæta samkvæmni varðandi hluti eins og þessa.
Pétur Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 12:13
mér finnst þetta kannski ekki vera eitthvað til að gera mál út af .... afhverju ætti það að vera meira vesen að nota í en i.... skil ekki svona þvætting
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.