21.3.2007 | 10:57
Beðið eftir Jóni Ásgeiri
Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá ræðu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á aðalfundi 365 í gær. Þar segir:
Jón Ásgeir lagði áherslu á mikilvægi þess að fjölmiðlar væru óháðir eigendum sínum hvort sem þar færu kaupsýslumenn eða ríkisvald. Hann sagði að gera ætti kröfu um að ritstjórar og stjórnendur fréttastofa væru óháðir stjórnmálaöflum, hagsmunaaðilum eða fyrirtækjum, t.d. viðskiptabönkum. Fjárhagsleg staða ritstjóra, eignir þeirra í hlutabréfum, aðild þeirra að stjórnmálasamtökum eða öðrum félögum, verður að liggja fyrir. Krafan um gegnsæi á einnig að ná til ritstjóra.
Athyglisvert, ég sé ekki betur en Jón Ásgeir vilji gera meiri kröfur til ritstjóra dagblaða en gert er til viðskiptajöfra eins og hans sjálfs á verðbréfamarkaði, eða er gerð krafa um að hann upplýsi um persónulega fjárhagsstöðu sína? Auðvitað er Jóni Ásgeir í lófa lagið að hrinda þessu í framkvæmd gagnvart þeim ritstjórum sem starfa hjá fyrirtækjum hans. Maður hlýtur að ætla Kauphöllinni berist fljótlega svona upplýsingar um þá ágætu menn, annars er þetta bara eins og hvert annað blaður.
Í tilefni af þessu rifjaði góður maður upp fyrir mér grein sem Jón Ásgeir skrifaði í Moggann 7. janúar 2004 þar sem hann féllst á að hætta væri á því að fjölmiðlum væri misbeitt í þágu eigenda sinna. Þar stendur:
Fréttaflutningur ræður að mörgu leyti hvernig við skynjum það samfélag sem við búum í og hvaða skoðanir og viðhorf við höfum til ýmissa mála. Við eigum ekki kost á beinni snertingu við nema lítinn hluta samfélagsins en afganginn þekkjum við að miklu leyti af fréttum. Þótt ég treysti eigendum Fréttablaðsins, DV og Stöðvar 2 held ég að það væri til bóta að koma á kerfi sem tekur af allan vafa um hvort eignarhald hafi áhrif á fréttaflutning en leyfði um leið samfélaginu að njóta mestu hagræðingar í rekstri fyrirtækis til hagsbóta fyrir almenning.
Í greininni, sem vakti talsverða athygli, gerði Jón Ásgeir beinar tillögur um hvernig tryggja mætti frekar ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra þriggja fjölmiðla sem Baugur átti þá stærstan hlut í: Fréttablaðsins, DV og Stöðvar 2. Ein tillagan var þessi:
Stofnað verði fjölmiðlaráð sem vakir yfir fréttaflutningi fjölmiðlanna þriggja og gæti þess að hann sé innan hlutleysis- og réttlætismarka. Fjölmiðlaráðið yrði skipað þremur mönnum tilnefndum af félagasamtökum og óvilhöllum stofnunum; til dæmis Neytendasamtökunum, Háskóla Íslands og Blaðamannafélagi Íslands.
Hvað er að frétta af þessu máli? Jóni Ásgeir hefur alla tíð verið í lófa lagið að hrinda þessu í framkvæmd en hann hefur ekki gert það. Hvers vegna skyldi það vera?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.