20.3.2007 | 17:39
Grunnnetið komið í leitirnar
Þegar Síminn var seldur fyrir ca. 2 árum þóttu öll tormerki á því að aðskilja rekstur grunnnetsins frá öðrum rekstri. Það var víst voðalega flókið að skilgreina hvað var grunnnet og hvað ekki. Nú hafa nýir eigendur ákveðið að fara nákvæmlega þá leið, sem menn kepptust við að segja ófæra áður og stofna sérstakt fyrirtæki um rekstur grunnnetsins. Hvað hefur breyst?
Fyrirtækið Míla stofnað um fjarskiptanet Símans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, hvað hefur breyst? Vona að einkavæðingasinnarnir úr frjálshyggjuliðinu manni sig upp í að svara þér.
Þórir Kjartansson, 20.3.2007 kl. 18:25
Einhver hefur verið plataður:
Kappinn milli lappa lá,
lán og happafengur.
Setti tappa sponsið á,
snótin hrappadrengur!
Copyright 2007, Eiríkur Kjögx
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:14
Eggjaleiðari dagsins:
Ekki er kyn þó Geraldið leki. Botninn er suður í Flórída.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:31
Ja eru menn ekki alltaf vitrir eftir á. Þetta eru svoddan snillingar sem fyrir þessu standa.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 20.3.2007 kl. 20:01
Mætti benda ykkur á að félagið tekur yfir fjarskiptakerfið, held að grunnnetið sé ekki inni í því.
Örvar Guðni Arnarson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:54
Örvar, fjarskiptanetið er bara víðtækara orð og inni í því er grunnetið.
"Fjarskiptanet Mílu byggir á stofnneti, sem er eins konar burðarlag fyrir öll fjarskiptakerfin og aðgangsneti sem tengir viðskiptavini Mílu inn á fjarskiptakerfin. Aðgangsnetið byggir að grunni til á koparlínum, ljósleiðurum og kóaxstrengjum. Koparlínukerfi Mílu er gífurlega víðtækt þar sem nærri öll fyrirtæki og heimili landsins eru tengd því. Á fjarskiptaneti Mílu eru öll sambönd fyrir almenna símaumferð, innanlands og til útlanda, sambönd fyrir GSM og NMT-farsímakerfi viðskiptavina símafyrirtækjanna og gagnasambönd."
dvergur, 20.3.2007 kl. 21:52
Samgöngur hafa batnað svo gríðarlega sl. tvö ár að nú er allt fært! Hver ætlar að vera fyrst/ur til að segja: I told you so!
alla (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:41
Ég tek undir með þér. Hvað hefur breyst? Nákvæmlega ekki neitt. Fullt af fólki benti á að ekki ætti að selja grunnnetið með. Reynslan hefur líka sýnt sig að það var ekki bara hægt að aðskilja það heldur hefur salan dregið úr uppbyggingu grunnnetsins á landsbyggðinni. Skv. Sturlu eru stundaðar núna miklar samningaviðræður við Símann og önnur símafyrirtæki um hvort megi bæta gsm-samband eða netsamband við hin ýmsu svæði út á landi.
Peningarnir eru nú til, en þar sem netið er ekki lengur í eigu ríkisins þá verður að semja um þetta við einkaaðila, - hvort þeir ætli að gera þetta eða hvort ríkið eigi að gera þetta.
Ég held að þetta hafi fyrst og fremst snúist um að fá sem mest verð fyrir fyrirtækið, ekki hvort hægt hafi verið að aðskilja netið frá eða ekki.
Eygló Þóra Harðardóttir, 21.3.2007 kl. 09:02
Það er grátbroslegt að lesa skrif framsóknarfólks um þetta efni því ef minni mitt brestur ekki, þá var grunnnetið selt eftir að Framsóknarflokkurinn vék frá þeirri kröfu sinni að því yrði haldið eftir.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.